Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 5

Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 5
Lögmannafélag íslands 1911-1996 Ritgerðarsamkeppni Þann 11. desember árið 1911 var stofnað Málflutningsmannafélag íslands, sem árið 1944 hlaut heitið Lögmannaféiag íslands. Félagið verður því 85 ára gamalt 11. desember n.k. Af því tilefni hefur verið ákveðið að efna til ritgerðarsamkeppni um þrjú fyrirfram valin efni, er öll tengjast stöðu og störfum lögmanna í þjóðfélaginu. Samkeppnin er opin öllum þeim, er áhuga hafa. Rit- gerðarefnin eru þessi: 1. Trúnaðarskyldur lögmanna gagnvart skjólstæðlngum sínum. (trúnaðarskyldur skv. lögum, siðareglum, alþjóðlegum sáttmálum; samanburður við aðrar stéttir; innihald og þýð- ing fyrir lögmanninn, skjólstæðinginn og þjóðfélagið; upplýsingaheimild/-skylda (þ.m.t. afhending gagna) gagnvart öðrum, t.d. gagnaðila og yfirvöldum; ábyrgð (siðferðileg, refsi- og bótaábyrgð) vegna brota á trúnaðarskyldum). 2. „Lögmaður skal vera óháóur í staríl og standa vöró um sjálfstæði lögmannastéttar- innar.“ (hvað er að vera óháður í starfi?; óháður gagnvart hverjum (skjólstæðingum, gagnaðilum skjólstæðinganna, yfirvöld- um, öðrum)?; sjálfstæð lögmannastétt: skilgreining, þýðing fyrir stéttina, almenning, réttarkerfið). 3. Hlutverk og staða lögmanna nú á dögum. (hlutverk lögmanna í réttarkerfinu og staða þeirra í þjóðfélaginu í dag; styrkur og veikleiki á einstökum sviðum; áhrif þjóðfélagslegra og tæknilegra breytinga á stöðu lögmanna; ný réttarsvið). Undir heitum ritgerðarefnanna eru vísbendingar um hvert gæti verið innihald þeirra. Ekki er um tæmandi eða bindandi upptalningu að ræða. Höfundar ráða uppbyggingu og efnistökum ritgerða sinna. Ritgerðirnar verði frumsmíði í tilefni af samkeppni þessari. Ritgerðirnar verði 20-40 blaðsíður að lengd, í A-4 broti, með einnar línu millibili. Þriggja manna dómnefnd mun fara yfir og meta þær ritgerðir sem berast. Dómnefndina skipa Hákon Árnason, hrl., Sigurður Líndal, prófessor og Garðar Gíslason, hæstaréttardómari, sem er formaður nefndarinnar. Fyrir bestu ritgerðina verða veitt 250.000 króna verðlaun. Auk þess fá höfundar þriggja ann- arra ritgerða, sem næstar koma, 50.000 króna verðlaun hver. Lögmannafélag íslands öðlast heimild til að gefa út verðlaunaritgerðirnar, eina eða fleirí, í bæklingi eða sem grein í tímariti. Ritgerðunum ber að skila til skrifstofu L.M.F.Í. í lokuðu umslagi, með nafni höfundar í lokuðu, smærra umslagi þar inni í. Frestur til að skila ritgerð í þessari samkeppni er til 1. mars 1997. Lögmannablaðið 5

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.