Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 5

Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 5
unum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinna gegn órétt- mætum viðskiptaháttum, skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum, og auðvelda aðgang nýrra keppi- nauta á markaðinum. í 2. mgr. 14. gr. segir að þegar um sé að ræða opinbert fyrirtæki eða fyrirtæki, sem starfar að einhverju leyti í skjóli opinbers einkaleyfis eða verndar, er Samkeppnisráði heimilt að mæla fyrir um fjárhagslegan að- skilnað, annars vegar á milli þess hluta rekstrar fyrirtækisins, sem nýtur einkaleyfis eða verndar og hins vegar þess hluta rekstrar, sem er í frjálsri samkeppni við aðra að- ila. Skal þess gætt að samkeppnis- rekstur sé ekki niðurgreiddur af einkaleyfis- eða verndaðri starf- semi. Að sjálfsögðu þarf að sjá kennurum við lagadeild Háskóla Islands fyrir sómasamlegri vinnu- aðstöðu í Háskólanum til þess að þeir geti rækt starf sitt, sem felst í því að kenna laganemum og vinna að þeim rannsóknarstörfum, sem þeim ber að vinna að í samræmi við embættisskyldur sínar. Prófess- orsstaða við lagadeild Háskóla ís- lands er jú fullt starf. Sömu aðilar eiga hins vegar ekki að geta nýtt þessa aðstöðu í samkeppni við sjálfstætt starfandi lögmenn, nema þeir greiði þá fullt verð fyrir að- stöðuna. Það er staðreynd, að kennslustörf við Háskóla íslands eru ekki hátt metin hjá ríkinu. En rétt eins og fyrir aldarfjórðungi þá er „aukasporslutíningur" ekki rétta leiðin til bættra lífskjara. Nú getur vel verið að kennarar lagadeildar séu með fullan fjár- hagslegan aðskilnað milli prófess- orsstarfsins og starfs síns sem sjálf- stætt starfandi lögfræðilegir ráð- gjafar. Og það getur einnig verið að Lagastofnun Háskóla íslands sé með fullan fjárhagslegan aðskilnað frá Háskóla íslands. Þá má vel vera að 2. mgr. 14. gr. samkeppnislaga eigi hér alls ekki við. Alltént hefur stjórn Lögmannafélags íslands ákveðið að kynna sér þetta mál til hlítar og leggja málið fyrir Sam- keppnisstofnun, ef tilefni gefst til. Af Merði lögmanni egar hvað mest var að gera í mkkinu hjá Merði ákvað hann að tími væri til kominn að ráða sér fulltrúa. Hann ráðfærði sig við Höskuld kunningja sinn, gamal- reyndan lögmann. Þeir Höskuldur voru saman í skákklúbbi, sern hittist tvisvar í mánuði yfir vetrartímann. Höskuldur hafði verið með marga fulltrúa og ráðlagði Merði að fá sér kvenkyns fulitrúa. Þessir ungu strák- ar hugsuðu um það eitt að vinna sem fulltrúar í 2-3 ár, stofna síðan eigin lögmannsstofu og iðulega hirtu þeir „bisniss11 af gamla húsbóndanum. Konur væru ekki svona, auk þess væru þær miklu samviskusamari, vandvirkari og væru ekki með jafn fáránlega háar launakröfur og strák- arnir. Það væri einnig hægt að láta þær grípa í vélritun, kaffihitun o.fl. Þær settu sig ekki á háan hest gagn- vart slíkum störfum eins og strákarn- ir. Mörður hefði reyndar frekar getað hugsað sér að fá ungan og sprækan strák á skrifstofuna, einhver sem hann gæti rætt leiki helgarinnar við á mánudagsmorgnum o.þ.h. Hann sá hins vegar að Höskuldur hafði mikið til síns máls og eftir að hafa rætt við nokkra af prófessorum lagadeildar um „uppskeaina í ár“, réð hann Þor- gerði beint frá prófborðinu. Þorgerð- ur hafði reyndar verið á „kúrsus“ hingað og þangað og hafði unnið á lögmannsstofu sem ritari í tvö ár eft- ir stúdentspróf. Þá var hún með af- bragðsgóðar einkunnir úr deildinni. Þorgerður var forkur til allra verka. Hún vann og vann, var mjög áhuga- söm og leysti öll vandamál sem upp komu. Mörður fann líka til sín þegar hann sagði við þá, sem leituðu til skrifstofunnar: „Löglærður fulltrúi minn mun sjá um þetta mál.“ Þorgerður fór síðan að falast eftir prófmálum, en vegna þess að Mörð- ur var ekki með mikið af málum, þurfti Þorgerður að sækja þau út fyr- ir skrifstofuna. Mörður var ekkert að hvetja hana áfram í því, hann hafði áhyggjur af því að þetta prófmála- stúss kæmi niður á vinnu hennar fyr- ir hann. Mörður hefði getað sparað sér áhyggjurnar. Þorgerður vann í prófmálunum á kvöldin og um helg- ar og notaði einnig sumarfrí sitt til þess arna. Þorgerður nefndi við Mörð hvort ekki þyrfti að tilkynna hana sem full- trúa hans til dómstólanna skv. 1. mgr. 3- gr. málflytjendalaga og til Lögmannafélagsins skv. 2. mgr. 35. gr. siðareglna LMFÍ. Mörður blés á það og sagði að enginn gerði það. í raun og veru hafði hann ekki kynnt sér þessar reglur og hafði ekki hug- mynd um að þessi tilkynningar- skylda væri lögbundin. Mörður sendi Þorgerði eitt sinn til að mæta fyrir sig í fyrirtekt í dómsmáli í Héraðsdómi og tók geðvonskulegur dómari á rnótí Þorgerði, sem sagðist ekkert kannast við það að hún hefði verið tilkynnt sem fulltrúi Marðar til dóm- stólsins. Ef ekki liefði kornið til drengskapur lögmanns gagnaðila, hefði málið getað ónýst fyrir Merði. Dómari þessi hafði reyndar alltaf haft horn í síðu Marðar eftir að Mörður hafði stungið undan honum á Garðs- balli í den. Mörður dreif þá í því að senda til- kynningar til allra dómstóla landsins (aldrei að vita hvar Þorgerður þyrfti að mæta), auk þess sem hann til- kynnti Lögmannafélaginu um fulltrú- ann. Þegar Þorgerður var búin að vera hjá Merði í nokkur ár, fór hann að verða illþyrmilega var við að jkúnn- arnir“ leituðu í auknum mæli til Þor- gerðar frekar en hans. Áður en Mörður gat snúið sér við var Þor- gerður búin að segja upp og stofna lögmannsstofu með vinkonu sinni úr deildinni. Helmingur af kúnnum Marðar fylgdi Þorgerði. Merði fannst sem hann hefði alið nöðru við brjóst sér. Þetta voru þá þakkirnar fyrir alft. Það hefði verið viturlegra að ráða einhvern strák, hann hefði þá getað átt nokkrar ánægjustundir með honum í gáfuleg- um samræðum um úrslitaleikinn í boltanum. Lögmannablaðið 5

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.