Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Síða 9

Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Síða 9
Kópavogsblaðið 9Föstudagur 20. maí 2016 Á neðri hæð Gerðarsafns opn-aði í haust skemmtilegt kaffihús sem nefnist Garð- skálinn. Þar er hægt að njóta úrval girnilegra veitinga undir ljúfum jazz tónum. Vönduð matreiðsla úr fyrsta flokks hráefni lýsir best veit- ingunum. Það eru ungu hjónin Ægir Friðriks- son og Íris Ágústsdóttir sem tóku að sér rekstur Garðskálans í haust og sinna rekstrinum af mikilli ástríðu. Ægir er matreiðslumaður sem hefur starfað m.a. sem yfir- kokkur á Icelandair Hotel Natura, starfað erlendis en einnig starfað í mörg ár á Grillinu. Íris er innan- hússhönnuður, mentuð í Barce- lona og hefur starfað sem slíkur á Íslandi. Það hefur alltaf blundað í þeim að opna sinn eigin veitinga- stað, að fá tækifæri að gera allt eftir sínu höfði. Þau voru ekki lengi að hugsa sig um þegar tækifæri gafst að reka kaffihús í Gerðarsafni. „Þegar við komum inn í rýmið í fyrsta skipti sáum við strax möguleikana og feng- um bæði tilfinningu um að þetta væri „okkar staður.“ Svo vorum við bara svo heppin að allt gekk upp og hefur samstarfið við Menningar- húsin og Gerðarsafn verið yndislegt,“ segir Íris með bros á vör. „Okkar hug- myndafræði er að vera með góðan mat og kökur, gerðar frá grunni með umhyggju og ást. Við berum virðingu fyrir hráefninu og viðskiptavinum okkar og það er að skila sér, enda er fastakúnna hópurinn okkar sístækk- andi.“ Glerbyggingin sem kaffihúsið er í minnir sérstaklega á garðskála og þaðan kom nafnið. „Það hefur verið mjög huggulegt hjá okkur í vetur, að getað setið inni en verið samt „úti“. Nú erum við að fá útihúsgögn þann- ig að það verður líka hægt að sitja úti í sumar. Við verðum samt með teppi fyrir kaldari dagana ef einhver vill. Í sumar er svo á döfinni að bjóða upp á „picnic“ körfur fyrir viðskipta- vini sem þeir geta tekið með sér út á túnið og notið veðursins og veitin- ganna okkar.“ Opið er í Garðskálanum þri-sun 11:00-17:00. Girnilegar veitingar í Garðskála Gerðarsafns kynning

x

Kópavogsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.