Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Síða 4

Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Síða 4
Kópavogsblaðið4 Föstudagur 20. maí 2016 OrlOfs- nefnd húsmæðra í Kópavogi Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi Upplýsingar og skráning hjá Guðrúnu sími: 564 2373, 864 2373 og Lilju sími: 868 9563 Nefndin Ferðir 2016 Kynningafundur 25. maí í Félagsmiðstöðinni í Gjábakka Hamraborg kl. 17-18. Dagsferð: 4. júní í Dalina. Dagsferð: 3. sept. í Þórsmörk. Haustlitaferð í Svartaskóg: 22. sept. – 29. sept. Aðventuferð til Gdansk: 5.des. – 9. des. „Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof.“ Árni Vilhjálmsson, atvinnumaður með norska úrvalsdeildarliðnu Lillestöm. Árni ásamt foreldrum sínum Vilhjálmi Árna Ásgeirssyni og Katrínu S. Guðjóns- dóttur og systur sinni Kristínu Ásu Vilhjálmsdóttur. Árni ásamt sambýliskonu sinni Ástrósu Traustadóttur. En þess má geta að hún er dóttir Trausta Ómarssonar, Blikans góðkunna. Blikinn Árni Vilhjálmsson spil-ar nú sem atvinnumaður með norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström. Árni er fæddur árið 1994 og er nýorðinn 22 ára. Hann var lykil- maður í Blikaliðinu áður en hann hélt til Noregs. Hann skoraði meðal annars 10 mörk í Pepsí-deildinni árið 2014. Árni á að baki 29 leiki með yngri landsliðum Íslands. Útsendari Kópavogsblaðsins hitti Árna í Osló fyrir skömmu og spurði hann spjör- unum úr um atvinnumennskuna og lífið í Noregi. Fyrsta spurningin sem Blikinn knái svaraði var hvernig væri að búa í Lilleström. „Það er fínt,“ sagði Árni. „Lilleström er lítill og huggulegur bær í útjaðri Osló. Það tekur aðeins um 10 mínútur að ferð- ast með lest til miðborgar Osló. Íbúar hér eru um 14 þúsund og knatt- spyrnuliðið er stolt bæjarfélagsins. Mikill áhugi er á knattspyrnu í bæn- um og á leikdegi snýst bæjarbrag- urinn allur um leikinn.“ Lilleström er fornfrægt lið í norsk- ri knattspyrnu. Engin klúbbur hefur verið jafn lengi í efstu deild og þar að auki hefur liðið fimm sinnum orðið norskur meistari (síðast 1987). Þar að auki hefur félagið fimm sinnum orðið bikarmeistari (síðast 2007). Margir íslenskir leikmenn hafa spilað með Lilleström þar á meðal Stefán Gíslason, núverandi þjálfari 2. flokks Blika, Finnur Orri Margeirs- atVinnumaðurinn „Noregur góður stökkpallur,“ segir Blikinn Árni Vilhjálmsson hjá Lilleström son, Rúnar Kristinsson og Heiðar Helguson. Mjög góð æfingaaðstaða Útsendari Kópavogsblaðsins getur staðfest að Árni er þekktur í bænum því þegar gengið var um miðbæinn þá voru margir sem snéru sér við til að spjalla við hann. Þegar sest var niður á kaffihúsi þurftu flestir þjón- arnir að ræða aðeins við Blikann knáa um tilvonandi leiki. „Það hafa flestir íbúar Lilleström sterkar skoð- anir á gengi liðsins,“ sagði Árni kankvís. „Þegar okkur gengur vel vilja allir tala við okkur og við höfum nóg að gera að gefa eiginhandar- áritanir og gefa „high-five.“ En þegar illa gengur þá horfir fólk nánast í gegnum okkur og við fáum illt auga frá ótrúlega mörgum. Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á svona mikilli ástrííðu hjá Norðmönn- um,“ bætir hann við hlæjandi. Æfinga- og keppnisaðstaða klúbb- sins er mjög góð. Leikvangurinn sem tekur rúmlega 14 þúsund manns er í hjarta bæjarins. Í kringum leikvang- inn hafa verið byggðar íbúðir og á jarðhæð eru verslanir. Samt sem áður virðist vanta meiri heildarsvip á vallarumhverfið. Knattspyrnuvöll- urinn sjálfur er hins vegar fínn og áhorfendur sitja nálægt vellinum sjálfum. Meðalaðsókn á leiki er í kringum 10 þúsund og selja þeir um sex þúsund árskort. Æfingasvæðið er skammt þar frá en þar er meðal annars yfirbyggður gervigrasvöllur svipaður Kórnum. „Við getum ekki kvartað enda eru fá lið í Noregi með jafn góða æfingaaðstöðu og við,“ segir Árni. Blikinn spilaði töluvert á síðasta keppnistímabili en á þessu ári hefur Kópavogsbúinn þurft að sætta sig við töluverða bekkjasetu. Hvernig tilfinning er það? „Þetta er auðvitað alveg hundfúlt því ég tel mig nógu góðan til að vera í liðinu,“ segir Árni ákveðinn enda vita þeir sem þekkja piltinn að hann er mikill keppnis- maður. „Þjálfararnir ráða þessu og ég verð bara að leggja mig meira fram bæði á æfingum og í leikjum til að sýna að ég eigi heima í byrjunarlið- inu. Markahæsti leikmaðurinn okkar verður að öllum líkindum seldur í sumar og það ætti að opna fleiri möguleika fyrir mig að spila.“ Mörg norsk lið hafa lent í fjárhags- vandræðum á undanförnum árum og er Lilleström eitt þeirra. Verður Árni var við þessa erfiðleika. „Nei, í raun og veru ekki. Þetta er eitthvað sem við lesum bara um í fjölmiðlum. Við leikmennirnir fáum til dæmis alltaf borgað á réttum tíma og það er allt til alls hjá klúbbnum. Í tíð fyrri stjórnar lenti klúbburinn í örðugleik- um en núverandi stjórn hefur smám saman verið að vinna sig út úr þeim erfiðleikum. En því er ekki að leyna að það er aðhald í öllu en það er allt í lagi,“ segir Árni. Þegar hann er spurður hvar hann sjái sig eftir 3-5 ár hugsar hann sig vel um. „Ég á eitt og hálft ár eftir af samningi mínum hér hjá Lilleström. Ég þarf því fyrst og fremst að einbeita mér að því að bæta mig sem leikmaður hér í Noregi og tryggja mér fast sæti í liðinu. Þá get ég farið að hugsa næstu skref. En auðvitað á maður sér þann draum að spila í stærri deild. Ég gæti alveg hugsað mér að spila í Hollandi eða jafnvel á Ítalíu ef allt gengur upp. Maður verður að þora að hugsa stórt og stefna hærra. Noregur hefur sýnt sig sem góður stökkpallur fyrir íslenska leikmenn en þetta stendur og fellur fyrst og fremst með sjálfum mér,“ segir Árni Vilhjálmsson Bliki og núverandi leikmaður Lilleström í Noregi. Birt í samstarfi með blikar.is. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson

x

Kópavogsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.