Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 17
Auka-aðalfundur 15. desember 1944 „Þeir, sem muna þá daga, er fé- lagið hóf göngu sína, hafa skýrt svo frá, að sá hafi þá verið háttur málflutningsmanna, að torvelda hver öðrum störfin sem mest. Lítil- fjörlegir formgallar, t.d. ef innsigli stefnuvotta vantaði undir birting- arvottorð, voru notaðir til þess að málum yrði vísað frá dómi. Mót- mceli gegn umboði þóttu sjálfsögð og ekki þótti ástceða til að mceta í nokkrum rétti án stefnu og fyllsta stefnufrests. Ef til vill er þetta eitt- hvað orðum aukið, en það mun ekki vera mikið. Sama er að segja um orðbragðið í sóknar- og varn- arskjölum. Mikill hlutiþeirra voru þersónulegar meiðingar, háð og hótfyndni. Er sagt að þessi venja í öllu orðbragði vœri orðin svo rík, að almenningur hafi varla talið mál sómasamlega flutt, nema málflutningsmennirnir vceru sektaðir fyrir meiðyrði. Og ósektaður málflutningsmaður átti fárra skjólstceðinga völ. “ „Þess ber að gceta, að þegar fé- lagið var stofnað og lengi fram eftir árum þess litu flestir á mál- fíutningsstarfið sem bráðabirgða- starf er hlauþið var í og baslast við - oft ásamt nokkrum óskildum störfum -, þar til lífvcenlegra og ör- uggara lífsstarf bauðst. Af þessu sjónarmiði leiddi að festan í starfi félagsins og tilfinning félags- manna fyrir sameiginlegum heiðri og hagsmunum hlaut að verða minni en ella.... Við vöggu þess varþví naumast hcegt að láta sig dreyma um að það vceri til nokkurra stórrceða fcett." (Mál- flutningsmannafélag íslands 25 ára - Theodór B. Líndal) Þannig er ástandinu lýst hjá þeim lögfræðingum, sem stunduðu málflutningsstörf um það leyti sem Málflutningsmannafélag íslands var stofnað árið 1911, fyrir 85 árum síðan. Óhætt er að segja að sitt- hvað hafi breyst frá þessum tíma, bæði að því er félagið sjálft varðar og lögmannastéttina sem slíka. Ekki er hér ætlunin, að rekja sögu félagsins og stéttarinnar í 85 ár, þótt fyllilega sé tímabært að huga að slíkri söguritun. Hins vegar get- ur verið fróðlegt að staldra við ein- hvers staðar á löngum starfstíma félagsins og sjá um hvað var fjallað á fundum þess fyrr á öldinni. Fyrir valinu hefur orðið að birta fundar- gerð frá lýðveldisárinu, 1944, nán- ar tiltekið fundargerð framhalds- aðalfundar félagsins, þess þriðja í röðinni á þvi ári auk venjulegs að- alfundar, en fundur þessi var hald- inn 15. desember það ár. Á þessum fundi var samþykktum félagsins breytt og þar á meðal heiti félags- ins breytt í núverandi heiti. Auk þess var á fundinum fjallað nokk- uð um aðstöðu dómstólanna, en bætt kjör dómara og starfsaðstaða þeirra hefur frá öndverðu verið eitt af hugðarefnum lögmannastéttar- innar í landinu. Úr gerðarbók L.M.F.Í.: Ár 1944, föstudaginn ,15. desem- ber var aukaraðalfundur M.F.Í. sett- ur að Hótel Borg. Formaður setti fundinn og kvaddi til sem fundar- stjóra Ingólf hdl. Jónsson, en hann skiþaði Bjarna Bjarnason fundarrit- ara. Fundarstjóri rannsakaði fundar- boðið og reyndj^t .fundurinn lög- lega boðaður..... Fyrst lá fyrir frumvarp til sam- þykkta félagsins, eins og það var samþykkt á fundi ó. þ.m. Einar B. Guðmyndsson, hrl., kvaðst telja rangt að breyta nafni félagsins svo og að fella niður 3. mgr. 17. gr. laganna frá 1941. Sigurður Ólason hrl. taldi ástæðulaust fyrir félagið að hafa af- skipti af skrifstofutíma félags- manna og a.m.k. veita þeim, sem sérstaklega stæði á fyrir heimild til fráviks. Loks kvaðst og mótfallinn nafnbreytingu. Formaður kvað nafnbreytingu rétta skv. lögum tungunnar og landslögum, enda þýddi orðið mál- flutningsmenn nú „Lommepro- kuratörer" skv. lögum. Þá kvað hann óþarft að taka í samþykktir félagsins refsiheimild landslaga. Loks kvað hann ákvæðið um lok- unartíma sett í samþykktir til að koma í veg fyrir óheiðarlega sam- keppni. Sigurður Ólason, hrl., kvaðst ekki þekkja til óheiðarlegrar sam- keppni meðal félagsmanna þótt skrifstofutími þeirra héldist óbreytt- ur og bar fram svohljóðandi brttill. við 4. gr. frv.: „Greinin orðist svo: Félagsmenn skulu hafa góða samvinnu sín á milli og fylgja sömu reglum um borgun fyrir störf sín.“ Fundarstjóri bar nú undir at- kvæði ... (hér er sleppt upptaln- ingu á hvernig atkvæði féllu um einstaka greinar). Nú bar formaður fram till. sam- hljóða fyrrgreindri brt.till. Sig. Óla- sonar, er yrði 4. gr. samþ. og breyttist greinatalan aftur sam- kvæmt því. Tillagan var samþ. með öllum atkv. og frv. í heild svo breytt samþ. með öllum atkvæðum sem: Samþykktir Lögmannafélags íslands. Var þá tekið íyrir næsta mál á dagskrá: gjaldskrárbreytingar. Lagt var fram frumvarp nefndar þeirrar, sem kjörin var á síðasta fundi til að samræma framkomnar brt.till. Umræður urðu engar og var þegar gengið til atkvæða. (Hér er Lögmannablaðið 17

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.