Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Blaðsíða 10
Kópavogsblaðið10 Föstudagur 20. maí 2016
DanS
Dönsuðu í
SunnuhlíðLágmynd af Valda
vallarverði afhjúpuð
Ljóðað í
Gjábakka
Sóley Sara 16 ára og Kristófer Ágúst 17
ára sem dansa í landsliði Íslands komu
og dönsuðu fyrir fólkið í Sunnuhlíð á
dögunum. Vistmenn og aðstandendur
höfðu gaman af.
Gamlir vinir, kunningjar, samstarfsfélagar og ættingjar Valda heitins Vallar-
varðar heiðruðu minningu hans í liðinni viku. Þær Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
og Þórdís Katla Sigurðardóttir, ungir leikmenn Breiðabliks afhjúpuðu lágmynd
af Valda, og fórst það vel úr hendi.
Gömlu kempurnar Willum Þór Þórs-
son, Sigurjón Kristjánsson, Þorsteinn
Geirsson og Ingvaldur Gústafsson létu
sig ekki vanta.
Heisi kom með „heilaga möl“ frá
Vallargerðisvelli.
Valdaklíkan svonefnda.
Marteinn Sigurgeirsson lætur fátt
fara fram hjá sér í bæjarlífinu og festi
á filmu það sem fram fór á meðan
Ingibjörg Hinriksdóttir flutti ræðu.
Egill Úlfarsson dreifði appelsínum. Skólahljómsveit Kópavogs lék og spilaði.
Glatt var á hjalla, bæði hjá „gömlum“ fótboltakempum sem og aðstandendum
Valda og velunnurum þessa frábæra verkefnis.
kópaVOgSVöllur
Ljóðahópur Gjábakka verður með útgáfuteiti í Gjábakka vegna útkomu á nýjustu bók
hópsins þann 25. maí kl. 20. Hópur-
inn hefur starfað síðan árið 2001
og er þetta 16. ljóðabókin sem
ljóðskáldin senda frá sér. Skáldin
árita bækurnar sé þess óskað. Allir
eru velkomnir.
„Snæland hefur verið að þróast í
svipaða átt og Dairy Queen í Banda-
ríkjunum, sem margir hafa mjög
góða reynslu af,“ segir Pétur Smára-
son, framkvæmdastjóri hjá Snæland
sem áður var Snæland VIDEO „Árið
1997 byrjuðum við að leggja áherslu
á grillmat og árið 2008 lækkuðum
við verðið verulega og vorum rúm-
lega helmingi ódýrari en aðrir. Við
notum einungis úrvals hráefni frá
SS og bjóðum upp á sér innfluttar
franskar kartöflur ásamt því að með
öllum máltíðum eru ískaldir drykkir
frá Vífilfell í boði. Við höfum kapp-
kostað að vera með ódýrar máltíðir
en samt með besta mögulega hráefn-
ið.“ Fyrir einungis 1.090 kr er hægt
að skella í sig ostborgara, frönskum
og ísköldu gosi frá Vífilfell. Snæland
hefur upp á margt að bjóða eins og
samlokur, báta og pítur en einnig
er hægt að panta gómsætan beikon
borgara eða lúxus borgara sem er
með eggi og beikon. „Lúxusborga-
rinn er mjög vinsæll á föstudögum,“
segir Pétur sem segir þann borgara
vera í uppáhaldi hjá sér.
Snæland – Ís – Grill
kynning
Verð á námskeið kr. 12.500.-
11. - 14. júní 2016
Tímasetning: 12:00 - 16:15
Hver æfing er 1klst og 15 mín.
Þátttakendur: Börn fædd 2007 - 2002
Hópur 1 2007 - 2006
Hópur 2 2005 - 2002
Aðalþjálfarar:
Stefán Logi Magnússon
(FC Bayern Munchen, Nordsjælland, Lilleström,
KR, Íslenska landsliðið)
Valþór Hilmar Halldórsson
Markmannsþjálfari yngri flokka KR 2009 - 2016
Staðsetning: Æfingasvæði KR í vesturbænum
Hámark 5 markmenn á hvern þjálfara
Takmarkaðu fjöldi er á námskeiðinu.
Skráning og allar upplýsingar um námskeiðið fara
í gegnum icekeeper1@gmail.com
Eftirfarandi upplýsingar verða að koma fram
í skráningunni: Fullt nafn iðkenda, fæðingarár
og félagslið. Nafn ábyrgðarmanns, sími og netfang.
Þið finnið okkur á Facebook.