Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 3

Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 3
Frumvarp til innheimtulaga! vegum viðskiptaráðuneytis- ins voru nýlega samin drög að frumvarpi til innheimtu- laga, sem send voru félaginu til umsagnar í sumar. Laganefnd L.M.F.Í. fór yfir drögin og samdi umsögn, sem send var ráðuneytinu 27. ágúst síðast liðinn. Margir lög- menn hafa haft samband við skrif- stofu félagsins og leitað upplýsinga um afstöðu þess til frumvarpsdrag- anna. Af því tilefni þykir rétt að gera hér örlitla grein fyrir efni frumvarpsdraganna (hér eftir nefnt frumvarpið til hægðarauka) og at- hugasemdum laganefndarinnar. Kaflaskipting frumvarpsins Frumvarpið skiptist í sex kafla. I fyrsta kafla er fjallað um gildissvið og frávíkjanleg ákvæði. Annar kafli geymir ákvæði um samband inn- heimtuaðila og skuldara og er þar meðal annars fjallað um góða inn- Lögmannafélag íslands Álftamýri 9, 108 Reykjavík sími (telephone): 568-5620 bréfstmi (telefax): 568-7057 tölvupóstur (E-mail): lmfl@tv.is Stjórn L.M.F.Í. Þórunn Guðmundsdóttir, hrl., formaður Sigurmar K. Albertsson, hrl.. varaformaður Jakob R. Möller, hrl., ritari Kristín Briem, hdl., gjaldkeri Hreinn Loftsson, hrl., meðstjórnandí Starfsfólk L.M.F.Í. Marteinn Másson, framkvæmdastjóri Hildur Pálmadóttir, ritari Blaðið er sent öllum félagsmönnum. Ársáskrift fý rir utanfélagsmenn: kr. 1.500 + vsk. Verð pr. tölublað kr. 300 + vsk. Prentun: Borgarprent h.f. Umsjón auglýsinga: Öflun ehf., sími 561-4440 heimtuhætti, innheimtuviðvörun og greiðsluítrekun og fresti í því sambandi. Akvæði um samband innheimtuaðila og kröfuhafa er að finna í þriðja kafla, m.a. um upp- lýsingaskyldu innheimtuaðila og meðferð innheimtufjár. í fjórða kafla er fjallað um greiðsluskyldu skuldara og hámarksfjárhæð kostn- aðar, í reglugerð sem ráðherra set- ur. í fimmta og sjötta kafla eru ýmis ákvæði, m.a. um eftirlit með fram- kvæmd laganna, refsingar og gild- istöku. Markmið með innheimtulögum í athugasemdum með frumvarp- inu er lýst markmiðinu með setn- ingu’ innheimtulaga, sem er að setja ákveðnar meginreglur um innheimtu til hagsbóta fyrir neyt- endur (eins og það er orðað í at- hugasemdunum), m.a. ákvæði urn góða innheimtuhætti, innheimtu- viðvörun og greiðsluítrekun og skapa grundvöll fyrir því að draga úr óeðlilegum kostnaði skuldara vegna innheimtuaðgerða, t.d. með því að takmarka í reglugerð há- marksfjárhæð innheimtukostnaðar, m.a. þóknunar, sem heimilt sé að krefja skuldara um. Norsk fyrirmynd Frumvarpið er að ýmsu leyti þýðing á norskum lögum um inn- heimtustarfsemi (lov orn inkasso- virksomhet og annen inndriving av forfalte pengekrav) en frá þeim er vikið að sumu leyti. Til dæmis voru ekki tekin í frumvarpið ákvæði um leyfi til að stunda innheimtustarf- semi, en skv. norsku lögunum eru sett ákveðin skilyrði fyrir því að mega stunda innheimtustarfsemi, m.a. um þriggja ára starfsreynslu, hreina sakaskrá og starfsábyrgðar- tryggingu. Um nokkur ákvœði frumvarpsins LTm efni einstakra ákvæða frum- varpsins má m.a. nefna eftirfar- andi: Samkvæmt 1. gr. frumvarps- ins næðu lögin til innheimtu hvers konar gjaldfallinna krafna um greiðslu peninga. Undanskilið væru innheimtuaðgerðir á grund- velli réttarfarslaga. í 5. gr. er gert ráð fyrir að innheimtuaðili eða kröfuhafi sendi skuldara skriflega innheimtuviðvörun, eftir gjalddaga kröfunnar, með sjö daga fresti til að greiða, ella verði krafan inn- heimt. Þá er gert ráð fyrir að kraf- an teljist innheimt ef greiðslufyrir- mæli hafa borist banka, sparisjóði eða pósthúsi áður en fresturinn er liðinn. Greiði skuldari kröfuna inn- an frestsins er ekki hægt að krefja hann urn þann kostnað, sem þá er fallinn á málið, sbr. 2. mgr. 11. gr. frumvarpsins. Greiðist krafan ekki innan sjö daga frestsins skv. 5. gr. skal innheimtuaðili senda skriflega ítrekun þess efnis að greiða skuli kröfuna eða hreyfa mótbárum við henni innan sjö daga, sbr. 1. mgr. 6. gr. Ef hætta er á að möguleikum á fullnustu kröfu verði spillt má víkja frá þessum ákvæðum 5. og 6. gr., sbr. 7. gr. frumvarpsins. í 12. gr. frumvarpsins er kveðið á um að ráðherra ákveði í reglugerð há- marksfjárhæð innheimtukostnaðar, m.a. þóknunar, sem heimilt sé að krefja skuldara um samkvæmt lög- unurn. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að samkeppnisyfirvöld hafi eftirlit með framkvæmd laganna. Umsögn laganefndar Eins og fyrr greinir fór laganefnd L.M.F.Í. yfir fmmvarpið að beiðni stjórnar félagsins og samdi allítar- lega umsögn um það. Hér skal get- ið helstu atriða úr umsögninni. 1. Laganefnd taldi það verulegan galla á frumvarpinu að í því væru allar kröfur settar undir einn hatt. Gilti þá einu hvort um væri að ræða gjaldfallnar viðskiptabréfa- kröfur, kröfur vegna sölu á vörum eða þjónustu, launakröfur, kröfur, Lögmannablaðið 3

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.