Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 20
stólsins (Ehrengericht) sitja einung- is lögmenn. A næsta stigi (Ehrengerichtshof) sitja fimm í dómi, 3 lögmenn og 2 embættisdómarar. Einn lögmann- anna er formaður. Þriðja stigið (Senat fur Anwalts- sachen beim BundesgerichtshoO, sem nær til alls landsins, er hluti af Hæstarétti Þýskalands. Þar sitja dómarar í meirihluta (4 hæstarétt- ardómarar og 3 lögmenn). Holland: Skylduaðild er að hollenska lög- mannafélaginu, Nederlandse Orde van Advocaten. Á fyrsta stigi í meðferð kæru- og ágreiningsmála eru lögmenn í meirihluta (6-8) og dómarar í minnihluta (2-3). Á 2. stiginu eru dómarar í meirihluta. trland: Lögfest að forseti „High Court“ skipi siðanefnd til að fjalla um meint brot gegn góðum lögmanns- háttum. Allir nefndarmenn eru lög- menn (skv. upplýsingum frá 1992 - þá var í gangi umræða um að breyta þessu þannig að þriðjungur nefndarmanna væru leikmenn). Frakkland: Skylduaðild að lögmannafélagi í viðkomandi héraði (barreau). Hvert lögmannafélag (stjórn þess - Conseil de l’Ordre - samanstendur af lögmönnum) fjallar um meint brot gegn góðum lögmannshátt- um, ýmist að eigin frumkvæði eða vegna kæru frá saksóknara. Við- komandi lögmaður, sem sætir við- urlögum, eða saksóknarinn, geta kært úrskurðina til áfrýjunardóm- stóls. England: I Englandi og Wales eru tvær stéttir lögmanna, solicitors og barristers. Barristers: Skylduaðild er að „The General Council of the Bar“. Sérstök nefnd, Professional Conduct Committee, rannsakar mál vegna meintra brota gegn góð- um lögmannsháttum og tekur ákvörðun um hvort máli sé skotið til Disiplinary eða Summary Tri- bunal of the Council of the Inns of Court. Þar sitja 5 persónur, 1 dóm- ari, 3 lögmenn og 1 leikmaður. Niðurstöðum (úrskurðum) þaðan má skjóta til Visitors to the Inns of Court (þar sitja dómarar frá High Court eða áfrýjunardómstóli). Solicitors: The Law Society in England and Wales hefur eftirlit með öllum „solicitors" á Englandi og í Wales. Þó er ekki skylduaðild að félaginu. Innan félagsins er starfrækt kvörtunardeild (Solicitors’ Com- plaints Bureau), sem hefur mikið sjálfstæði gagnvart félaginu. Niður- stöðu (úrskurð!) þessarar deildar má skjóta til „The Adjudication and Appeals Committee" en þar fjalla 2 lögmenn og 1 ólöglærður um hvert mál. Hinum alvarlegri málum frá Solicitors’ Complaints Bureau (svo sem afturköllun lögmannsréttinda) má skjóta til „The Solicitors Disiplinary Tribunal", sem er óháð lögmannafélaginu og kvörtunar- deildinni. Nefndarmenn eru skip- aðir af „Master of the Rolls“ og þar sitja 22 nefndarmenn, 14 lögmenn og 8 leikmenn. Um hvert mál fjalla 2 lögmenn og 1 leikmaður. Belgía: Skylduaðild að viðkomandi landshlutalögmannafélagi. Lands- hlutafélögin mynda síðan heildar- samtök lögmannafélaga (Ordre National des Avocats de Belgique, Belgische Nationale Orde van Advocaten). Hvert landshlutafélag hefur eftir- lits- og agavald með félagsmönn- um sínum. Urskurðum þess er hægt að skjóta til sérstaks áfrýjun- ardómstóls, sem fjallar um þessi mál. Um hvert mál fjalla 1 dómari (forseti áfrýjunardómstólsins) og 4 lögmenn. Austurríki: Skylduaðild lögmanna að Rechtsanwaltskammer (alls 9 slík félög). Saman mynda þau Lög- mannasamtök Austurríkis, Öster- reichischer Rechtsanwaltskamm- ertag. Innan hvers Rechtsanwalts- kammer starfar siðanefnd eða ráð. Úrskurðum hennar má skjóta til æðri nefndar (á ensku Supreme Commission of Appeal in Disciplinary Matters), sem 2 lög- menn og 2 dómarar skipa. Hvoru- tveggja nefndin er innan félagsins. Grikkland: Skylduaðild er að landshlutalög- mannafélagi. Lögmannafélag Aþenu (Dikigorikos Syllogos At- hinon) hefur einhvers konar stjórn- unarhlutverki að gegna vegna sam- eiginlegra hagsmunamála félag- anna. Hvert landshlutafélag hefur inn- an sinna vébanda siðanefnd sem fjallar um og úrskurðar í málum um meint brot gegn góðum lög- mannsháttum. Niðurstöðum nefnd- arinnar er hægt að skjóta til al- mennra dómstóla. Ítalía: Skylduaðild lögmanna að viðeig- andi landshlutalögmannafélagi. Stjórn hvers landshlutafélags gegnir jafnframt hlutverki siða- nefndar. Niðurstöðum nefndarinn- ar er hægt að skjóta til æðri siða- nefndar í Róm, Consiglio nazionale forense. Ekki er hægt að bera und- ir almenna dómstóla ágreiningsmál um meint brot gegn góðum lög- mannsháttum (nema um meint refsivert athæfi sé að ræða). Portúgak Skylduaðild að lögmannafélagi. Á 1. stigi eru það stjórnir lands- hlutadeilda sem fjalla um ágrein- ingsmál um meint brot gegn góð- um lögmannsháttum. Þessum úr- skurðum er hægt að skjóta til æðri siðanefndar (fyrir landið allt). Eng- in stofnun utan lögmannasamtak- anna fjallar um siðamál. Spánn: Skylduaðild að landshlutalög- mannafélagi. 20 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.