Málfríður - 15.05.1992, Blaðsíða 24

Málfríður - 15.05.1992, Blaðsíða 24
NÝ KENNSLUBÓKí FRÖNSKU - ESPACES Bók þessi er nú kennd í nokkrum framhaldsskólum á íslandi. Höfundar bókarinnar eru Guy CAPELLE og Noélle GIDON og kom hún út hjá Ha- chutte, árið 1990. Með bókinni fylgja æfingabók, tvær hljóðsnældur og kennarahandbók. Hér á eftir fer stutt lýsing á bókinni og vonum við að það megi koma ein- hverjum að gagni við val á nýrri kennslubók. Fyrsta heftið, ESPACES 1, skiptist í 12 kafla, sem hverer 14 bls. I hverjum kafla er tekið fyrir ákveðið þema og skiptist hver kafli í 3 hluta: 1. Undirbúningur (Informations/ préparation) 2. Talþjálfun (Paroles) 3. Lesskilningur og ritun (Lectures/écritures) I fyrsta hlutanum er gengið út frá texta sem tengist þema kaflans. í þess- um hluta fá nemendur kynningu á þemanu og þar eru sett fram öll þau at- riði sem nauðsynlegt er að kunna til að geta tekist á við annan og þriðja hluta. Þessi grunnatriði eru þjálfuð með ýmiss konar æfingum (hlustunar- æfingum, málfræðiæfingum, talæfing- um, lesskilningsæfingum, ritæfingum) í kennslubók og æfingabók. í öðrum hluta kaflans er gengið út frá myndasögu. Nemendur hlusta á söguna, lesa hana og gera sfðan æfing- ar við hana (hlustunaræfingar, fram- burðaræfingar, talæfingar). 1 þessum hluta er aðaláherslan lögð á tal og hlustun og þar er t.d. að finna hlut- verkaleiki. í myndasögunni, sem er framhaldssaga, fá nemendur einnig upplýsingar um land og þjóð. í þriðja hlutanum eru si'ðan lestextar af ýmsu tagi með æfingum sem undir- búa lestur þeirra og prófa lesskilning. Einnig eru þar ritunarverkefni með ákveðnum fyrirmælum sem leiða nemandann áfram í verkinu. Á eftir þriðja hlutanum kemur fram- haldssaga „Mémoires d’ordinateur", sem hugsuð er sem frjáls lestur. Á si'ðustu blaðsíðu hvers kafla eru lit- myndir og upplýsingar um ýmsa þætti franskrar menningar sem tengjast þema kaflans og á eftir þriðja hverjum kafla er upprifjun úr undanfarandi köflum í formi ýmissa verkefna. Málfræði hvers kafla er sett fram í litskyggðum töflum. Aftast fbókinni er stutt málfræðiágrip og tafla með sagn- beygingum. Auk þess er orðalisti á 5 mismunandi tungumálum, þ. á m. ensku. í æfingabókinni er að finna margar og fjölbreyttar æfingar til þess að þjálfa ennfremur þau atriði sem farið hefur verið t' í lesbókinni. Annað heftið, ESPACES 2, er svipað að uppbyggingu og það fyrra nema við hvern kafla bætast tvær síður, önnur sem kallast „Littérature” og er lausleg kynning á frönskum bókmenntum, en sú síðari ber yfirskriftina „Vie prati- que” og inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar um daglegt líf í Frakk- landi. Bækurnar eru prýddar fjölda fallegra litmynda. Ingunn Garðarsdóttir, F.A. Jóhanna Hálfdánsdóttir, F.V.A. Námskeið um námskrárgerð Dagana 24.-28. ágúst verður haldið námskeið í námskrárgerð fyrir tungumálakennara á báðum skólastigum. Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarstofnunum H.í. og K.H.Í. 24

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.