Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 4
lagðar á lögmenn. Nægir þar að nefna skyldu til að hafa opna skrif- stofu, en allir lögmenn vita hve rekstrarkostnaður lögmannsstofa er gríðarlega hár. Hann er að vísu misjafn eftir því hver á í hlut og hversu miklar kröfur menn gera, en hjá meðallögmanni fara senni- lega 50-60% af tekjum hans í rekstrarkostnað. Húsnæðið kostar sitt, rafmagn, hiti, sími, aðstoðar- fólk, tækjabúnaður ýmis konar, s.s. ljósritunarvélar, símkerfi, tele- faxtæki og tölvubúnaður. Þá eru lögmenn skyldugir til að kaupa sér starfsábyrgðartryggingu og vera með vörslufjárreikninga. Lögmenn eru seldir undir aga- og eftirlitsvald stjórnar Lögmannafélagsins. . Lög- menn. eru að sjálfsögðu bókhalds- skyldir, þeim ber að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu sinni o.s.frv! Reglurnar fara ekki í mann- greinarálit. Lögmenn, sem stunda ekki málflutningsstörf og varðveita aldrei fé fyrir skjólstæðinga sína, heldur eru t.d. einvörðungu í lög- fræðilegri ráðgjöf, samningagerð o.þ.h., verða engu að síður að kaupa sér starfsábyrgðartryggingar og vera með vörslufjárreikninga. Það eru ekki nema örfáir lögmenn, sem hafa aðalviðurværi sitt af mál- flutningi, þ.e.a.s. fullnýta þau rétt- indi, ef svo má að orði komast, sem þeim eru veitt á grundvelli málflytjendalaganna. Lögmenn búa við skerta sam- keppnisstöðu gagnvart t.d. við- skiptafræðingum, endurskoðend- um og verkfræðingum, sem veita ýmis konar lögfræðilega ráðgjöf og ganga frá lögfræðilegum samning- um, án þess þó t.d. að þurfa að kaupa sér starfsábyrgðartryggingar eða vera með vörslufjárreikninga. Þá eru endurskoðendur farnir að taka að sér uppgjör á tjónabótum. Aðrar stéttir eru því í síauknum mæli farnar að seilast inn á starfs- svið lögmanna, að ekki sé minnst á lögfræðinga í þjónustu hins opin- bera. Þannig eru kennarar við laga- deild Háskóla íslands, ýmist í eigin nafni eða í nafni Lagastofnunar Há- skóla íslands orðnir æ fyrirferðar- meiri á sviði lögfræðilegrar ráðgjaf- ar og lögfræðilegra álitsgerða. Þessir lögfræðingar eru ekki skyldugir til að kaupa starfsábyrgð- artryggingar eða hafa vörslufjár- reikninga og bera ekki sjálfir þann skrifstofukostnað, sem lögmenn þurfa að bera, vegna þess að Há- skóli íslands sér þeim fyrir allri að- stöðu. Að sjálfsögðu vill markaður- inn hafa aðgang að þessum lög- fræðingum. Lögfræðileg álitsgerð, sem skartar nafni Háskóla íslands, er trúverðugri í augum margra en lögfræðileg álitsgerð frá réttum og sléttum lögmanni úti í bæ. Hér þarf hins vegar að huga að samkeppnislögum. Markmið sam- keppnislaga, nr. 8/1993, er að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýt- ingu framleiðsluþátta þjóðfélags- ins, svo vitnað sé í 1. gr. þeirra. Markmiði þessu skal náð með því að vinna gegn óhæfilegum hindr- 1 SIMI: 562 7333 ■ FAX: 562 8622 ItniBiG!] Umhverfisvæn Ijósritun i gæðaflokki V* SKIPHOLTI 17 -105 REYKJAVIK 4 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.