Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 11
Jón G. Briem, hrl Ráðstefna IBA í Berlín 21. - 26. október 1996 IBA (International Bar Associ- ation) eru stærstu alþjóða- samtök lögmanna í heimin- um með yfir 30000 félagsmenn, bæði einstaklinga og félög. Þau halda árlega ráðstefnu, sem þau kalla Biennial! Árið 1995 var hún haldin í París. Árið 1997 verður hún haldin í Nýju Delí. Samtök- unum er skipt í þrjár megin- deildir, Section on General Practice (SGP), Section on Business Law (SBL), sem ég er félagi í og Section on Energy and Natural Resources Law (SERL). Síðan er hverri deild skipt niður í margar nefndir eftir viðfangs- efnum. Þátttakendur að þessu sinni voru, samkvæmt þátt- takendalista, um 2700 en fleiri bættust við meðan á ráðstefnunni stóð. Ráðstefnan var haldin í risastórri ráðstefnumiðstöð í Berlín, International Congress Centrum (ICC). Hún getur tekið um þrjátíu þúsund manns í sæti samtímis. Stærsti salurinn tekur um 6000 manns. Á hverjum degi voru haldnir 20-30 fundir/fyr- irlestrar. Þeir voru að sjálfsögðu margir haldnir á sama tíma. Þátttakendur urðu því að velja og hafna og finna út hvað væri áhugaverðast fyrir þá. Þess var þó gætt að fundir um skyld efni væru ekki haldnir á sama tíma. Allt skipulag tókst vel. Engir hnökrar voru á fram- kvæmdinni. Fyrirlesarar voru auðvitað misjafnir en flestir mjög áheyrilegir. Tímasetningar stóðust vel. Auk ráðstefnunnar sjálfrar var mikið um ýmsa félags- lega (social) atburði. Flestir voru þeir í formi hana- stélsboða (coctails). Augljóst var að margir reyndu að ná til ráðstefnugestanna á þennan hátt. Hanastélsboð- in voru flest á vegum lögmannsstofa eða samtaka slíkra stofa. Ég sótti eitt hanastélsboð, sem var á veg- um Nordic Alliance. Það eru samtök þriggja stórra lög- mannsstofa, ein er í Stokkhólmi, önnur í Osló og sú þriðja í Kaupmannahöfn. Þær hafa gefið út mjög snotr- an fjórblöðung til kynningar á stofunum og því mark- aðssvæði, sem þær vinna á. Fyrir stóra aðila úti í heimi (utan Norðurlandanna) er oft litið á Norðurlönd sem eitt markaðssvæði. Til dæmis sagði einn gestgjafanna mér frá því að hann hefði fyrir fáeinum dögum fengið fyrirspurn frá lögmannsstofu um hvaða lögmann mætti hafa samband við í Reykjavík til að reka fyrir sig mál varðandi höfundarrétt. Hann gat ekki svarað erindinu. Umfram þetta hafði hann mestan áhuga að vita hvort Grímsvatnahlaupið væri byrjað. Ég sótti þá fundi, sem fjalla urn International Financi- al Law. Útleggst líklega: alþjóðlegur fjármálaréttur. Eitt fundarefnið var Exceptions as to bankruptcy in legal opinions, sem útleggst: fyrirvari varð- andi gjaldþrot í lögfræðiálitum. Erlendis er það mjög notað í lánsvið- skiptum milli fjármálastofnana og við- skiptavina þeirra að fá lögfræðiálit um atriði, sem kunna að skipta máli í við- skiptum þeirra. Lögfræðiálitið er unnið að beiðni lántaka, en í því þurfa að koma fram upplýsingar, sem lánveit- Lögmaður, sem þekkir til lántaka eða kynnir sér hann af þessu tilefni, er fenginn til að gefa lögfræðiálit. Það getur fjallað um lögfræðilega stöðu lántaka, hvort ákvörðun um lántökuna hefur verið tek- in á réttan hátt, stöðu lánsins gagnvart öðrum skuld- bindingum lántaka og fleira. Iðulega kemur fram í slík- um álitum að krafa lánveitanda standi að minnsta kosti jafnt (pari passu) í réttindaröð og aðrar ótryggðar kröf- ur á hendur lántaka. Umræðan snerist aðallega um hvort rétt væri að setja fyrirvara í álitið um að gjaldþrot lántaka geti raskað þessari röð. Einnig var rætt um skyldu lögmanns að láta lánveitanda vita ef lántaki væri gjaldþrota eða að verða gjaldþrota og lánveitandi gæti ekki vitað það. Þarna vegast á siðareglur og skyldur lögmanns við skjólstæðing sinn, lántakann. Sumir töldu sér skylt að láta vita. Annars gætu þeir orð- ið þátttakendur í að blekkja lánveitandann til að lána. Aðrir töldu að rétt gæti verið að setja fyrirvara inn í álit- ið um að lögmaðurinn hefði ekki kannað fjárhagslega stöðu lántaka og að álitið bæri að lesa með hliðsjón af því. Álitið ætti aðeins að vera „memorandum on legal issues“ en ekkert meira. Lögfræðiálit í þessari mynd eru lítið notuð á íslandi. Þau eru sérstaklega gagnleg þegar lánveitandi og lán- taki búa í sitt hvoru landinu. Þá er erfitt fyrir lánveit- andann að kanna stöðu lántaka og stöðu lánsins gagn- vart öðrum skuldbindingum lántaka. Álit lögfræðings í heimalandi lántaka er þá sú lausn sem er best. Vegna aukinna viðskipta Islendinga við aðrar þjóðir má búast við að íslenskir lögmenn þurfi í vaxandi mæli að gefa lögfræðiálit til erlendra lánastofnana og annarra er- lendra viðskiptaaðila. Islenskar lánastofnanir eru farn- ar að lána til erlendra aðila. í þeim viðskiptum notast þær við álit lögfræðings í heimalandi lántaka. En við lánveitingar innanlands geta lánastofnanir hérlendis oftast kynnt sér af eigin raun stöðu lántakans og þau önnur atriði, sem skipta máli. Þó ekki alltaf. Ég býst við að lánastofnanir muni framvegis krefjast þess í aukn- um mæli að lögfræðiálit liggi fyrir um atriði, sem þær sjálfar eiga erfitt með að kanna en nauðsynlegt er að hafa á hreinu áður en lán er veitt. Jón G. Briem. hrt anrli harfnast Lögmannablaðið 11

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.