Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 11
fjárhagstjóni, sem fasteignasalinn ber ábyrgð á. Krafan um að ábyrgðartrygging- in nái til ásetnings og gáleysis hef- ur verið talsvert til umræðu. Eink- um var þessi umræða áberandi vegna breytinga á lögum um mál- flytjendur, þegar tryggingaskylda lögmanna var til umfjöllunar. í þessu frumvarpi er haldið fast við það sjónarmið, að ábyrgðartrygg- ingin bæti einnig tjón, er orsakast af ásetningi, eins og er í gildandi reglugerðum. Benda má á að þessar kröfur löggjafans eru viðskiptamönnum fasteignasala til hagsbóta og auka tryggingarvernd þeirra. Verði tjón, sem rekja má til fasteignasalans, er tryggingafélaginu skylt að bæta tjónið án tillits til sakarstigs. Ekki er sjálfgefið að slík aukin tryggingavernd sé fasteignasölum í óþökk eða að hún þurfi að leiða til slælegri vinnubragða. Hér hlýtur að koma til skoðunar hve kostnað- arsamar þessar tryggingar eru. Hafi krafan um að ábyrgðartryggingin nái til ásetnings ekki í för með sér verulegan útgjaldaauka umfram ábygðartryggingu, sem er án þeirr- ar kröfu, þarf hér alls ekki að vera um slæman- kost að ræða, þar sem viðskiptavinir fasteignasalans geta þá treyst því að verði tjón, sem rekja má til starfa fasteignasalans, muni þeir væntanlega fá það bætt. Hjá tryggingafélögunum hlýtur hins vegar að koma til skoðunar og mats við sölu trygginga til fast- eignasala hversu traustur viðskipta- vinur fasteignasalinn telst vera. Því traustari sem hann telst vera því lægra verð er á tryggingunni og síður koma til kröfur um baktrygg- ingar. Hljóta hér að gilda sömu lögmál og þegar lánastofnun lánar fé sitt. Því traustari lántakandi því lægri vextir og minni tryggingar. Stöðvun ólögmœtrar starfsemi í frumvarpinu er lagt til ótvírætt heimildarákvæði til handa ráðherra til þess að stöðva án tafar starf- semi, er brýtur í bága við lögin. Er þá átt við starfsemi, þar sem ekki er um að ræða að löggiltur fast- eignasali sé í forsvari eða að starf- semi sé haldið áfram þar sem í for- svari er aðili, sem fengið hefur út- gefna löggildingu, en hann misst skilyrði til þess að hafa hana. Er lagt til að ráðherra sé heimilt að fela lögreglustjóra að stöðva og innsigla starfsstöð slíks aðila þegar í stað. Hér er á ferðinni tillaga, sem tek- ur af skarið um aðgerðir til að stöðva ólöglega starfsemi, sem í flestum tilvikum er dulin neytend- um, og sem hefur enga tryggingar- vernd jafnvel þó hún hafi haft hana áður. Leyfismissir vegna gjaldþrots I frumvarpinu er lagt til það skil- yrði að fasteignasali, sem misst hefur forræði á búi sínu vegna gjaldþrotameðferðar, geti ekki öðl- ast leyfi að nýju fyrr en að liðnum tveim árum frá skiptalokum. Hér er um að ræða algerlega sambærilegt ákvæði og gildir nú um lögmenn. Félagsskapur fasteignasala í frumvarpinu er lagt til að fellt verði niður núgildandi ákvæði 18. gr. um að löggiltir fasteignasalar hafi heimild til þess að hafa með sér félag. Er tillaga þessi gerð í ljósi um- fjöllunar síðustu ára um félagafrels- ið, þar sem slíkt ákvæði er í reynd óþarft. Félag fasteignasala er frjálst félag án skylduaðildar. Er sá mun- ur á Félagi fasteignasala og Lög- mannafélagi íslands að Lögmanna- félagið er með skylduaðild og get- ur þar af leiðandi ekki valið og hafnað umsækjendum um félags- aðild. Eftirlitshlutverk Lögmannafé- lags íslands er þó annað og meira en eftirlitshlutverk frjálsra hags- munafélaga fasteignasala, en þó er ljóst að eftirlitshlutverk hinna frjálsu félaga markast af sam- keppnisstöðunni, þar sem keppt er að því markmiði hinna frjálsu fé- laga, að hafa innan sinna vébanda sem hæfasta félagsmenn. Frjáls verðlagning! í frumvarpinu er lagt til að ákvæðið í 14. gr. núgildandi laga, um að hámarkssöluþóknun miðist við 2% af söluverði, falli brott. Þessi tillaga kemur til m.a. vegna ákvæða samkeppnislaga nr. 8/1993, en Félag fasteignasala hef- ur ítrekað haldið þeirri skoðun á lofti að þessi ákvæði séu ósamrým- anleg. Sú skoðun félagsins hlaut stuðning Samkeppnisstofnunar í bréfi stofnunarinnar til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 11. apríl 1994, þar sem stofnunin lét það álit í ljós „að svo framarlega sem veigamikil rök koma ekki fram fyrir því að fasteigna- og skipasölum sé heimilt að taka 2% hámarkssöluþóknun fyrir aðstoð við kaup eða sölu verði að líta svo á að það stríði gegn markmiðum samkeppnislaga". Ennfremur var minnt á að í frumvarpinu með lög- um nr. 47/1938, um fasteigna- og skipasölu, voru það veigamikil rök fyrir gildandi 2% hámarki að það væri „í samræmi við taxta Málflutn- ingsmannafélags íslands og núgild- andi venju hér á landi, sem eigi þykir ástæða til að breyta" og þar sem „ljóst er að Lögmannafélag ís- lands gefur ekki lengur út leiðbein- andi gjaldskrá um hlutfall sölu- launa af kaupverði fasteigna", enda „hefur samkeppnisráð nýverið, hafnað beiðni Lögmannafélags Is- lands um gefa út gjaldskrá með leiðbeinandi reglum um ákvörðun málskostnaðar í nánar tilteknum málum“. í 14. gr. frumvarpsins er lagt til ákvæði um skyldu fasteignasala til þess að gera samning við seljanda eignar, þar sem kveðið er á um þóknun fyrir að annast milligöngu um kaup eða sölu eignar, svo og um greiðslu útlagðs kostnaðar. Hér er í raun ekki á ferðinni nýj- ung, því slíkur samningur er gerð- ur skv. gildandi lögum með gerð hins skriflega söluumboðs, sbr. og ákvæði 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 520/1987. í söluumboðinu er áskilið að greint sé frá því „hvaða söluþóknun aðilar hafi orðið ásátt- ir um.“ Lögmannablaðið 11

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.