Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 7
fyrir áhuga annarra stétta á verk- sviðum, sem lögmenn hafa hingað til sinnt og virðist samkeppnin helst koma frá endurskoðendum. En fleiri stéttir telja sig bærar um að veita lögfræðilega ráðgjöf. Nefnt var sem dæmi, héðan af íslandi, nýlegt tilvik um hjón, sem leituðu til sálfræðings vegna vandamála í hjúskapnum. Ráðgjöfin bar ekki ár- angur en sálfræðingnum þótti ekki tiltökumál að útbúa skilnaðarsam- komulag hjónanna. Konan leitaði síðan ráðgjafar hjá lögmanni og kom þá í ljós að skilnaðarsam- komulagið hefði skilið hana eftir slyppa og snauða hefði það náð fram að ganga. Framtíö smárra og meöal- stórra lögmannastofa í Svíþjóö Lars Bentelius, framkvæmda- stjóri sænska lögmannafélagsins, lýsti stöðu smárra og meðalstórra lögmannastofa í Svíþjóð og framtíð þeirra, m.a. vegna almennra þjóð- félagslegra breytinga, þ. á m. vegna nýrrar upplýsingatækni, en einnig vegna breytinga í réttarkerf- inu sænska. í Svíþjóð eru 1424 lög- mannastofur, þar af eru ca. 85% 1- 3 manna stofur. Umræður um efn- ið voru nánast framhald umræðna um efnið næst á undan, þ.e. sam- keppnisstöðu lögmanna, styrkleika stéttarinnar og veikleika. Nýjar aöferöir viö lausn ágreiningsmála Pekka Sirviö, formaður finnska lögmannafélagsins, hélt erindi um þetta efni. Fram kom hjá honum að hin venjulega dómstólaleið væri þung og seinfarin. Svipað mætti segja um gerðardómsmeðferð, sem auk þess væri mjög dýr. Nú væri víða um lönd að ryðja sér til rúms önnur aðferð við lausn ágreinings- mála, sem á ensku væri kölluð Alternative Dispute Resolution (ADR), en hún hefur verið í þróun í nokkur ár. Hún felur einfaldlega í sér að óháðum þriðja aðila er falið að leita lausna hjá málsaðilum um ágreiningsefnin. Um þetta hafa verið settar eða er fyrirhugað að setja sérstakar reglur, þar sem áhersla verður lögð á stöðu milli- göngumannsins. í umræðum um þetta efni kom greinilega fram að mikill áhugi er um að leita ódýrra og fljótlegra leiða til lausna á ágreiningsmálum og að ADR-leiðin kunni að vera vænlegur kostur. Skýrslur um starfsemi lög- mannafélaganna Venju samkvæmt gerðu fulltrúar hvers félags grein fyrir starfsemi síns félags síðast liðið ár. Hjá danska lögmannafélaginu hefur mikil vinna verið lögð í endur- skoðun á markmiðum félagsins og stefnumótun til næstu ára. Var í því sambandi m.a. haldin ráðstefna á árinu, sem um 600 félagsmenn sóttu. Bönnuð hefur verið útgáfa leiðbeinandi gjaldskrár félagsins. Mikil umfjöllun hefur orðið í dönskum fjölmiðlum um svokall- aða fyrirtækjatæmingu (d. selskab- stomning) og hugsanlegan þátt lögmanna og endurskoðenda í því. Þá hafa danskir lögmenn áhyggjur af hversu hægt gangi að reka mál fyrir dómstólum og hafa tekið upp viðræður við dómarafélagið um lagfæringar. í Finnlandi er bágt efnahags- ástand og hefur það valdið erfið- leikum í rekstri lögmannastofa. Þá var þess getið að lögmenn hafa starfsábyrgðartryggingar upp á 500.000 FIM (rúml. 5 milljónir króna) en fýrirhugað sé að hækka lágmarkstryggingarfjárhæðina í 1 milljón marka. Lögmannafélagið hefur hafið útgáfu nýs félagsblaðs, Advokaatti, og hefur sett upp heimasiðu á Interneti. íslensku fulltrúarnir gerðu grein fyrir frumvarpi til laga um lögmenn og þeim atriðum frumvarpsins, sem deilt er um. Þá var getið út- gáfu Lögmannablaðsins og hins nýja merkis félagsins, greint frá reglum um fjárvörslureikninga og starfsábyrgðartryggingar, starfsemi lögmannavaktanna í Reykjavík og á Akureyri og fleiri atriðum úr starfseminni. Norska lögmannafélagið hefur endurskoðað stefnu sína í réttar- öryggismálum (rettssikkerhets- program) og gefið út í bæklingi fyrr á árinu. Rætt er um að breyta ákvæði í félagssamþykktum um markmið félagsins og bæta við stefnunni í réttaröryggismálum. Lögmannavakt er starfrækt í 30 bæjum og sveitarfélögum og hefur sú starfsemi gefið góða raun. Greint var frá breytingum í aga- og eftirlitsmálum, sem taka gildi 1. janúar n.k. Breytingar hafa orðið á opinberu réttaraðstoðinni, færri tegundir mála falla undir hana en viðmiðunartekjumörkin hafa hækkað. Sænsku fulltrúarnir gerðu grein fyrir breytingum á réttarkerfinu þar í landi, sem m.a. miðar að því að fækka málum, sem fara til „hovrett- en“. Einnig hafa komið til athugun- ar tillögur um að fækka héraðs- dómstólum, í sparnaðarskyni. Stór hluti kærumála til siðanefndar sænska lögmannafélagsins leiðir til sýknu eða frávísunar. 10 gerðar- dómar fjalla um ágreiningmál um þóknun lögmanna. Greiða þarf 150 sænska krónur fyrir mál, sem lagt er fyrir slíkan gerðardóm. Sænska lögmannafélagið skiptist í deildir eftir landshlutum. Nú hefur verið stofnuð sérstök deild fyrir sænska lögmenn, sem starfa erlendis. Lögmenn ogfjölmiölar Síðast á dagskrá fundarins var umfjöllun um lögmenn og sam- skipti þeirra við fjölmiðla. Flutti Arvid Jakobsen, upplýsingafulltrúi norska lögmannafélagsins, mjög fróðleg erindi um það efni og kom víða við. Meðal annars gerði hann grein fyrir skoðanakönnun í Noregi um það hvaða fjölmiðla al- menningur teldi mikilvægasta, en það voru dagblöð. Þá fjallaði hann um nokkrar grundvallarreglur fyrir lögmenn um samskipti þeirra við blaðamenn. Góður rómur var gerður að erindi þessu að því loknu. MM Lögmannablaðið 7

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.