Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Síða 8

Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Síða 8
Kópavogsblaðið8 Föstudagur 20. maí 2016 Sunnudaginn 22. maí kl. 14:00, mun Skólakór Kársness halda upp á 40 ára starfsafmæli sitt með tónleikum í Eldborgarsalnum í Hörpu. Þar koma fram allir kórar skólans; litli kór Kársnesskóla, stúlknakór Kársnesskóla, drengjakór Kársnesskóla og Skólakór Kársness, rúmlega 300 börn og unglingar frá 3. bekk upp í 10. bekk. Tónleikunum lýkur með samsöng allra kóranna þar sem tónleikagestum gefst færi á að taka undir. Efnisskráin er viðamikil og fjölbreytt og á henni eru mörg þeirra laga sem kórbörn hafa sungið inn í hjörtu landsmanna síðustu 40 ár. Sérstakir gestir á afmælistónleikunum eru gömlu kórfélagarnir úr Skólakór Kárs- ness, stórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og söngstjarnan Emil- Gissur Páll man vel eftir fyrstu æf-ingunni með skólakór Kárs- ness. „Ég hef verið um tíu ára aldurinn og mætti á æfingu hjá Tótu um haustið. Hún hreif alla krakkana með sér með eldmóði og áhuga. Hún var dugleg að pikka út þá sem höfðu hreinan tón og góð tóneyru. Áður en ég vissi var hún farin að hringja heim til mín og sækja mig og fleiri krakka því nú áttum við að fara að koma fram og syngja á Hótel Loftleiðum. Svo voru allt í einu fleiri æfingar og tónleikar. Hún og Marteinn, heitinn, maður hennar voru óþreytandi í alls konar snatti og stússi í kringum okkur. Þau hikuðu ekki að fara með 80 börn í æfinga- búðir í sveit. Það var ekkert vesen og bara gaman. Söngurinn kom bara eðlilega og náttúrulega í al- gjöru flæði. Hún fræddi og smitaði frá sér og í minningunni var þetta mjög jákvætt og gefandi. Allt í einu var ég farinn að syngja einsöng því Tóta sagði mér að gera það og það var þá bara ekkert mál og bara gaman. Auðvitað er ég gera það sem ég er að gera í dag af því ég Emilíana Torrini söng með Skóla-kór Kársness á sínum yngri árum. Hún segist líklega ekki hafa orðið söngkona í dag ef hún hefði aldrei gengið í skólakórinn. Þjálfunin hafi verið mikil, skemmtunin talsverð og einnig æfing í söng, tónfræði, skyn- jun og framkomu. „Ég glímdi við feimni á fyrstu árum grunnskólans og þorði til dæmis ekki að taka þátt í skólaleikritum þótt mig langaði mikið til þess,“ segir Emilíana. „Þegar ég byrjaði í kórnum breyttist eitthvað innra með mér. Ég vandist glímunni við sviðsskrekkinn og að koma fram varð einhvern veginn eðlilegt og sjálfsagt. Tóta er einhver mesti fyrirmyndakennari sem ég hef hitt og ég á henni margt að þakka. Ég man vel eftir tónlistar- tímum hjá henni í Kársnesskóla þegar hún var að reyna að kenna okkur að borða hollt og setti ham- borgara og franskar í blandara og spurði hvernig okkur litist á rusl- fæðið,“ segir Emilíana og hlær að minningunni. „Ég man að ég tengd- ist tímunum hennar rosalega vel. Þegar ég lít í kringum mig finnst Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söng-kona í Madrid og listrænn stjórn- andi tónlistarhátíðarinnar á Kirkju- bæjarklaustri, segist þakklát fyrir tíma sinn í Skólakór Kársness. „Ég er sann- færð um það að mér hefði aldrei dott- ið í hug að verða atvinnusöngkona, ef ég hefði ekki fengið það dýrmæta tækifæri sem ég fékk til þess að syn- gja í Skólakór Kársness. Þar lærði ég, ókeypis, að leita að hreinum tóni, hlusta, styðja röddina, móta hendin- Emilíana Torrini og Gissur Páll syngja með Skólakór Kársness á afmælistónleikum íana Torrini en þau syngja nokkur lög með kórunum. Fyrrum kórfélag- ar eru sérstaklega hvattir til að koma á tónleikana og rifja upp gömul uppáhaldslög og gamlar minningar. Miðasala á tónleikana er á tix.is. Skólakór Kársness er landsþekktur og hefur lengi verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi og iðulega er leitað til hans þegar mikið liggur við. Orðspor kórsins hefur einnig borist víða um lönd og hann hefur unnið til ótal verðlauna og viðurkenninga innanlands sem utan. Barnakórarnir í Kársnesskóla hafa líka gegnt þýð- ingarmiklu samfélagslegu hlutverki í Kópavogi og sungið við ótal