Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 15
Ýmislegt um þóknun og kostnað Ifélagsblöðum hinna norrænu lög- mannafélaganna er að jafnaði margt fróðlegt að sjá og lesa um störf lög- manna og rekstur lögmannsstofa. Sif Kon- ráðsdóttir, hdl., hefur sett á blað eftirfar- andi upplýsingar um rekstrarkostnað lög- mannsstofa og þóknun lögmanna, sem hún hefur afiað sér úr nokkrum norræn- um lögmannablöðum nýlega. Noregur: Könnun á kostnaði lögmannsstofa. Lögmaður þarf að hafa 800.000 norskar krónur í brúttótekj- ur til að vera með 300.000 NOK í nettótekjur. Árið 1994 gerði norska lögmannafélagið könnun á rekstrarkostnaði lögmannsstofa þar í landi, sem gerð er grein fyrir í 4. og 6. tbl. ADVOKATBLADET það ár. í niðurstöðunum var leitast við að svara þremur spurn- ingum: 1. Hversu marga tíma, t.d. á ári, getur lögmaður gjald- fært á skjólstæðinga sína? 2. Hver er árlegur rekstrarkostnaður á lögmannsstofu? 3. Hver eiga árslaun lögmanns að vera? Talið er að þegar tímagjald er reiknað, megi ekki gera ráð fyrir' að lögmaðurinn þurfi að vinna lengri vinnudag en aðrar stéttir og þess vegna verði að gera ráð fyrir að lögmaðurinn vinni ekki á helgidögum og hann taki sér venjulegt sumarfrí. Þegar tekið hefur ver- ið tillit til þess að lögmaður reikningsfærir enga tíma þegar hann liggur veikur, er á námskeiði eða frá vinnu af öðrum eðlilegum ástæðum, eru virkir vinnudagar 220 á ári. Lögmaður reikningsfærir aðeins þann tíma, sem hann í raun og veru notar til að starfa fyrir tiltek- inn skjólstæðing. í Noregi er venjulegur vinnudagur 7,5 klst. en dag- lega fer tími í matarhlé, skrifstofustjórn, svör við erind- um, sem ekki er hægt að reikningsfæra, o.s.frv. Ef lög- maður gæti selt 6 klst. á dag, sem ekki er ástæða til að ætla að sé hægt, væru seljanlegir tímar á ári 1.320. Dómstólar í Svíþjóð hafa reiknað með því, að séu vinnustundir á ári 1.640, séu 72,5% tímanna seljanleg- ir, eða 1.190 klst. á ári. Ef farinn er e.k. millivegur, eins og segir í áliti norðmannanna, má segja að hámark selj- anlegra tíma á ári sé 1.250 klst., og er gengið út frá því. Könnunin nær til 52 lögmanna, sem voru með frá 250.000 NOK til 1.100.000 NOK á ári í kostnað og er þá meðtalinn lífeyris- og fjármagnskostnaður. Miðgild- ið er rúmlega 475.000 NOK í kostnað á ári, eða rúm- lega 4,9 millj. ísl. króna. Örlítið lægri hjá þeim, sem eru með mikið af opinberum málum. Samkvæmt þessu fara á milli 3.550 og 3-950 íslenskar krónur á hvern seldan tíma BARA TIL AÐ GREIÐA REKSTRARKOSTN- AÐ, áður en lögmaðurinn fer að fá laun. I könnuninni var meðalfjármagnskostnaður um 330.000 ísl. kr. á ári og samsvarandi rúmlega 700.000 ísl. kr. kostar það norskan lögmann á ári að kaupa sér lífeyristryggingu, sem stæði undir jafnháum greiðslum og hámarkslífeyrir, sem greiddur er af norska ríkinu. Hluti slíkra greiðslna er ekki frádráttarbær í rekstrinum og þurfa því tekjur að nema meiru en 1,2 millj. ísl. króna til að standa undir slíkum kostnaði. Utreikningarnir leiða til þeirrar niðurstöðu, að tíma- gjald þarf að vera 7.640, reiknað yfir í íslenskar krón- ur, hjá lögmanni með yfir 24% opinber mál og þ.a.l. minni kostnað. Til samanburðar er nefnt að Hæstirétt- ur Svíþjóðar hafi í mars 1993 ákveðið að tímagjald til verjenda í opinberum málum skyldi vera 6.800, reikn- að í íslenskum krónum, og í Danmörku svari gjaldið til 11.400 íslenskra króna. Bent er á óæskilegar afleiðing- ar þess að fyrir störf lögmanna fyrir ríkið fái þeir ekki greitt gjald sem nægi til greiðslu kostnaðar og sann- gjarnra tekna. Afleiðingar af þessu segja norðmenn að séu þær að lögmenn leiðist út í að krefja aðra skjól- stæðinga um hærra gjald en svarar til „launa“ og kostn- aðar, lögmenn veigri sér við að taka að sér verjenda- störf og duglegir lögmenn afli sér annars konar verk- efna. í versta falli muni lögmenn hætta algerlega að taka að sér mál, þar sem þóknun er ákvörðuð af hinu opinbera og það geti leitt til alvarlegra vandamála í þjóðfélaginu. Tímagjald í opinberum málum í Noregi svarar til 5.435 íslenskra króna á klst. en norskir lögmenn kom- ast að þeirri niðurstöðu að ekkert lægra en sem svarar til 7.640 íslenskra króna á tímann sé ásættanlegt að rík- ið greiði. Danmörk: Viðmiðunarfjárhæðir við ákvörðun þóknunar til verjenda í refsimálum. Frá 16. janúar 1996 gilda eftirfarandi viðmiðunartaxt- ar um þóknun í refsimálum fyrir Landsréttinum í Dan- mörku, samkvæmt ákvörðun réttarins og að höfðu samráði við danska lögmannafélagið (reiknað yfir í ís- lenskar krónur, miðað við gengi dönsku krónunnar 1. apríl 1996): 1. Grunngjald á tímann Kr. 11.637 2. „Grundlovs“-yfirheyrsla af venjulegri lengd 9.891 3. Frestfyrirtökur og styttri fyrirtökur á meðan mál er í gangi, einnig ómakslaun Lögmannablaðið 15

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.