Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Qupperneq 11
Kópavogsblaðið 11Föstudagur 20. maí 2016
aðSEnt aðSEnt
á Döfinni
Versnandi afkoma
Kópavogsbæjar
Nærumhverfið.
Okkar Kópavogur
Óperudagar
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður
bæjarráðs.
Óperudagar í Kópavogi verða settir laugardaginn 28. maí með Fjölskyldustund Menn-
ingarhúsa í Salnum Kópavogi. Þar
verður frumflutt ný íslensk fótbolta-
ópera og börnum boðið upp á leyni-
ferð baka til í Salnum til að kynnast
undirbúningi óperuflutnings. Fót-
boltamörk verða á grasflötinni og
ýmsar skemmtilegar uppákomur
í tengslum við fótboltaíþróttina verða
í boði. Aðgangur er öllum opinn
meðan húsrúm leyfir.
Óperudagar í Kópavogi er ný óperu-
hátíð en dagskráin fer að mestu fram
dagana 1.- 5. júní 2016. Gestum og
gangandi verður boðið upp á fjöl-
breytta dagskrá þar sem flytjendur
og áhorfendur munu eiga í fjörugu
samtali við óperuformið. Staðsetning
viðburða verður á ýmsum stöðum,
í Salnum, Gerðarsafni, Leikfélagi
Kópavogs, Smáralind og víðsvegar
um bæinn. Ókeypis er á alla viðburði
nema hádegistónleikana og verður
Það eru 25 ár síðan Waldorf-skólinn í Lækjarbotnum varstofnaður í fallegum dal ofan
við Lögbergsbrekkuna sem er í
austurátt ef keyrt er þjóðveg eitt frá
Rauðavatni. Skólinn hefur vaxið jafnt
og þétt og eru nú nemendur hans
hátt í hundrað talsins. Í Waldorf-
skólanum hefur áherslan á handverk
og listir í takt við árstíðarbundna
hrynjandi náttúrunnar tengst órofa
böndum við allt starfið í skólanum.
Það þótti því við hæfi að halda upp á
afmælið með því að setja á svið leik-
sýningu þar sem þetta allt kæmi
saman.
Í daglega lífinu skiptir margt miklu máli. Má þar nefna húsnæði, sam-göngur, göngustíga, hjólastíga,
öryggismál, hreyfingu, næringu,
líðan, skóla- og leikskóla umhverfi
og þjónustu. Mig langar í stuttu máli
til þess að fara yfir áherslur sem
unnið er að í Kópavogi.
Fyrst að húsnæðismálum. Það þarf
ekki að fjölyrða um verulegan skort
á litlum, ódýrum íbúðum. Stefna
bæjarstjórnar Kópavogs felst m.a. í
því að stuðla að byggingu minni og
ódýrari íbúða og að ýta undir virk-
an leigumarkað. Með réttu skipu-
lagi getum við haft áhrif á íbúasam-
setningu, tegundir og stærð íbúða.
Samgöngustefna verður einnig
mótuð til að styðja við húsnæðis-
stefnuna. Markmiðið er að Kópa-
vogsbær verði fyrirmynd hvað varðar
vistvæna valkosti í ferðavenjum íbúa
með áherslu á bættar aðstæður og
öryggi fyrir gangandi og hjólandi.
Sá hópur sem vill búa við bíllausan
lífsstíl fer stækkandi og svara þarf
kröfum bæjarbúa varðandi almenn-
ingssamgöngur og öruggar hjól-
reiðar. Þann 31. maí n.k. verður
haldið málþing um hjólreiðar og
öryggismál í Salnum í Kópavogi. Þar
munum við m.a. ræða reglur um
Á síðasta bæjarstjórnarfundivoru ársreikningar bæjar-ins fyrir árið 2015 samþykkt-
ir. Kópavogur er eitt skuldugasta
sveitarfélag landsins og því ætti
forgangsverkefni okkar að vera að
lækka skuldirnar. Því miður hefur
núverandi meirihluta Sjálfstæðis-
flokks og Bjartrar framtíðar ekki
gengið sem skyldi í því verkefni.
Við samþykkt ársreikninganna
lagði ég fram eftirfarandi bókun:
„Rekstrarniðurstaða Kópavogs-
bæjar árið 2015 er verri en áætlanir
gerðu ráð fyrir. Þannig var rekstrar-
niðurstaða A hluta neikvæð um
222 m.kr. en gert var ráð fyrir 147
m.kr. afgangi. Þegar B hluti sam-
að skrá þátttöku á operudagar@
operudagar.is. Á meðal viðburða má
nefna Óperugöngu og Krakkagöngu
þar sem gestir verða leiddir um
hjarta Kópavogs og munu ýmsar
óvæntar óperulegar uppákomur
bíða þeirra. Göngurnar hefjast við
Garðskálann, kaffihúsið í Gerðar-
safni sem er í menningarkjarna
Kópavogsbæjar.
Hádegistónleikar Óperudaga í
Kópavogi verða sex talsins. Þar koma
ungir söngvarar fram sem starfa er-
lendis og því er um einstakt tæki-
færi að ræða til að hlýða á þá hér
á landi. Með þeim spila píanistar
hátíðarinnar. Allar nánari upplýsing-
ar má finna á www.operudagar.is og
www.karolinafund.com undir heitinu
Óperudagar í Kópavogi.
