Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 18
Dagskrá námskeiðsins er nánar þannig: Skattahugtakið. Lög um tekju- og eignarskatt, skattskyldar tekjur. Skattskyldir aðilar, full skattskylda og takmörkuð skattskylda. Álagning skatta á einstaklinga, hjón og sambúðarfólk. Afslættir og bætur. Skattyfirvöld. Réttarfar í skattamálum, helstu meginreglur. Kæra skattákvörðunar, kæruúrskurður skattstjóra, málskot til yfirskattanefndar, máls- meðferð. Ábyrgð á skattskuldum, innheimta vangreiddra skatta. Skattaréttur II Efni: Tekjuskattur atvinnurekenda. Markmið: Að gefa mönnum innsýn í skattlagningu fyrirtækja svo að auðveldara verði fyrir þá að veita fyrirtækjum ráðgjöf í skattamálum og aðstoða þau í sambandi við kæru skattákvörðunar og/eða málflutning í skattamálum fyrir dómstólum. Fyrir hverja: Lögmenn og aðra lögfræðinga, sem starfa að skattamálum og stunda fyrirtækja- og/eða skattaráðgjöf. Umsjón: Umsjón með námskeiðinu hefur Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögfræðingur. Staðsetning, dagsetning, tími, þátttökugjald: Námskeiðið verður haldið í kennslusalnum í húsnæði L.M.F.Í. að Álftamýri 9, dagana 18. og 19. nóvember n.k., frá kl. 16-19 báða dagana. Þátttökugjald er kr. 5.800. Dagskrá námskeiðsins er nánar þannig: Hugtakið atvinnurekandi og afmörkun þess gagnvart hugtakinu launþegi. Hvenær telst atvinnurekstur hafinn? Helstu tekjur af atvinnurekstri. Frádráttur frá atvinnurekstrartekjum. Hin ýmsu atvinnurekstrarform: einstaklingsatvinnurekstur og félagarekstur. Upphaf og lok skattskyldu. Uppgjör tekjuskattsstofns atvinnufyrirtækja. Helstu meginreglur um fyrirtækjaskatt- lagningu. Ein- og/eða tvískattlagning fyrirtækjahagnaðar. Skattlagning fyrirtækja og eigenda vegna úttektar úr rekstri. Dánarbú og þrotabú. 18 Lögman noblaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.