Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Qupperneq 12

Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Qupperneq 12
Kópavogsblaðið12 Föstudagur 20. maí 2016 Mæðrastyrksnefnd Kópa-vogs langar að lýsa örlítið því starfi sem hún sinnir fyrir bæjarfélagið og hefur sinnt frá stofnun hennar eða 1968. Við höfum ekki mikið auglýst starf- semina, enda um líknastarfsemi að ræða. Í fjölmörg ár var helsta fjáröflun sala merkja á mæðradag- inn og svo basar og blómasala. Hin síðari ár, á hverju hausti, höfum við sent bréf til allra skráðra fyrirtækja í bænum, en það eru milli 800 og 900 fyrirtæki. Hefur þetta skilað okkur talsverðum upphæðum sem staðið hafa undir styrkveitingum. Einnig höfum við notið velvilja einstaklinga og félagasamtaka í Kópavogi. Kópavogsbær lætur okkur í té endurgjaldslaust hús- næði og ber að þakka allan þann stuðning. Þá hafa bakarí bæjarins og Sölufélag garðyrkjumanna stutt okkur dyggilega með brauðmeti og grænmeti, sem einnig er mjög þakkarvert. Jólaaðstoðin er alltaf auglýst í bæjarblöðunum og á fjöl- förnum stöðum í bænum. Um- sóknum verður að fylgja búsetu- vottorð og staðgreiðsluyfirlit. Ekki verðum við varar við að fólk sæki um að óþörfu. Einnig úthlut- um við fermingarstyrkjum og aug- lýsum það á heimasíðu og face- book sem og í bæjarblöðunum. Þá er nokkuð um að Velferðarsvið bæjarins bendi á okkur fyrir sína skjólstæðinga og reynum við að aðstoða eftir megni. Margir eiga mjög erfitt og það er sorglegt að hitta yngra, sem og Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs aðstoðar yfir þúsund manns á ári Samfélagsbanki, örugg- ari og ódýrari banki Ynja, 19 ára myndlistar- maður úr Kópavogi, opnar sína aðra einkasýningu aðSEnt aðSEnt mynDliSt eldra fólk sem getur ekki fótað sig í hinu daglega lífi. Einnig eru fjárhagsáhyggjur afar þungbærar svo sem há leiga, lyfjaverð og fleira. Á árinu 2015 aðstoðaði mæðra- styrksnefnd Kópavogs yfir 1000 einstaklinga, sem samanstóð af einstæðum foreldrum, fjölskyldu- fólki og einstaklingum, sem búa við þröngan kost. Er þetta svipaður fjöldi og undanfarin ár. Miðað er við þrjár úthlutanir á ári utan jólaaðstoðar. Styrkjum sem koma inn er al- farið ráðstafað til styrkþega. Inn- koma fyrir fatnað og fleira er hald- ið sér og rennur sú upphæð til rek- strarins. Bókhald nefndarinnar er fært af bókhaldsstofu úti í bæ og er það opið þeim sem þess óska. Við teljum okkur því halda vel utanum fjármálin og starfið í heild sinni enda eru þarna dugmiklar konur sem hafa verið afskráðar af vinnu- markað sökum aldurs, en láta það ekki á sig fá og reyna að hlúa að öðrum án greiðslu. Þess má geta að í desember síðastliðin var nefnd- ini ásamt Rauðakrossdeild Kópa- vogs veitt jafnréttis- og mannrétt- indaverðlaun frá Kópavosbæ sem viðurkenning á starfi þessara hópa. Og þykir okkur afar vænt um þá viðurkenningu. Mæðrastyrksnefndin fer í sumarfrí frá 1. Júni til 22 ágúst 2016. Styrktarreikningur: 536 05 403774 Kt. 5001972349 Fyrir hönd Mæðrastyrksnefndar: Anna Kristinsdóttir. Ynja Mist er afkastamikill lista-maður úr Kópavogi, en þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára held- ur hún sína aðra einkasýningu á næst- unni. Sýningin ber heitið KAF og opnar á morgun, laugardaginn 21. maí klukkan 16:00 í Gallerí Tukt, Pósthússtræti í Reykjavík. Sýningin mun standa yfir í tvær vikur. KAF verður önnur einkasýning Ynju á þessu ári en sú fyrri - Heimshaf, fór fram í gallerí Grósku síðastliðinn febrúar. Undanfarið hefur myndlist Ynju einkennst af því að vera inn- blásin af hafinu. Sá áhugi á uppruna sinn í lokaverkefni hennar í mynd- listarnámi í FG. Hún hefur verið að rannsaka liti, form, tilfinningar og fleira sem finnst í sjónum: „Verkin mín eru mjög expressjónísk, og oft út í abstrakt, en mér finnst sjórinn vera abstrakt expressjónískur í eðli sínu. Veður og jörð móta hann í