Málfríður - 15.10.1989, Síða 22
fylla má þau út með textum sem fengist
er við hverju sinni eða öðrum um
sama efni. Á skjánum birtist hins veg-
ar texti með eyðum (sjá mynd). Hlut-
verk nemendanna er að endurskrifa
textann. Fljótt komast þeir upp á lag
með að byrja á algengum smáorðum,
greinum og þess háttar, en sé giskað á
rétt orð, fylla flest þessara forrita orð-
in út alls staðar þar sem þau koma fyr-
ir. Sum taka einnig við forskeytum og
endingum orða. Einnig er hægt að
láta nemendur sjálfa semja texta í
tveggja til þriggja manna hópum. Aðr-
ir hópar fá svo textann til að endur-
skrifa.
LOKAORÐ
Það yrði of langt mál að telja upp
mismunandi æfingaefni í erlendum
málum, sem hefur verið samið eða
verið er að þróa fyrir tölvur sem
kennslumiðil. Aldrei var ætlun mín
en að benda á að þarna er um áhuga-
verða þróun að ræða. Ég ætla að leyfa
mér að ljúka þessu spjalli með því að
gefa upp titla á nokkrum nýlegum
bókum og greinum sem ég hef séð
um þetta efni og tel mig geta mælt
með.
Bernd Riischoff: Fremdsprachenunterricht
mit computergestútzten Materialien: did-
aktische Uberlegungen und Beispiele,
Max Hueber Verlag, Munchen.
Christopher Jones and Sue Fortescue: "Using
Computers in the English Language Class-
room", Longman, Sept. 1986.
Computergestutzter Fremdsprachenunter-
richt, ein Handbuch, Langenscheidt Red-
aktion, 1985.
Davies, N.F.: "Getting Started with Micro-
computers — a Practical Beginner's Guide",
grein í tímaritinu SYSTEM 13, 1985, s.
119—132, Pergamon Press.
Fremdsprachen und Computer, Deutscher
Volkshochschul-Verband e.v., Bonn
1987. Dreifing: Adolf-Grimme-Institut,
Eduard-Weitsch-Weg 25, D-4371 Marl.
SYSTEM (tímarit) 14 (1986) 2: Theme Issue:
Computer-assisted Language Leaming: A
European View. Guest Editor: John Higg-
ins. Pergamon Press, U.K.
Af dreifingaraðilum tölvukennsluefn-
is í tungumálum má nefna:
CALICO, 3078 JKHB, Brigham Young Uni-
versity, Provo, UT 84602, U.S.A.
E F D 20, allée Butte de Rheims, F-91120
PALAISEAU
Goethe-Institut, Ref. 41, Kaulbachstr. 91,
D-8000 Múnchen 40.
Intus lern-Systeme, CH 6981 Astano, Schweiz.
Wida Software, 2 Nicholas Gardens, London
W5 5HY, U.K.
Nokkur námsbókaforlög auglýsa einnig
tölvunámsefni í bæklingum si'num.
NÁMSKEIÐ í GRENOBLE
í júlímánuði síðastliðnum tók undir-
rituð þátt í fjögurra vikna námskeiði
sem haldið var fyrir frönskukennara í
borginni Grenoble í Frakklandi og
naut til þess styrks frá franska ríkinu
og Félagi frönskukennara á íslandi.
Háskólinn í Grenoble er kenndur við
franska rithöfundinn Stendahl sem
lengi bjó í borginni. Sem mennta-
stofnun stendur háskólinn á gömlum
merg og tók snemma frumkvæðið í
frönskukennslu fyrir útlendinga og
endurmenntun frönskukennara víða
að úr heiminum. Á hverju sumri eru
haldin þar umfangsmikil námskeið
fyrir erlenda stúdenta og frönsku-
kennara og er það mál margra að þar
sé mjög vandað til allra hluta er varða
fræðslu og ýmis nýmæli í frönsku-
kennslu.
FYRIRKOMULAG NÁMSKEH9S
Kennsludeginum var skipt í þrjár
90 mínútna kennslulotur, tvær að
morgni og eina síðdegis. Þegar kom
að því að velja sér námskeið var úr
vöndu að ráða fyrir marga, því að
fyrir hverja kennslulotu stóðu til boða
ekki færri en 10 mismunandi nám-
skeið. Ég hafði hins vegar ákveðið fyr-
ir fram að mig langaði til að kynnast
notkun myndbanda í kennslu svo að
ekkert hik var á mér í sambandi við
fyrstu kennslustund dagsins. Einnig
valdi ég námskeið sem nefndist Per-
fectionnement oral og miðaði að því
að þjálfa nemendur í að tala. Þriðja
námskeiðið sem ég valdi var um
franska nútímamenningu og var það í
fyrirlestraformi.
MYNDBÖND
Kennslan í myndbandanotkun var í
höndum frábærs kennara sem heitir
Rosalba Rolle-Harold. Flestir þátttak-
enda bjuggust við að kynnast fjöl-
breyttu tilbúnu kennsluefni fyrir
myndband sem mikið hefur verið
framleitt af bæði í Frakklandi og víðar
en ekki varð úr því enda kvaðst Mme
Rosalba löngu vera hætt að nota slíkt
tilbúið efni. Hún taldi sig ekki ná veru-
legum árangri með því, en hún kennir
erlendum stúdentum frönsku að vetr-
inum. Aðferð hennar var að taka ýmis-
legt úr dagskrám sjónvarps og laga að
kennslunni. Fréttaviðtöl, fréttaþættir,
auglýsingar, kvikmyndir og stuttar
kvikmyndir (court-métrage) var meðal
þess sem hún sýndi okkur hvernig
nota mætti með góðum árangri við
kennslu. Allt var þetta sett fram á
skipulegan og skemmtilegan hátt, en
fyrir okkur sem búum hér norður frá
eru heldur óhæg tökin hvað varðar
franskt sjónvarpsefni og því litlar
líkur á að beinn árangur verði af þess-
um kynnum mínum af myndbanda-
notkun við kennslu. Þó mátti vel læra
af því hvernig kennarinn notaði t.d.
kvikmyndir í kennslu — hvernig hún
sýndi stutta einangraða kafla myndar-
innar og lét okkur „nemendurna"
finna tengslin á milli þeirra, bera sam-
an mismunandi persónur við líkar að-
stæður svo og háttalag einnar per-
sónu við ólfkar aðstæður. Einnig
mætti láta lýsa landslagi, umhverfi
eða kringumstæðum persónanna. Góð
regla væri að undirbúa sýningu mynd-
arinnar með því að kynna helstu per-
sónur og segja lauslega frá efni
myndarinnar. Loks mætti láta nem-
endur skrifa ritgerð um myndina í
heild eða hluta hennar, lýsa persónu
hennar eða ytri umgerð. Og síðan en
ekki síst mætti láta bera saman það
22