Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 13
Stefán Pálsson, hrl. Áfrýjun einkamála Nokkur minnisatriði umfresti Eg tel, af gefnu tilefni, nauð- synlegt að birta hér örstutt minnisatriði varðandi þá fresti, sem huga þarf að við áfrýjun einkamála. Að undanförnu hef ég orðið var við að lögmenn hafa ekki fyllilega áttað sig á þeim breyting- um, sem gerðar voru á XXV. kafla einkamálalaganna um áfrýjun. Ný- verið ónýttust nokkur mál í Hæsta- rétti þar sem lögmenn áfrýjenda gættu þess ekki að skila áfrýjunar- stefnu, ágripi og greinargerð fyrir þann þingfestingardag, sem nefnd- ur var í áfrýjunarstefnu, eða sækja um frest. Þá höfðu sumir ekki gætt þess að halda frestbeiðnum við. Afleiðingarnar urðu þær að málin voru ekki þingfest. í ágúst 1994 dreifði L.M.F.Í. Stefán Pálsson, hrl ágætis bæklingi um áfrýjun mála til Hæstaréttar, sem Viðar Már Matthí- asson tók saman. Þar kemur flest fram, sem huga þarf að, en ég tel rétt að árétta nokkur atriði varð- andi fresti. Lögmaður áfryjanda: • Sækja um frest fyrir þingfestingar- dag sé ágripsgerð ekki lokið. Þetta er gert með einfaldri beiðni í simbréfi til Hæstaréttarritara. Venjulega áritar Hæstaréttarritari beiðnina um veitingu frests og símsendir um hæl. • Gæta þess að viðhalda frest- beiðnum. Lögmaður stefnda: • Tilkynna Hæstarétti fyrir þingfest- ingardag að honum hafi verið falið að halda uppi vörnum í máli. • Er tilkynning hefur borist frá Hæstaréttarritara um skil á grein- argerð fyrir stefnda, að sækja um frest, sé það nauðsynlegt. • Regla sem á alltaf við: Skoða strax vel hvort 'þörf er á að gagn- áfrýja. Nokkur minnisatriði um áfrýjun opinberra mála Embætti ríkissaksóknara hefur sent til skrifstofu L.M.F.Í. yfirlit um nokkur atriði er varða áfrýjun opinberra mála. Er yfirlit þetta birt hér í blaðinu, lögmönnum til glöggvunar: 1. Ákærði, sem hefur verið sakfelldur í héraði, getur áfrýjað dómi þegar refsing er varðhald eða fangelsi eða sekt og/eða eignaupptaka, er nemur hærri fjárhæð en áfrýjunarfjárhæð í einkamálum, sem nú er kr. 319-690. 2. Sé einungis um sektardóm að ræða og sekt lægri en ofangreindri áfrýjunarfjárhæð nemur verður áfellis- dómi aðeins áfrýjað að fengnu leyfi Hæstaréttar. Hafi ákærði ekki sótt þing í héraði og mál verið dæmt að honum fjarstöddum verður dómi aðeins áfrýj- að um lagaatriði eða viðurlög og að fengnu leyfi Hæsta- réttar. 3. Um áfrýjun og í hvaða skyni áfrýja má vísast til 147. gr., liða a-e, og 1. mgr. 149. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, sbr. lög nr. 37/1994. 4. Dómfelldi, sem óskar áfrýjunar, skal hafa lýst yfir áfrýjun dóms innan fjögurra vikna, p.e. innan 28 daga, frá birtingu dóms, í bréflegri tilkynningu til rík- issaksóknara. í tilkynningunni skal tekið nákvæmlega fram í hverju skyni sé áfrýjað, þ. á m. varðandi bóta- kröfur, ef því er að skipta. Sé um að ræða sakfellingu fyrir mörg ákæruefni þarf skilgreining á áfrýjun að taka til hvers þeirra fyrir sig. 5. Þurfi dómfelldi leyfi Hæstaréttar til áfrýjunar skal hann senda skriflega og itarlega rökstudda beiðni um það, sem berast þarf Hæstarétti innan sama frests, inn- an 28 daga frá birtingu dóms. Beiðninni skal beint til ríkissaksóknara ásamt tilkynningu um í hverju skyni áfrýjað sé. 6. Ríkissaksóknara og öðrum ákærendum er skylt að veita leiðbeiningar um gerð tilkynningar, ef eftir því er leitað, en jafnframt er þó þeim, sem í áfrýjunarhugleið- ingum eru, bent á að leita ráða hjá verjanda eða hjá lög- manni um framsetningu tilkynningar um áfrýjun eða beiðni um áfrýjunarleyfi. 7. Berist ríkissaksóknara ekki tilkynning ákærða um áfrýjun innan áfrýjunarfrests, innan 28 daga frá birt- ingu dómsins, skal líta svo á, að ákærði vilji hlíta hér- aðsdómi. Lögmannablaðið 13

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.