sameiningu,” segir Ynja. Verkin sem Ynja mun sýna í Gall- erí Tukt sýna hinar ýmsu hliðar haf- sins. „Ég hef mikinn áhuga á hafinu, og bara vatni yfir höfuð sem við- fangsefni. Vatn er svo óútreiknanlegt. Það eru svo mög form sem þetta eina efni getur mótað. Margir hafa spurt mig hvert þemað verður fyrir næstu sýningu og finnst oft skrýtið og jafnvel ómerkilegt að ég ætli að halda mig við það sama. En ég sé Það er ekkert lögmál að bank-inn þinn hafi það markmið að græða eins mikið á þér eða fyrirtækinu þínu og hægt er með öllum tiltækum ráðum. Okurvexti ofan á verðtryggingu, endalaust ný, meiri og hærri þjónustugjöld, og sáralitla vexti á innistæðum. Það er ekki heldur neitt lögmál að sveitar- félög, fyrirtæki eða aðrir aðilar séu sligaðir af rándýrum vöxtum og afborgunum af lánum. Þetta gæti allt verið miklu ódýrara, þægilegra og betra. Engir bónusar, ofurlaun eða auka- greiðslur til stjórnenda. Þegar sam- félagsbankanum þínum gengur vel þá fer hagnaðurinn í að lækka vexti á lánum og hækka vexti á innistæðum. Samfélagsbanki veitir lán til fyrir- tækja og einstaklinga eins og bankar gera. Hann tekur hins vegar aldrei þátt í áhættusömum fjár- endalausa möguleika. Ég stefni á að halda áfram að rannsaka vatn í mynd- list minni, vegna þess að það er ótæmandi,” segir Ynja. Ynja útskrifaðist sem stúdent af myndlistabraut FG í desember í fyrra, hálfu ári fyrr þrátt fyrir að hafa farið sem skiptinemi til Banda- ríkjanna í hálft ár. Eftir útskrift opn- aði hún sína fyrstu einkasýningu sem var lokaverkefni hennar á myndlistabraut. Hún útskrifaðist með verðlaun fyrir metnaðarfullt og hugmyndaríkt lokaverkefni á myndlistabraut. „Ég stefni á að fara í nám í Kaupmannahöfn á næsta ári en þangað til mun ég nýta öll tækifæri til þess að koma verkum mínum á framfæri og vinna í ferli mínum sem listamaður,” segir þessi kraftmikli listamaður úr Kópavogi. Ynja Mist, listamaður. Baldvin Björgvinsson, stjórnarmaður í Dögun, stjórnmálasamtökum um réttlæti, sanngirni og lýðræði. festingum eða fjármálabraski. Aðal- atriðið er að samfélagsbankinn er öruggur staður til að geyma peninga.  Rúmlega helmingur Þjóðverja, meira en fimmtíu milljónir manna, nota samfélagsbanka til bankaviðskipta. Þeir eru líka þekktir í flestum löndum sem við viljum bera okkur saman við og er að finna í ýmsu formi um mest alla Evrópu. Meira að segja í Bandaríkjunum, í N-Dakótafylki er meðal annars samfélagsbanki, hann var einmitt stofnaður til að verja fjármuni einstaklingsframtaksins. Í stjórnmálasamtökunum Dögun hefur verið unnið ötullega að undr- ibúningi að stofnun samfélagsbanka árum saman. Dögun fékk meðal ann- ars einn æðsta yfirmann frá Spark- assen í Þýskalandi, Wolfram Morales, og hina bandarísku Ellen Brown, rithöfund og ráðgjafa, hingað til lands og héldu kynningarfund þann 13. febrúar síðastliðinn. Upptöku af fundinum er auðvelt að finna á  netinu. Kópavogsbær með veltu upp á tugi milljarða á ári færi létt með að stofna sinn eigin samfélagsbanka. Íbúar Kópavogs gætu auðveldlega verið með sína launareikninga þar líka. Samfélagsbanki Kópavogs myndi spara bæði sveitarfélaginu og íbúum þess mikla fjármuni. HK og N1 í samstarf SamStarf HK og N1 undirrituðu í vikunni tveggja ára samstarfssamning. N1 verður einn af aðalstyrktaraðilum félagsins en fyrirtækið er með höfuðstöðvar sínar á Dalvegi. Félagsmönnum HK býðst mjög góður afsláttur hjá N1 þegar sótt er um N1-HK bensínkort. Frekari upplýsingar um það mun birtast á www.hk.is. Myndin er tekin í Kórnum fyrir fyrsta leik knattspyrnudeildar HK í Innkasso deild- inni. Á myndinni eru þeir Sigurjón Sigurðsson, formaður HK, og Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, ásamt öflugum leikmönnum HK. Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frelsi til að veiða! 00000 www.veidikortid.is

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.