Listrænn stjórnandi Óperudaga
er Guja Sandholt og verkefna-
stjóri er Jóhanna Kristín Jónsdóttir.
Styrktaraðilar eru Lista- og menning-
arsjóður Kópavogs, þýska sendi-
ráðið, Herramenn, Svansprent, GA
smíðajárn, Pera Óperukollektíf, Byko
auk framlaga á Karolina Fund.
stæðunnar er tekinn inn þá er 161
m.kr. afgangur af rekstri bæjarfélag-
sins. Til samanburðar þá var rekstrar-
afgangur bæjarfélagsins árið 2014 660
m.kr. og hefur því lækkað um 500 m.kr.
á milli ára. Þá er ljóst að lífeyris-
skuldbindingar eiga eftir að hækka
um hundruðir milljóna ef sömu
forsendur verða notaðar og hjá
Reykjavíkurborg. Skuldir og skuld-
bindingar bæjarins hækka í krónum
talið á milli áranna 2014 og 2015 en
lækka örlítið að raungildi þegar
tillit er tekið til verðlagsbreytinga.
Skuldahlutfallið lækkar úr 175,2%
í 161,8% á milli ára og skýrist sú
lækkun fyrst og fremst að fleiri
íbúar eru á bak við skuldir og
skuldbindingar bæjarins en íbúum
Kópavogs fjölgaði um 1010 á ár-
inu 2015. Það er hins vegar ljóst
að rekstur bæjarins verður mjög
þungur ef verðbólgan fer á skrið
– en síðustu 2 ár hafa verið mjög
hagfelld í þeim efnum. 5% hækk-
un á verðlagi myndi leiða til allt að
1500 milljóna króna verri rekstrar-
niðurstöðu. Það er því mikilvægt að
bæjaryfirvöld gæti aðhalds í rekstri
og raun dapurlegt að ekki hafi náðst
betri árangur til lækkunar skulda
en raun ber vitni.“
Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi
Framsóknar í Kópavogi.
hámarkshraða hjólreiða á göngu-
stígum, flokkun hjólastíga og öryggis-
mál almennt í samvinnu við Sam-
göngustofu, Skipulagsstofnun, Vega-
gerðina og fleiri hagsmunaðila. Þá
hefur verið unnið að nýrri lýðheilsu-
stefnu með Kópavogsbúum með
áherslu á hreyfingu, næringu og líðan.
Ánægjulegt er að segja frá því að
þá er einnig búið að gera þarfa-
greiningu á öllum skólalóðum í
Kópavogi í samráði við skólana og
foreldrasamfélagið. Ítarleg skýrsla
var unnin um ástand lóða með það
að markmiði að sinna viðhaldi,
endurgerð lóða og búnaði á þeim.
Skýrslan nær m.a. til leiktækja,
búnaðar, íþróttavalla, breytinga á
yfirborði, lýsingar, körfuboltavalla,
hreystivalla og hjólabrettasvæða
svo eitthvað sé nefnt. Út frá þess-
ari skýrslu verður forgagsraðað
eftir þörf og lagt hefur verið til að
ráðast í endurbætur á skólalóðum
Kópavogsskóla, Kársnesskóla og
Salaskóla. Samskonar skýrsla er í
vinnslu í samráði við skólastjórnen-
dur og foreldrafélög leikskólanna.
Að lokum vil ég nefna nýtt verkefni
hjá Kópavogsbæ sem við köllum
„Okkar Kópavogur“ og snýst um sam-
ráð íbúa og bæjaryfirvalda. Verkefnið
er hluti af aukinni lýðræðisvæðingu
hjá Kópavogsbæ þar sem kallað er
eftir þátttöku íbúa við forgangs-
röðun verkefna í hverfum bæjarins.
Með skýrri stefnumörkun mun minni
íbúðum í Kópavogi fjölga og að-
stæður skapast til fleiri valmöguleika
á sviði samgangna í heilsueflandi
samfélagi. Saman höfum við síðan
áhrif á það nærumhverfi sem við
viljum búa við. Að lokum vil ég
hvetja Kópavogsbúa til þess að taka
þátt í verkefninu „Okkar Kópavogur,“
mæta á íbúafundina, leggja fram
hugmyndir og gera Kópavoginn
okkar enn betri.
Skólaleiksýning Waldorfskólans
í Lækjarbotnum
SólkaStalinn
Leiksýningin Sólkastalinn var haldin
þann 27.apríl í Gamla bíói og stigu
allir nemendur og kennarar á stokk.
Ásamt því að túlka hin ýmsu hlut-
verk, léku nemendur á hljóðfæri,
sungu,dönsuðu hrynlist, og tóku
þátt í að búa til búningana með
kennurum og foreldrum.
Í sýningunni ferðast aðalpersónan
Viktor um ævintýraheima náttúru-
nnar, jörð, loft og vatn, og þarf að
sigrast á margvíslegumþrautum í
leit sinni að prinsessunni í Sól-
kastalanum.