Málfríður - 15.10.1989, Qupperneq 20

Málfríður - 15.10.1989, Qupperneq 20
Magnús Kristinsson: TÖLVUR VK> KENNSLU ERLENDRA MÁLA? Magnús Kristinsson er þýskukennari við Mennta- skólann á Akureyri. Fjölmargir málakennarar sem og aðrir nota tölvu til að létta sér dagleg störf, til að setja og varðveita texta, verkefni og próf, til að skrá nemend- ur, einkunnir, heimildir o.s.frv. Ef við gluggum í erlenda námsefnis- lista, t.d. frá Longman eða Langen- scheidt, sjáum við að einnig er fáan- legt efni til kennslu erlendra tungu- mála þar sem tölvur eru notaðar í kennslu erlendra tungumála. Ólíklegt þykir mér að tölvan ein sér eigi eftir að valda byltingu í mála- kennslu. Þó finnst mér sjálfsagt að við málakennarar reynum að fylgjast með þessari þróun sem annarri á okk- ar starfssviði, en afneita ekki hugsan- legum kostum þessa miðils. Því aðeins að við fylgjumst með getum við leið- beint og ráðlagt þeim sem til okkar kynnu að leita og verið tilbúin að nýta okkur þennan nýja miðil. Dagana 1,—3. október 1987 var haldin í Heidelberg svokölluð GAL- ráðstefna á vegum „Gesellschaft fúr angewandte Linguistik” um mögu- leika á að nýta tölvur í málakennslu. Ráðstefnu þessa átti ég kost á að sækja. Þátttakendur voru hátt á ann- að hundrað áhugamenn og sérfræð- ingar um þetta efni, rúmlega helming- ur frá V-Þýskalandi, en aðrir úr ýms- um heimshlutum. M.a. var sýnt og kynnt margs konar efni frá ýmsum löndum ásamt tæknilegum nýjungum sem flestar virðast þróaðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Á næstliðnum tveim árum hef ég viðað að mér ýmsu um þetta efni, bók- um, bæklingum og tímaritsgreinum. Einnig gafst mér kostur á að sækja heim nokkra einstaklinga og stofnan- ir í V-Þýskalandi, sem hafa fengist við gerð kennsluefnis eða notað tölvur við kennslu tungumála. Sumt efni hef ég séð í notkun, en prófað annað sjálfur. SÖGULEG ÞRÓUN Byrjað var að þróa tölvuefni til að æfa erlend tungumál upp úr 1960. Þá voru málver í örri þróun. Ókjör voru samin af stöðluðu „drill”-efni til þess að æfa munnlega í málastofunum. Lá þá beint við að æfa sömu hluti „skrif- lega“ (þ.e. fylla út eyður, gefa svör við spurningum o.þ.h.) með hjálp tölva. Ýmis tölvufyrirtæki og einstaklingar hafa sett slíkt efni á markað. Fram á síðustu ár átti yfirgnæfandi meirihluti þessa efnis það sameiginlegt að höf- undar þess voru í besta falli tölvufróð- ir, en höfðu sjaldnast aðra reynslu né þekkingu af tungumálakennslu en þá er þeir höfðu hlotið sem skólanemend- ur á sjöunda og áttunda áratugnum. Staðlaða ,,drill“- aðferðin áður- nefnda rann sitt skeið sem ein aðalað- ferð í tungumálakennslu, enda fljótt ljóst að hún ein sér skilaði ekki full- nægjandi árangri. í sumum löndum, svo sem í V-Þýskalandi og að nokkru á Norðurlöndum, færðu margir kenn- arar vonbrigði sín með þessa æfinga- aðferð yfir á tungumálastofuna sem æfingamiðil. Annars staðar, svo sem í Sovétríkjunum, Frakklandi og í Banda- rfkjunum, hélt málverið áfram að þró- ast sem einn kennslumiðiil erlendra mála. Fram á þennan áratug urðu hins vegar örlög málakennsluefnis fyrir tölvur þau að staðna á stigi sjöunda áratugarins, meðan annað kennslu- efni þróaðist ört, burt frá stöðluðum „drill“-æfingum í átt að frjálsari, opn- ari og meira skapandi málnotkun, skriflegri, en þó einkum munnlegri. Nú á síðustu árum hafa þó ýmsir unnið eftir öðrum nótum og tekið mið af áherslu- og aðferðabreytingum í málakennsiu. Sem dæmi hefur verið þróað efni til að örva samtöl í smá- hópum. Einnig annað, sem byggir ekki á þöglum samskiptum nemenda við skjáinn, heldur einnig munnleg- um „samtölum" þeirra með hjálp hljóðnema og hátalara. í Bandaríkjun- um hefur athyglisverður árangur náðst með því að tengja saman tölvur og myndskífur. Sú tækni gerir mögu- legt að líkja eftir nánast hvaða aðstæð- um sem er. ER TIL TÖLVUEFNI SEM HENTAR MÉR? Tölva er eins og hver önnur vél. Án hugbúnaðar er hún jafn gagnslaus og bókarkápa án innihalds eða segul- bandstæki án spólu. Kennsluefnið sjálft skiptir höfuðmáli, en ytri um- búnaður eða miðill þess getur hentað efninu, nemendum og öðrum aðstæð- um misvel. Kennari sem íhugar að taka nýjan kennslumiðil í notkun hlýtur að velta fyrir sér eftirfarandi spurningum: Hvaða kosti býður hann umfram þær aðferðir sem ég nota nú þegar? Hverjum hentar hann og við hvaða aðstæður, bekkjarkennslu, heimanám, sjálfsnám? Á markaðnum er úrval af stöðluðu „drill“-efni og öðru efni til að æfa mál- fræði og orðaforða, sem er að sönnu afar misjafnt að gæðum. Og þótt þess konar efni skipi ekki lengur höfuð- sess í málakennslu, verður það vænt- anlega notað áfram til að þjálfa ýmsa þætti málsins. Þó verður þetta efni að líkindum notað meira í máli með flóknu beygingakerfi eins og þýsku en t.d. í ensku. Fyrir þá sem hugnast vinna við tölvu virðist mér hún geta haft ýmsa kosti hvað þennan þátt varð- ar. Endurtaka má æfingar eða æfinga- hluta eftir vild, gott forrit leiðbeinir, gefur reglur til hjálpar og svarar spurn- 20

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.