Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 15.06.1996, Blaðsíða 18
Af vettvangi stjórnar L.M.F.I. og nefnda Stjórn L.M.F.Í.: Sem fyrr fer mestur tími stjórn- arinnar í að fjalla um og af- greiða kæru- og ágreinings- mál hvers konar. í prentaðri árs- skýrslu stjórnarinnar til síðasta að- alfundar er tafla sem sýnir fjölda ágreiningsmálanna síðustu 12 árin. Nokkrar sveiflur eru milli ára en þróunin framan af þessum áratug var í þá átt að málunum fjölgaði ört milli ára. Starfsárið 1994-1995 fækkað málunum hins vegar tölu- vert en fjölgun varð svo aftur 1995- 1996. Á líðandi starfsári hafa borist 5 mál til stjórnarinnar. Tekist hefur að minnka málahal- ann þó nokkuð og er nú svo kom- ið að meðalafgreiðslutíminn er á bilinu 3-6 mánuðir frá því erindi berst félaginu. Sum erindin eru jafnvel afgreidd á mun skemmri tíma. Hefur ástandið að þessu leyti batnað töluvert frá því sem áður var. Til samanburðar má geta þess að á hinum Norðurlöndunum fást kæru- og ágreiningsmál afgreidd að meðaltali á 3-4 mánuðum, þó á ívið lengri tíma í Danmörku. Þess ber þó að geta í því sambandi að í þessum löndum er meðferð mál- anna í höndum sérstakra siða- nefnda en ekki stjórna lögmanna- félaganna. Stjórnin hefur sinnt fleiri málum en kæru- og ágreiningsmálum. Óvenjumikið berst af umsagnar- beiðnum vegna málflutningsrétt- inda þessar vikurnar og mánuðina. Líklegt er að hið nýja frumvarp dómsmálaráðherra til laga um lög- menn ýti undir það, að þeir, sem uppfylla lagaskilyrði til að fá útgef- in málflutningsleyfi, sæki nú um slíkt leyfi, til þess að verða ekki settir undir e.t.v. strangari reglur um öflun réttindanna verði sett ný lög um lögmenn. Töluverður tími hefur farið i að fylgjast með starfsábyrgðartrygg- ingum lögmanna og veita undan- þágu til þeirra, sem uppfylla laga- skilyrði til slíks og sækja um und- anþágu. Er nú svo komið að yfir- gnæfandi meirihluti þeirra, sem eru tryggingarskyldir, hafa keypt sér tryggingu. Stjórnin hefur skipað fimm manna nefnd til að koma með til- lögu að drögum að frumvarpi til laga um lögmenn, sem kynnt yrði félagsmönnum fljótlega. Nefndina skipa Þórunn Guðmundsdóttir, hrl., Árni Vilhjálmsson, hrl., Ársæll Hafsteinsson, hdl., Ingvar Svein- björnsson, hrl. og Jakob R. Möller, hrl. Nefndin hefur þegar hafið störf og gengur vel ætlunarverk sitt. Gjaldskrárnefnd: Á fyrsta fundi gjaldskrárnefndar á starfsárinu var Hilmar Ingimund- arson, hrl., kjörinn formaður og Páll Arnór Pálsson, hrl., ritari. Nefndin hefur fengið eitt erindi til umfjöllunar á starfsárinu og hefur þegar afgreitt það. Um var að ræða fyrirspurn frá lögmanni um hvað teldist hæfileg málflutningsþóknun fyrir flutning máls í héraði og fyrir Hæstarétti íslands, þar sem deilt var um bótaábyrgð opinberrar stofnunar og miklir fjárhagslegir í húfi, ef umbjóðandi lögmannsins hefði tapað því. i áliti sínu tók nefndin tillit til hinna fjárhagslegu hagsmuna, sem í húfi voru, hag- stæðrar niðurstöðu málsins fyrir umbjóðanda lögmannsins og þess tíma, sem fór í flutning þess á báð- um dómstigum. Stjórn Námssjóös: Á síðasta aðalfundi L.M.F.Í. var kosin stjórn Námssjóðs L.M.F.Í., en kjörtímabil hennar er þrjú ár. Sjóðsstjórnin hefur haldið einn fund og var Hákon Árnason, hrl., endurkjörin sem formaður hennar. Aðrir aðalstjórnarmenn eru Jóhann H. Níelsson, hrl. og Jónas A. Aðal- steinsson, hrl. Helsta verkefni Námssjóðs á síð- asta ári var útgáfa ritsins Aðfarar- gerðir eftir Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómara. Á þessu ári verður væntanlega gefið út annað rit eftir sama höfund, Einkamála- réttarfar, en stefnt er að útgáfu þess rits í haust. Laganefnd: Á fyrsta fundi laganefndar á starfsárinu var Andri Árnason, hrl., endurkjörinn formaður nefndar- innar og Guðjón Ármann Jónsson, hdl., sem ritari. Haldnir hafa verið 5 fundir á starfsárinu. Það sem af er starfsárinu hafa borist nokkrar umsagnarbeiðnir til félagsins vegna lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna. Þá var nokkrum umsögnum ólokið í lok síðasta starfsárs. Hefur laganefnd L.M.F.Í. veitt umsagnir sínar um flest frumvarpanna en nokkrum er ólokið. Meðal þess, sem nefndin hefur tjáð sig um, eru frumvörp til laga um réttindi og skyldur ríkis- starfsmanna, um réttindi sjúklinga, um stéttarfélög og vinnudeilur, um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála, almennum hegn- ingarlögum og tekju- og eignar- skattslögum, frv. til upplýsinga- laga, frv. til laga um fjárfestingu er- lendra aðila í atvinnurekstri, frv. til laga um samningsveð o.fl. 18 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.