Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 8
þar til hann fer til vinnu? Eða á hann að fá bæturnar þar til ekki er að vænta þess að hann nái frekari bata? Bætur myndu í slíku tilfelli fara eftir 2. málslið 1. mgr. 3. gr., þar sem segir, að þegar sérstaklega stendur á, megi greiða bætur þess- ar þó tjónþoli sé ekki veikur. Að mati undirritaðs ber að varast að miða við hugtökin „veikur" eða „óvinnufær“. Það tímamark, sem hér ber alltaf að miða við, er hvenær ekki er að vænta frekari bata hjá tjónþola. í Danmörku á tjónþoli rétt á bótum fyrir tíma- bundinn miska þar til „skadelidtes helbredstilstand er blevet station- ær“ (A.V. Kruse - Erstatnings- ansvarsloven 1993, 3. útg.). Ákvæðið í 2. málslið 1. mgr. 3. gr. opnar og fyrir þennan skilning og er beinlínis sett til þess að ná yfir slík tilvik þegar líkamstjón veldur tímabundnum líkamlegum óþægindum án þess að tjónþoli sé beinlínis veikur. Mat á þessum tímapunkti er læknisfræðilegt. Eins og hlutverk örorkunefndar er skilgreint í 10. gr. laganna þá fellur þetta mat utan hennar verksviðs. í Danmörku er stuðst við læknisfræðilegt mat eða svokölluð læknisvottorð. Lög- menn, er fara með slík bótamál, verða því að beina þessari spurn- ingu að þeim lækni eða læknum, sem hafa haft tjónþola til meðferð- ar, þ.e. hvenær ekki sé að vænta frekari bata hjá sjúklingi/tjónþola. Á það ber að leggja áherslu, að bætur fyrir tímabundinn miska eru ekki háðar ákveðnu hámarki. Mað- ur, sem er rúmliggjandi í 365 daga, á því rétt á að fá sér greiddar kr. 1.300 á dag í 365 daga. Hins vegar er heimild fyrir dómara til þess að víkja frá hinum stöðluðu bótafjár- hæðum til lækkunar nemi bætur meira en kr. 200.000. Slíkt er háð mati hverju sinni. 2. Bœtur fyrir varanlegan miska í 4. gr. skaðabótalaganna er fjall- að um bætur fyrir varanlegan miska. í greinargerð með frumvarpi að lögunum eru bætur fyrir varanleg- an miska skilgreindar sem fjár- greiðsla, er inna skal af hendi vegna ófjárhagslegs tjóns, sem tjónþoli verður fyrir til frambúðar af völdum líkamsspjalla. ... bcetur fyrir títnabund- inn miska eru ekki háð- ar ákveðnu hámarki. Þar sem um miskabætur er að ræða er verið að bæta ófjárhagslegt tjón. Réttur til slíkra bóta er því óháður rétti til bóta fyrir fjártjón. Með bótum þessum er verið að bæta tjónþola skerðingu á getu og möguleikum hans til þess að njóta lífsins eins og heilbrigðir menn, t.d. þegar líkamsspjöll valda því að tjónþoli getur ekki stundað íþróttir eins og golf, knattspyrnu o.fl., not- ið listar eða er ófær um að eignast börn, svo dæmi séu tekin úr grein- argerðinni. Bætur fyrir varanlegan miska eru þannig greiðsla fyrir ýmsar afleið- ingar líkamstjóns, sem ekki verða beinlínis taldar fjárhagslegar. Ákvæði 1. mgr. 4. gr. er svohljóð- andi: „Þegar fjárhæð bóta fyrir varan- legan miska er ákveðin skal litið til þess hvers eðlis og hversu miklar afleiðingar tjóns eru frá læknis- fræðilegu sjónarmiði, svo og til erf- iðleika sem það veldur í lífi tjón- þola. Varanlegur miski skal metinn til stiga og skal miða við ástand tjónþola eins og það er þegar ekki er að vænta frekari bata. Þegar miski er metinn alger (100%) skulu bætur vera 4.000.000 kr. Við lægra miskastig lækkar fjárhæð þessi í réttu hlutfalli. Þegar sérstaklega stendur á er heimilt að ákveða hærri bætur, þó ekki meiri en 6.000.000 kr. Engar bætur skal greiða þegar varanlegur miski er metinn minni en 5%.“ Það tímamark, sem miðað er við, er hið sama og um getur í 3- gr. Samkvæmt greininni skal meta var- anlegan miska þegar ekki er að vænta frekari bata hjá tjónþola. Hér er því um sama læknisfræði- lega matið að ræða. Hér á landi hefur almennt ekki verið talið tímabært að meta varanlega örorku fyrr en ári eftir slys.Tilkoma skaða- bótalaganna ein og sér breytir ekki þeirri viðmiðun. Reglan í 4. gr. kemur í stað 264. gr. alm. hgl., um bætur fyrir varan- leg óþægindi, lýti og óprýði. Eins og í 3- gr. þá eru bætur fyr- ir varanlegan miska staðlaðar. En þar sem um varanlegan miska er að ræða er ekki stuðst við ákveðið tímabil heldur er örorka metin sem ákveðinn hundraðshluti. Það er hlutverk örorkunefndar að gefa út svokallaðar miskatöflur, er segja til um hversu mikill varan- legur miski telst vera í hverju til- viki. Hér er um svokallaða „læknis- fræðilega örorku“ að ræða, sem tengist ekki tekjum eða starfi við- komandi. Grunnfjárhæð skaðabótalaga fyr- ir algeran miska er kr. 4.000.000 og síðan hlutfallslega lægri fjárhæð eftir miskastigi. Bætur greiðast ekki fyrir varan- legan miska, sem er lægri en 5 hundraðshlutar. Rétt er að vekja athygli á undan- tekningarákvæði greinarinnar um kr. 6.000.000 hámark. Er það vænt- aniega eins og í 3. gr. lagt í vald dómara að meta það hverju sinni, eftir eðli tjónsins og aðstæðum, hvort réttlætanlegt sé að miða við aðra og hærri fjárhæð en grunnfjár- hæðina. Önnur málsgrein hefur að geyma frádráttarreglu er tengist aldri. Þannig lækka bætur um 5% fyrir hvert aldursár umfram 59 ár til 70 ára aldurs. Miskabcetur samkvœmt 26. gr. skaðabótalaga Að lokum hefur 26. gr. skaða- bótalaga að geyma reglu um bætur fyrir ófjárhagslegt tjón eða miska, þegar brotið hefur verið á ólög- mætan hátt gegn frelsi, friði, æru eða persónu manns. Ákvæðið er svohljóðandi: „Sá sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns skal greiða 8 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.