Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 11
Gunnar Thoroddsen, hdl. Alþingistíðindin á Internetinu Flestum lögmönnum er eflaust orðið kunnugt um þann möguleika sem nú býðst að lesa Alþingistíðindin af tölvu í gegn- um Internetið. Til þess þarf auðvit- að að kaupa aðgang að Internetinu, en þegar virðist nokkur fjöldi lög- manna hafa komið sér upp slíkum tengingum. Hins vegar hefur heyrst að erfiðlega gangi hjá sumum að nýta þessa möguleika og seinlegt sé og flókið að leita eftir einstökum efnum t upplýsingakerfi Alþingis. Það er þess vegna sem mér datt í hug að skrifa nokkrar lín- ur til þess að auðvelda þessum notendum leitina. Það er alls ekki ætlunin að gera leitinni tæmandi skil enda engin sérstök þörf á og yrði allt of langt mál. Hér verð- ur því aðeins sagt frá því hvernig best er að leita að þingskjölum, sem tengjast ákveðnum lögum annars vegar og svo hins vegar hvernig leitað er að skjölum eftir efnisorðum. Gagnagrunnur upplýsingakerfis Alþingis hefur, sam- kvæmt því sem sagt er á heimasíðunni, að geyma texta frá og með 111. löggjafarþinginu, 1988-1989, en heiti mála, flutningsmenn, efnisorð o.fl. hefur að mestu ver- ið skráð í gagnagrunninn aftur til 100. löggjafarþings- ins og finnst undir efnisatriðaleit. Þá segir einnig að stefnt sé að því að setja ný þingskjöl í A-hluta Alþing- istíðinda inn í upplýsingakerfið strax eftir útbýtingu, en þau verði í versta falli aðgengileg um svipað leyti og þau koma út í prentuðu formi. •Þegar búið er að hringja inn á Internetið er byrjað á því að finna heimasíðu Alþingis, en hún hefur slóðina „http://www.althingi.is“. Þegar þangað er komið er valinn hnappurinn: „Þingmál" (slóðin http://www.alt- hingi.is/~wwwadm/thingmal.html). Þá blasa við nokkrir leitarmöguleikar sem vísa í sérstakar leitar- myndir: • Þingmál sem tengjast þingskjölum (A-mál) og önn- ur mál (B-mál) • Málaleit eftir efnisatriðum, skoða efnisorð • Orðaleit í ræðum og skjölum skoða orðmyndir • Atkvæðagreiðsluuppflettingar • Mælendaskrá: eftir málum, eftir þingmönnum • Dagskrá: síðasta fundar, næsta fundar, fletta Ef leita á að þingskjölum, sem tengjast ákveðnum lögum, sem gefin hafa verið Stjórnartíðindanúmer er farið í leitarmyndina „uppfletting þingmála og skjala" með þvi að benda á „þingmál sem tengjast þingskjöl- u?n“. Þá kemur upp leitarmynd þar sem gefnir eru Gunnar ýmsir möguleikar. Ofarlega á mynd- Thoroddsen, inni er eyða, þar sem tilgreina verð- hdl ur löggjafarþing sem leitin á að taka til. Ef aðeins er settur einn punktur (sem sjálfgefinn er í leitarsviðinu í upphafi) er aðeins leitað í síðasta þingi. Leita má í mörgum þingum í einu með því að nefna fyrsta og síð- asta löggjafarþingið sem leita á í, en hafa tvo punkta á milli, t.d. „112..117“. Ef leitarsviðið er autt (punkturinn þurrkað- ur út) á að vera leitað í öllum þingum, sem skráð eru. Þó virðist það alls ekki virka alltaf og er öruggast, ef leita á í öllum þingum, að tilgreina tímabil, sem tekur til allra þinga, t.d. „99..122“, sem merkir þá 99. til 122. þings. Þegar löggjafarþingið hefur verið afmarkað er farið neðar í myndina í eyðuna„stjórnartíðindanr."og skráð inn númer laganna með skástriki (/) á milli núm- ers og árs, t.d. „50/1993“. Svo er aftur farið efst í leitar- myndina og bent á „Hefja leit“. Þá birtist listi yfir skjöl A-deildar sem tengjast viðkomandi lögum. Þegar leitað er eftir atriðisorðum er hins vegar best að fara í leitarmyndina „orðaleit í ræðum og skjölum“. Þar gildir það sama, að mikilvægt er að gleyma ekki að tilgreina löggjafarþingið eða þingin sem leita á í. Efn- isorðin er síðan hægt að takmarka og afmarka ítarlega til þess að fá sem skýrasta niðurstöðu. Þegar efnisorð- ið eða orðin hafa verið slegin inn er valið hvort leita eigi i ræðum eða þingskjölum. Því næst birtist listi yfir viðeigandi skjöl, sem svo er hægt að kalla fram með því að benda á þau. Skjölin eða niðurstöður leitarinn- ar og reyndar hvað annað sem finnst á Internetinu er svo auðvitað hægt að prenta út á venjulegan prentara. Ymsir fleiri gagnlegir möguleikar eru til leitar í upp- lýsingakerfi Alþingis. Þótt gagnagrunnurinn geymi að- eins upplýsingar tiltölulega fá ár aftur í tímann, er þetta mikil bót og verulegt hagræði að geta nálgast þingskjöl og annað úr Alþingistíðindum með þessum hætti. Þar við bætist að mikill tími getur sparast við það að að geta afritað textann yfir í ræður eða annað efni sem unnið er að í ritvinnslu. Því ber að fagna þessu frábæra framtaki skrifstofu Alþingis. Lögmannablaðið 11

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.