Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Side 2
Kópavogsblaðið2 Föstudagur 20. maí 2016
Kópavogsblaðið slf
Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson
Sími: 899 3024
Netfang: audun@kopavogsbladid.is
Heimasíða: www.kopavogsbladid.is
Hönnun: Guðmundur Árnason
Prentun: Landsprent
Dreifing: Póstdreifing
Ritstjórnarstefnan er eftirfarandi: Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni
samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á
skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog
að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja.
Kópavogsblaðinu er dreift frítt í öll hús í Kópavogi
Næsta blað kemur út 3. júNí
skil á auglýsiNgum og efNi í blaðið er fyrir 31. maí
Fullt af hug-
myndum
Hreinsunar-
dagur í
Engihjalla
Leiðrétting
Okkar kópaVOgur
BæjarmOlar
heildarlausnir í rekstri húsfélaga
Situr þú uppi með húsfélagið?
Er aðalfundur framundan?
Er þörf á viðhaldi?
Eru framkvæmdir framundan?
Er húsfélagið þitt hausverkur?
Þau leiðu mistök urðu í síðasta Kópavogsblaði að ranglega var
greint frá nafni í myndatexta í um-
fjöllun um Valdimar Kristinn Valdi-
marsson. Á meðfylgjandi mynd er
Magnúsina Brynjólfína Valdimars-
dóttir ásamt bróðir sínum, Valdimar,
en ekki eiginkona hans Rósa Sigur-
björg Sigurjónsdóttir, eins og rang-
lega var sagt í síðasta blaði. Beðist er
velvirðingar á þessu.
-ritstj.
Á morgun, laugardaginn 21. maífrá klukkan 10-14, verður hreins-
unardagur í Engihjalla með grilli,
hoppuköstulum og öllu tilheyrandi.
Hagsmunasamtök Efstahjalla ætla
einnig að vera með hreinsunardag
hjá sér á sama tima. Það má búast
við litríkum og skemmtilegum degi
í Engi- og Efstahjalla.
Waldorfskólarnir
25 ára
Rafbíll í þjónustu
Kópavogsbæjar
afmæli
græjan
Waldorfleikskólinn Ylur og Waldorfskólinn Lækja-botnum fagna nú 25 ára
starfsafmæli. Leikskólinn hóf starf-
semi sína í Kópaseli í Lækjarbotnum
í desember árið 1990 og varð því
fullra 25 ára á þessu starfsári. Skól-
inn tók til starfa í september 1991
og er því að ljúka 25. starfsári sínu.
Hátíð af því tilefni verður haldin í
Þjónustumiðstöð Kópavogs hefur tekið í notkun rafbíl og er það fyrsti rafbíllinn sem tekinn
er í notkun hjá Kópavogsbæ. Bílinn
Fjölmargar hugmyndir eru komnar fram hjá bæjar-búum um hvernig gera megi
góðan bæ betri á vefnum: Okkar
Kópavogur. Vinsælustu hugmynd-
irnar sem komið hafa fram, þegar
við litum á stöðuna síðast, voru:
- Bætt leiktæki og leikaðstaða
við Salaskóla.
- Útibú frá bókasafni Kópavogs í
Kórahverfið.
- Sundlaug í Kórnum.
- Leiksvæði og útigrill í
Fossvogsdal í anda þess sem
má finna í Kjarnaskógi á
Akureyri.
- Útibú frá Tónlistarskóla.
Kópavogs í Kórahverfið.
Einnig má nefna áhugaverðar hug-
myndir eins og:
- Betri aðstaða fyrir börn í
Salalaug.
- Kaffihús í Kópavogsdal.
- Endurgera Hamraborg og gera
umhverfið aðlaðandi og fallegt.
- Fá hönnuði að borðinu.
Þá má nefna hugmyndir eins og
að fá framhaldsskóla í austurhluta
Lækjarbotnum laugardaginn 21. maí
með fjölbreyttri dagskrá frá hádegi
og frameftir kvöldi. Meðal þess sem
verður á dagskránni er kynning á
skólastarfinu, handverkssýning og
önnur nemendavinna, eldbakaðar
pitsur, göngur með leiðsögn, leikir,
kaffisala, dansleikur og söngur við
varðeldinn um kvöldið.
Kópavogs; hundagerði í Fossvogsdal,
skautahöll í Kópavog, kaldan pott í
Kópavogslaug og að fá hjólatengingu
úr Engihjalla á Dalveg.
Fyrsti hluti verkefnisins snýst um
að setja inn hugmyndir að verkefn-
um og stendur hann yfir til 31.maí.
Hægt er að kjósa áfram verkefni fyrir
þá upphæð sem hverju hverfi hefur
verið úthlutað. Íbúar geta aðeins
kosið í einu hverfi af fimm.
