Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 14
Verksamningar námskeið 24. og 26. september 1996 Fræðslunefnd L.M.F.Í. heldur námskeið um verksamninga nú í september. Markmið námskeiðsins er að fara í gegn um feril verksamninga, allt frá því að undirbúningur er hafinn um að bjóða verk út og til verkloka. Lögð verður áhersla á að kynna fyrir þátttakendum þau fjölmörgu álitaefni, sem upp koma í ferlinum og sem hafa orðið til- efni deilna milli samningsaðila og jafnvel málaferla. Fyrir hverja: Lögmenn og aðra lögfræðinga. Umsjórr. Umsjón með námskeiðinu hafa Othar Örn Petersen, hrl. og Þorvaldur Jóhannesson, hdl. Staösetning, dagsetning, tími, þátttökugjald: Námskeiðið verður haldið í kennslusalnum í húsnæði L.M.F.Í. að Álftamýri 9, dagana 24. og 26. september n.k., frá kl. 16-19 báða dagana. Þátttökugjald er kr. 5.800. Dagskrá námskeiösins er nánar þannig: 1. Útboð verka - lög um útboð, undirbúningur. 2. Opnun tilboða, val verktaka. 3. Samningaviðræður, samningagerðin. 4. Verktíminn - verkframkvæmdir. 5. Lok verksamnings, aukaverk, úttektir. 6. Vanefndaúrræði, lausn ágreiningsmála. Skráning fer fram á skrifstofu L.M.F.Í., í síma 568-5620 eða bréfsíma 568-7057. 14 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.