Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 14
Valborg Þ. Snœvarr, hdl. Gagnaöflun í forsjármálum Háskólaútgáfan gaf nú ný- lega út rit eftir Sigríði Ingv- arsdóttur, héraðsdómara, sem ber heitið „Gagnaöflun í for- sjármálum". Var eftir því óskað af hálfu ritnefndar Lögmannablaðsins að undirrituð ritaði örfá orð um rit þetta og var undirritaðri ljúft að verða við þeirri ósk. Valborg Þ. Snœvarr, hdl Bókin er 139 blaðsíður að lengd, þar af nemur heimildaskrá fimm blaðsíðum. Má ljóst vera af lestri heimildaskrárinnar sem og ritinu í heild að höfundur hefur víða leitað fanga við gerð ritsins og er fengur fyrir áhugamenn um forsjármál að heimildaskránni einni og sér. Tilgangur rits sem þessa hlýtur að vera sá að upplýsa og skýra þær réttarreglur, sem um efnið gilda, framkvæmd dómstóla á reglunum og að vekja athygli á vandamálum, sem efninu tengjast og jafnvel setja fram hugmyndir að því hvernig bæta megi úr. Verður að telja höf- undi hafa tekist vel upp á öllum þeim sviðum. Ef finna ætti að ritinu eru helst tvö atriði, sem vantar að mati und- irritaðrar. Höfundur lýsir ekki skoðun sinni um öll þau álitamál, sem til umfjöllunar eru - enda e.t.v. ekki við hæfi miðað við þá stöðu, er höfundur gegnir. Hefði undirrit- uð þó gjarnan viljað sjá skoðun höfundar á því hvort rétt sé að dómari leiti álits matsmanna í öll- um forsjármálum, sem fyrir dóm koma og þá á kostnað dómstóls- ins, eða hvort það sé fyrst og fremst aðila að fara fram á slíka álitsgerð. Er þetta nefnt hér, þar eð nokkur óvissa hefur ríkt um þetta atriði í reynd. Hafa dómarar á þessu mismunandi skoðanir, sem gerir lögmönnum erfitt um vik við að upplýsa skjólstæðinga sína um hvemig málum þessum sé í raun háttað. Álitsgerðir þessar eru kostnaðarsamar og aðilar geta í mörgum tilvikum alls ekki staðið straum af þeim kostnaði, sem öflun álitsgerðar hefur í för með sér og hefur þetta atriði því mikla hagnýta þýðingu. Þá fjallar höfundur ekkert um gagnaöflun í málum, sem snúa að forsjá barna til bráðabirgða, en undirritaðri hefði þótt rétt að víkja að þeim þætti að einhverju leyti. Að minnsta kosti hefði mátt koma að því, með hverjum hætti gagna- öflun horfði öðmvísi við í þess konar málum og í því fælist um leið leiðbeining um hvernig standa beri að verki við slíka gagnaöflun lögmanna. Höfundur vekur athygli á þörf fyrir reglur, sem að matsgerðum snúa, hvenær leita beri matsgerða, með hverjum hætti, sem og um framkvæmd. Telur höfundur jafn- framt æskilegt að setja fram reglur um vinnu sérfræðinga í málum þessum. Telur hún upp á bls. 130 dæmi um til hverra atriða slíkar reglur skuli taka. Vantaði að mati undirritaðrar eitt atriði þar inn í, um samskipti sérfræðinga og lög- manna, en um það atriði getur margt verið óljóst. Höfundur fjallar með ítarlegum hætti um flest þau atriði, sem máli skipta varðandi efnið og er ljóst að hér er komið grundvallarrit fyrir alla þá, er kynna vjlja sér hina af- brigðilegu meðferð, sem mál þessi sæta, en gagnaöflunin og hlutverk dómara þar er auðvitað eitt stærsta sérkenni mála þessara. Höfundur íjallar með ítarlegum hætti um ým- islegt er að matsmönnum snýr og hlýtur umfjöllun þessi að vera þeim sérfræðingum, sem að mál- um þessum starfa, mikill fengur. Þá þótti undirritaðri kaflinn um sönn- unarfærslu og mat sönnunargagna athygliverður. Kemur m.a. fram sú afstaða höfundar, að dómari taki ekki afstöðu til sönnunargildis að- ilaskýrslna og að dómarar forðist að taka afstöðu til ávirðinga aðila á hvern annan, að því marki sem Frá laga Nokkur lagafrumvörp og þingsályktunartillögur hafa borist félaginu í haust til umsagnar og hefur laganefnd, að beiðni stjórnar L.M.F.Í., séð um að semja umbeðnar umsagnir. Verður hér lítillega greint frá efni tveggja umsagna nefndarinnar. Fmmvarp til fasteignasölulaga l frv. til laga um fasteigna-, fyrir- tækja- og skipasölu er gert ráð fyrir því nýmæli í lögum, að einungis fasteigna- og skipasala sé heimilt að hafa milligöngu vegna kaupa og sölu á fyrirtæki, sem stundar virðis- aukaskattsskylda starfsemi. í um- sögn laganefndar er bent á að ákvæðið sé að ýmsu leyti óljóst og þyrfti nánari skoðunar við, m.a. vegna spurningarinnar um hvort eðlilegt væri að takmarka þennan einkarétt, ef hann teldist eiga rétt á sér, við sölu virðisaukaskattsskyldra fyrirtækja. Einnig vegna þess að ekki væri skilgreint hvað fælist í kaupum eða sölu á fyrirtæki, þ.e. hvort ákvæðið ætti einungis við þegar fýrirtæki væri selt í heild sinni 14 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.