Alls verða 20 hugmyndum frá íbú-
um settar í forgangsröðun í hverju
hverfi í haust. Matshópur fer yfir allar
innsendar tillögur, kostnaðarmetur
og stillir upp til kosninga. Öllum er
frjálst að leggja inn hugmyndir að
verkefnum en aðeins íbúar með
skráð lögheimili í Kópavogi geta
kosið verkefni áfram, aðeins er hægt
að kjósa verkefni í einu hverfi. Ekki er
um að ræða íbúakosningu í skilningi
sveitastjórnarlaga. Framkvæmdir
verkefna sem íbúar velja áfram í for-
gangsröðun fara fram á tímabilinu
október 2016 til október 2017.
Sjá nánar:
www.kopavogur.is/okkarkopavogur
EFLUM ÍBÚALÝÐRÆÐI Í BÆNUM
2
Mættu á íbúafund í þínu hverfi
og tryggðu þinni hugmynd
brautargengi.
Kosið verður um allt að 10
hugmyndir frá hverjum fundi.
• Smáraskóli. Íbúar í Smárahverfi,
23. maí kl. 17:00
• Álfhólsskóli, Hjalli. Íbúar í skólahverfi
Álfhóls-, Snælands- og Kópavogs-
skóla, 25. maí kl. 17:00
• Kársnesskóli, Vallargerði.
Íbúar á Kársnesi, 26. maí kl. 17:00
Í haust kjósa íbúar 16 ára og eldri
um forgangsröðun hugmynda í Kópavogi.
www.kopavogur.is/okkarkopavogur
KOSNING
#okkarkopavogurwww.kopavogur.is/okkarkopavogur
1 HUGMYNDLeggðu fram hugmynd að verkefni í þínu hverfi. Þú getur komið henni á framfæri á íbúafundi eða á vefsíðu verkefnisins: www.kopavogur.is/okkarkopavogur
3 FRAMKVÆMDVið heumst strax handa! Fylgstu með framkvæmdunum á vef verkefnisins að kosningu lokinni í haust.
ÍBÚAFUNDIR
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
62
43
8
EFLUM ÍBÚALÝÐRÆÐI Í BÆNUM
2
Mættu á íbúafund í þínu hverfi
og tryggðu þinni hugmynd
brautargengi.
Kosið verður um allt að 10
hugmyndir frá hverjum fundi.
• Smáraskóli. Íbúar í Smárahverfi,
23. maí kl. 17:00
• Álfhólsskóli, Hjalli. Íbúar í skólahverfi
Álfhóls-, Snælands- og Kópavogs-
skóla, 25. maí kl. 17:00
• Kársnesskóli, Vallargerði.
Íbúar á Kársnesi, 26. maí kl. 17:00
Í haust kjósa íbúar 16 ára og eldri
um forgangsröðun hugmynda í Kópavogi.
www.kopavogur.is/okkarkopavogur
KOSNING
#okkarkopavogurwww.kopavogur.is/okkarkopavogur
1 HUGMYNDLeggðu fram hugmynd að verkefni í þínu hverfi. Þú getur komið henni á framfæri á íbúafundi eða á vefsíðu verkefnisins: www.kopavogur.is/okkarkopavogur
3 FRAMKVÆMDVið heumst strax handa! Fylgstu með framkvæmdunum á vef verkefnisins að kosningu lokinni í haust.
ÍBÚAFUNDIR
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
62
43
8
er lítill pallbíll sem nýttur verður
til að hreinsa rusl við göngu- og
hjólastíga auk þess sem háþrýs-
tidæla sem fylgir bílnum þýðir að
hann nýtist til að þrífa bekki, rusla-
fötur og stíga. Ármann Kr. Ólafs-
son bæjarstjóri og Theodóra S.
Þorsteinsdóttir formaður bæjar-
ráðs tóku bílinn formlega í notkun í
vikunni en það var Gísli Guðlaugs-
son framkvæmdastjóri Íslyft sem
afhenti hann.
Notkun rafbíla er í samræmi við
umhverfisstefnu Kópavogsbæjar
en kaupin á þessum fyrsta rafbíl
eru hugsuð sem tilraunaverkefni.
Markmiðið er að draga úr umhverfis-
áhrifum af notkun jarðefnaeldsneyt-
is ásamt því að auka hagkvæmni í
starfsemi Þjónustumiðstöðvar.
Sigurður Bjarnason, Gísli Guðlaugsson framkvæmdastjóri Íslyft, Ármann Kr. Ólafs-
son bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs,
Egill Helgi Kristinsson, Karl Eðvaldsson, gatnamálastjóri Kópavogsbæjar, Eiður
Guðmundsson og Jón Ingvar Jónasson. Þeir Sigurður, Egill, Eiður og Jón Ingvar
starfa allir hjá Þjónustumiðstöðinni.