Málfríður - 15.05.1988, Síða 36

Málfríður - 15.05.1988, Síða 36
hendingu einni saman menningar- efni sem hluta af námsefni í tungu- málanámi. Hvers vegna í ósköpun- um á þá frekar að lesa smásögu um krakka í London heldur en í Prag, Angmagssalík eða Río de Janeiro? Spyrja má hvaða menningarsvæða nemendur okkar eru líklegir til að þekkja hvað minnst til. Síðustu rök mín snerta ensku e.t.v. nánar en hin tungumálin sem tilheyra STÍL en flest það sem ég segi á einnig við um önnur tungu- mál. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er enska orðin e.k. heims- mál. Nemendur okkar geta seinna meir þurft að nota hana í samskipt- um við t.d. Rússa, Spánverja, Jap- ani og Guð veit hvaða þjóðir. Eigum við þá ekki alveg eins að kenna um menningu allra þessara þjóða á þess- um þrem árum sem við höfum til ráðstöfunar í grunnskóla og innan þessara tólf skyldueininga í fram- haldsskóla sem ætlaðar eru fyrir enskunám? Og hvar endar það? Væri ég að skrifa námsskrá mundi ég alla vega ekki treysta mér til að velja úr allri þessari menningu fyrir aðra kennara í landinu. Ekki verður valið auðveldara þótt maður vilji halda sig við menningu upprunalega tungu- málsins. Hvaðan kom t.d. enskan? Frá Danmörku og Norður-Þýska- landi með víkingunum? Frá Ítalíu fyrir áhrif Rómverja, kaþólsku kirkjunnar og endurvakningarinn- ar? Eigum við sjálf að eyðileggja öll rök fyrir því að kenna bandarískt efni jafnframt hinu breska? Ef við göngum nógu langt í röksemdafærsl- unni þá falla um sjálf sig rök þýsku- og frönskukennara fyrir því að kenna þýsku og frönsku í skólum vegna þess að þessi mál eru töluð á mun fleiri stöðum en bara í Þýska- landi og Frakklandi. Það væri ekki fallega gert við félaga okkar í STÍL. Að lokum: Afstaða mín er mild um leið og hún er skýr. Gerum aldrei að skyldu og strikum út sem fyrst þau fyrirmæli sem slysast hafa inn í námsskrá um að tungumála- kennarar eigi að kenna um menn- ingu og þó sérstaklega að þeir eigi að kenna um menningu einhverrar ákveðinnar þjóðar frekar en annarr- ar. Látum þá og nemendur þeirra ákveða það sjálfa. Brennum Karþago strax. Kveðjur frá landsbyggðinni, menningarsvæðinu Austurlandi, Philip Vogler Menntaskólanum á Egilsstöðum. Þeir sem eru í námi þekkja fjárskort býsna vel, sumartekjurnar hrökkva skammt og biðin eftir námslánum getur orðið löng. Með Skólaveltu er Samvinnubankinn fyrstur banka með ágæta lausn á þessum vanda. Þú þarft einfaldlega að gera við okkur samn- ing um reglulegan sparnað á Skólabók í tiltek- inn tíma, þannig ávinnur þú þér lánsréttindi eftir ákveðnum reglum. Lánstíminn er mjög sveigjanlegur og þú átt lánsréttindin í allt að níu mánuði frá lokum sparnaðar, þótt þú hafir tekið út innstæðuna. Þér er einnig heimilt að safna saman láns- réttindunum í allt að þrjú sparnaðartímabil og ávinna þér þannig aukin réttindi. Það borgar sig að vera forsjáll, ávaxta sumar- launin og tryggja afkomuna næsta vexur. Hringdu eða líttu inn til okkar og kynnxu þér kosti Skólaveltunnar nánar. <ólabók i nami ............i 36

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.