Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 23
 1 ■ "VáÉT-'A 1 iíiTjj ■ -- ,7 t Keppendur á mótinu ásamt sýslumanni Vestmannaeyja, Georgi Kr. Lárussyni. Minningarmót um Guðmund Markússon, hrl. Fyrsta golfmót þessa árs á veg- tim L.M.F.Í. var haldið föstudaginn 17. maí. Þá var í fyrsta sinn háð minningarmót um Guðmund Markússon, hrl., sem hlotið hefur heitið GUÐMUNDARBIKARINN. Guðmundur var mikill golfáhuga- maður og keppnismaður. Hann var einn af frumkvöðlum golfmóta inn- an L.M.F.Í. og keppni félagsmanna og annarra jurista við golflið ann- arra háskólamanna. Guðmundur lést eftir erfið veikindi 19- október 1994. Mótið var haldið á hinum geysi- skemmtilega golfvelli Vestmanna- eyinga í Herjólfsdal, en keppnin er höggleikur með og án forgjafar. Sá hlýtur GUÐMUNDARBIKARINN, sem er farandbikar, sem leikur á fæstum höggum með forgjöf. Veð- Guömunáur Marktísson, hrL urguðirnir vildu á pessu fyrsta móti láta virkilega reyna á keppendur, eins og hraun, sjór og aðrar hindr- anir vallarins vaeru ekki nóg, og buðu upp á rnikla úrkomu og tals- verðan vind. Það voru pví 12 kylfingar úr hinum hraustari hópi peirra í lögfræðingastétt, sem mættu til leiks. Einnig heiðraði sýslumaðurinn í Vestmanneyjum, Georg Kr. Lárusson, mótið og mætti í fullum skrúða og tók fyrsta teighögg - ágætis högg með 7- járni, sem að vísu sendi boltann óþarflega nærri golfskálanum og starfsmanninum á æfingaflötinni. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. verðlaun: Hjalti Pálmason, cand.jur., 71 nettó (74 brúttó). 2. verðlaun: Valgarður Sigurðs- son, hrl., 72 nettó (85 brúttó). 3. verðlaun: Jóhann Pétursson, hdl., 74 nettó (86 brúttó). Guðni Á. Haraldsson, hrl., hafði umsjón með mótinu. Ólafur Gúst- afsson, hrl., gaf verölaun. Móttökur af hálfu golfklúbbs Vestmannaeyja voru til fyrirmyndar. Golfnefndin Lögmannablaðið 23

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.