Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 10
naut áhrifa í stjórn félagsins um- fram eignarráð sín, en ekki skipt- ir máli, þótt stefndi hafi íþví efni notið atbeina Landsbankans. Hann hlaut að mega sín mikils við ákvarðanir stjórnar félagsins um skuldaskil. Þegar litið er til þessara atriða í heild, verður að telja, að stefndi og Haförninn hf. hafi verið nákomnir í skilningi 6. tl. 3- gr. laga nr. 21/1991. “ Lokaorð Ofangreindur dómur Hæstaréttar er athyglisverður vegna þess að í honum virðist því slegið föstu, að það sé ekki einungis stærð eignar- hluta í félagi sem skipti máli við mat á því hvort um nákomna sé að ræða í skilningi laga nr. 21/1991, heldur skipti í því sambandi einnig verulegu máli möguleikar viðkom- andi aðila til að hafa áhrif á ákvarðanatökur stjórnar í því félagi sem um ræðir. Af vettvangi stjórnar og nefnda L.M.F.Í. Af störfum stjórnar L.M.F.Í. og ýmissa nefnda fé- lagsins í haust má m.a. nefna eftirfarandi: Stjórn L.M.F.Í. Stjórninni hafa að venju borist margvísleg erindi, kvartanir og kærur, fyrirspurnir og annars konar er- indi. Að venju hefur stór hluti tíma stjórnarinnar far- ið í umfjöllun um og afgreiðslu kæru- og ágreinings- mála, umsókna um málflutningsleyfi, erinda vegna starfsábyrgðartrygginga o.s.fiv. Stjórnin hefur í einu tilviki beðið trúnaðarendurskoðanda félagsins að skoða hvort lögmaður fylgdi reglum um fjárvörslu- reikninga. Vegna frumvarps til laga um lögmenn, sem stjórnin lét vinna og var sent félagsmönnum í október, hefur verið unnið að gerð viðhorfskönnun- ar meðal lögmanna um ýmis atriði í frumvarpinu. Hefur stjórnin leitað ráðgjafar hjá Stefáni Ólafssyni, prófessor við Félagsvísindastofnun, í þessu skyni. Verður spurningalisti fljótlega sendur lögmönnum. Á samráðsfundi fulltrúa L.M.F.Í. og dómsmála- ráðuneytisins þann 5. nóvember s.l. kynnti formað- ur félagsins hugmynd að „lagadegi", þ.e. að hinar ýmsu stofnanir, er fást við lög og rétt í þjóðfélaginu, tækju höndum saman og kynntu starfsemi sína fyr- ir almenningi. Fyrirmynd að slíkri kynningu má m.a. finna i Bandaríkjunum, þar sem haldnir eru svokall- aðir „law day“ í sumum fylkjanna. Formaður kynnti þessa hugmynd einnig á nýafstöðnum aðalfundi Dómarafélags fslands. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um að halda slíkan „lagadag" en hugmyndin hefur þótt allrar athygli verð. Á aðalfundi Dómarafélagsins lagði formaðurinn einnig til að félögin tvö, þ.e. L.M.F.Í. og D.Í., héldu samráðsfundi, svipaða og þá, sem haldnir hafa ver- ið með dómsmálaráðuneytinu, þannig að fulltriiar félaganna gætu rætt ýmis þau mál, er varða sam- skipti lögmanna og dómara. Hugmyndinní var vel tekið og hefur fyrsti fundur af þessu tagi verið ákveðinn 10. janúar n.k. Ef vel tekst til gætu slíkir fundir verið haldnir tvisvar til þrisvar á ári, t.d. í upphafi hvers árs og á haustin, að afloknu réttarhléi. Kjaranefnd Kjaranefnd hefur í haust unnið að gerð nýs kostn- aðargrunns fyrir lögmannsstofur, en grunnur sá, sem gerður var árið 1992, þarfnaðist endurskoðunar við. Verður hinn nýi grunnur væntanlega tilbúinn og sendur til félagsmanna fljótlega eftir áramót. Bókasafnsnefnd Viðar Már Matthíasson hefur sagt sig úr bóka- safnsnefndinni en sem kunnugt er hefur hann ný- lega verið ráðinn sem prófessor við lagadeild H.í. Hefur Viðar Már verið formaður nefndarinnar allt frá upphafi, en nú em 5 ár liðin frá því bókasafn L.M.F.Í. var tekið formlega í notkun. Er mikill miss- ir að Viðari Má úr nefndinnni, en hann hefur unnið mjög ötullega og af mikilli ósérhlífni að uppbygg- ingu bókasafnsins. Á vegum bókasafnsnefndar hefur verið unnið að útgáfu nýrrar bókaskrár fyrir safnið, en síðasta skrá, sem gefin var út og send félagsmönnum, var prent- uð í maí 1993. Ekki er á þessari stundu vitað hvenær hin nýja skrá verður tilbúin. Laganefnd Um störf laganefndar vísast til sérstakrar umfjöll- unar annars staðar í blaðinu. 10 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.