skírnir, fermingar, giftingar, jarðarfarir, merkisafmæli og aðrar hátíðlegar athafnir sem snerta bæjarbúa, jafnt unga sem aldna. Meginmarkmið kórsins er að gefa öllum nemend- um Kársnesskóla kost á að taka þátt í öflugu kórstarfi sem einkennist af sönggleði, samkennd og samvinnu. Föstudagsmorguninn 20 maí kl. 8:30 - 10:00 er velunnurum kórsins, for- eldrum og gömlum kórfélögum boðið í afmæliskaffi og morgunsöng í Kársnesskóla við Vallargerði. Þar verður hægt að skoða sýningu sem nemendur skólans hafa undirbúið í tilefni afmælisins. Einnig verða sýn- dar gamlar upptökur úr sjónvarpi og frá tónleikum og kórferðalögum, en Skólakór Kársness hefur ferðast víða og tekið þátt í mörgum kórahátíðum og menningarviðburðum víðsvegar í Evrópu, Kanada og Japan. Stjórnendur eru Þórunn Björnsdóttir og Álfheiður Björgvinsdóttir. var í skólakór Kárnsess. Þarna var grunnurinn lagður að svo mörgu hjá mér.“ Gissur segir eitt atvik sér- staklega minnistætt standa upp úr frá þessum árum. „Það var í tónmenntatíma hjá Tótu. Þegar við mættum var hún nýbúin að poppa og setja í stóra skál. Ilmurinn af nýju poppi var út um alla stofu. Þegar við ætluðum að fá okkur sagði hún að poppið væri fyrir okkur í næstu viku. Við mættum borða það allt þá. Hún ætlaði að geyma það inni í skáp. Þetta fannst okkur mjög skrítið og ósanngjarnt. En þá sagði hún að sumir geta alveg borðað viku- gamalt popp og þótt það mjög gott. Og sumir vilja bara borða nýtt popp og það er líka allt í lagi. Svo tengdi hún þetta við klassíska tón- list og popptónlist og gerði báðum þannig jafn hátt undir höfði. Hún var ekkert að taka niður dægurtón- list eða gera klassískri tónlist eitt- hvað hærra undir höfði. Bara, að við áttuðum okkur á muninum. Þarna kom hún að kjarna málsins. Við skildum þetta mjög auðveld- lega. Ég gleymi þessu aldrei.“ afmæliStónlEikar gar í tónlist, syngja mig saman við aðra, gefa og taka, fylla upp í hljóm með því að syngja miðröddina, og syngja einsöng,allt í því yndislega jákvæða, skemmtilega og örugga umhverfi sem Þórunn skapaði. Hún var eins og aukamamma, sem gaf okkur sönggleði, pláss til að uppgötva hæfileika okkar og sjálfsöryggi til þess að flytja tónlist.“ mér eins og að tónlistarfólk sem lagði stund á tónlist á sínum yngri árum, eins og til dæmis í kór, skynji tónlist á annan hátt en flestir aðrir. Það eru margir tímar sem fara þá í æfingar og að koma fram og syngja svo auðvitað hefur þetta jákvæð og mótandi áhrif,“ segir Emilíana og nefnir að þar hafi ástríða kennara mikið að segja. „Tóta kenndi að þú getur verið mjög góður söngvari en ef engin tilfinningaleg innistaða er á bak við það þá heyrist það strax. Hún kenndi okkur að hugsa vel um textana og hvað lægi á bak við hvað þeir þýddu. Ég fór snemma að lesa ljóð og hafa áhuga á tjáningu með orðum. Texti, laglína og flutning- ur er hin heilaga þrenning. Tóta hjálpaði mér mikið með þetta og auðvitað var líka mikill stuðning- ur heima fyrir hjá mömmu. Síðar tóku þær Þuríður Pálsdóttir við og Jórunn Viðar þegar ég lærði hjá þeim óperusöng.“ Aðspurð segist Emilíana hlakka til að koma fram með Skólakór Kársness á ný og hitta gamla vini og kunningja. Gissur Páll Gissurarson, tenór. Emilíana Torrini, söngkona. 1977 árgangurinn í Kársnesskóla hefur látið mikið að sér kveða í menningar- og listalífi landsins. Í árganginum má finna, meðal annarra; Emilíönu Torrini, söngkonu, Erp Eyvindarsson, rappara, Gissur Pál Gissurarson, óperusöngvara, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, söngkonu á Spáni og Grím Hákonarson, kvikmyndagerðamann. Á myndinni hér að ofan, sem tekin er árið 1986, má sjá þau Gissur Pál, Emilíönu og Guðrúnu Jóhönnu, fremst í horninu til hægri í hnapp en þarna eru þau nýbyrjuð að búa sig undir frækinn söngferil eins og mörg önnur kórbörn úr Skólakór Kársness. Einnig má sjá Grím Hákonar- son, kvikmyndagerðamann í fremstu röð. Lengst til hægri grillir í Þóru Marteinsdóttur, tónskáld. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona.

x

Kópavogsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.