Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 3

Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 3
Þórunn Guðmundsdóttir, hrl. Lögmenn og aðrir lögfræðingar Asjöunda áratugnum barðist Lögmannafélag íslands fyrir því að dómsmálaráðherra setti reglur um það, hvaða opinber störf væru samrýmanleg málflytj- endastarfi, i samræmi við 23. gr. málflytjendalaganna, nr. 61/1942. í Félagsbréfi L.M.F.Í. frá þessum árum kemur fram að þessi barátta var bæði löng og hörð. Lögfræð- ingar í opinberri þjónustu, sem sumir hverjir stunduðu málflutn- ingsstörf af kappi, brugðust hart við þessum tilburðum félagsins. Lögfræðingar í opinberri þjónustu töldu þetta vera kjaramál hjá sér, þeir væru svo illa launaðir að þeir yrðu að geta stundað aukastörf. í Félagsbréfi L.M.F.Í. voru þessir lög- fræðingar kallaðir gervilögmenn og kamelljón. Gervilögmenn vegna þess að þeir uppfylltu ekki skilyrði Þórunn Guömundsdóttir, hrl ... voru pessir lögfrœðing- ar kallaðir gervi- lögmenn ... Lögmannafélag íslands Álftamýri 9, 108 Reykjavík sími (telephone); 568-5620 bréfsími (teiefax); 568-7057 tölvupóstur (E-mail): lmfi@tv.is Stjóm L.M.F.Í. Þórunn Guðmundsdóttir, hrl., formaður Sigurmar K. Albertsson, hrl., varaformaður Jakob R. Möller, hrl, ritari Kristín Briem, hdl., gjaldkeri Hreinn Loftsson, hrl., meðstjórnandi Starfsfólk L.M.F.Í. Marteinn Másson, framkvæmdastjóri Hildur Pálmadóttir, ritari Blaðið er sent öllum félagsmönnum. Ársáskrift fyrir utanfélagsmenn: kr. 1.500 + vsk. Verð pr. tölublað kr. 300 + vsk. Prentun: Borgarprent h.f. Umsjón auglýsinga: Öflun ehf., sími 561-4440 málflytjendalaganna um að hafa opna skrifstofu, heldur var skrif- stofa gervilögmannsins skrifstofa hins opinbera, þar sem viðkom- andi átti að rækja vinnuskyldu sína gagnvart hinu opinbera. Með orð- inu kamelljón var sérstaklega vísað til þeirra dómara og dómarafull- trúa, sem stunduðu málflutnings- störf, vegna þess að dæmi voru um að þeir væru lögfræðingar A í deilumáli hans við B og gerðust síðan dómarar i málinu, og aðili B jafnvel hið opinbera, vinnuveitandi dómarans. í Félagsbréfi L.M.F.Í. var fallist á að launakjör lögfræðinga hjá hinu opinbera væru til skamm- ar en alls ekki væri hægt að fallast á að þessi „aukasporslutíningur“ væri rétta leiðin til bættra lífskjara. Barátta Lögmannafélagsins bar loks árangur þegar Auður Auðuns, þáverandi dómsmálaráðherra, setti reglur nr. 32/1971, um málflytj- endastörf manna í opinberu starfi. Þegar þessi gömlu Félagsbréf eru lesin í dag undrar mann að það skuli hafa verið til lögfræðingar í opinberri þjónustu, sem börðust gegn setningu reglnanna, að til voru menn, sem gátu réttlætt það fyrir sjálfum sér siðferðilega, að það væri í lagi að stunda málflutn- ingsstörf samhliða opinbera starf- inu. Laugardaginn 20. apríl 1996 efndu Lögmannafélag íslands, Lög- fræðingafélag íslands og Dómara- félag íslands til ráðstefnu í Viðey sem bar heitið: „Staða lögfræð- ínga í þjóðfélaginu í dag - hvert stefnir?“. Var málþing þetta hið fróðlegasta. Almennt voru þeir lög- fræðingar, sem töluðu á málþing- inu, sammála um að hart væri sótt að lögfræðingastéttinni úr öllum áttum. Ýmsar stéttir væru farnar að sækja inn á svið lögfræðinga og voru þar nefndir viðskiptafræðing- ar, endurskoðendur, verkfræðingar og stjórnmálafræðingar. Þannig hafa ráðuneytin, sem áður voru að mestu mönnuð lögfræðingum, ráð- ið ýmsa aðra háskólamenntaða menn í embætti. Menn voru sam- mála um það, að það þyrfti að snúa vörn í sókn og besta svarið væri betri menntun lögfræðinga, kennsla í bókhaldi og skattarétti, svo örfá dæmi væru nefnd. ... pað þyrfti að snúa vörn í sókn og besta svarið vœri betri mennt- un lögfrceðinga, ... Lögin um málflytjendur frá 1942 veita lögmönnum, þ.e.a.s. mönn- um með málflutningsréttindi, einkarétt á að flytja mál fyrir dóm- stólunum. Öllum réttindum fylgja skyldur og í lögunum um málflytj- endur eru margvíslegar skyldur Lögmannablaðiö 3

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.