Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Qupperneq 13

Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Qupperneq 13
Kópavogsblaðið 13Föstudagur 20. maí 2016 Í sumar verður Siglingafélagið Ýmir með metnaðarfulla dag-skrá fyrir börn og fullorðna. Sjó- mennskan er auðvitað Íslending- um í blóð borin og fólk ætti ekki að fara á mis við að komast út á sjó þetta árið. Ýmir hefur yfir að ráða fjölbreyttum bátakosti og alvönum siglingmönnum sem miðla af þekk- ingu sinni. Þetta er frábært tæki- færi fyrir þá sem vilja læra skútu- siglingar, stunda siglingaæfingar eða bara eiga góða samverustund úti á sjó á árabát eða kajak.  Fullorðinsnámskeið eru hugsuð sem undirbúningur fyrir skemmti- bátapróf.  Hver sá sem dreymir um að sigla þöndum seglum við strendur Íslands eða í hlýrri sjó í útlöndum ætti ekki að láta þetta námskeið fram hjá sér fara. Nánari upplýsingar eru á www.siglinga- felag.is.  Ýmir stendur fyrir opnum þrið- judagskvöldum í sumar en þá getur fólk komið og fengið báta, sbr. kajaka, árabáta og seglbáta.  Sólarlagssigling, svaðilfarir með skipsströndum og glens er í boði, allt eftir því sem hentar hverjum og einum. Opið er milli 16-19 og kostar 500 kr á mann, hámark er greitt 1500 kr fyrir fjölskyldu. Að lokum má nefna siglinga- æfingar fyrir 10 ára og eldri. Þær verða á fimmtudögum kl.16. Allir sem vilja æfa og fá aðstoð þjálfara eru hvattir til að mæta. Skráning er með því að senda tölvupóst á siglingafelag@siglingafelag.is. Siglingar í sumar kynning Sumarnámskeið í Kópavogi Sumarnámskeið í Kópavogi Búið er að opna fyrir skráningar SumarnámSkEið Hk í kórnum, DigranESi Og fagralunDi Í sumar mun HK að vanda bjóða upp á fjölbreytt og vönduð nám-skeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 5-12 ára. HK reynir eftir fremsta megni að ná til sem flestra barna og í ár verður félagið með nám- skeið á þremur stöðum Kórnum, Fagralundi og Digranesi. Eftirfrandi námskeið verða í boði: • Íþróttir og Útilíf í Kórnum • Knattspyrnuskóli í Kórnum • Handboltaskóli í Kórnum og Digranesi • Borðtennisnámskeið í Fagralundi/Snælandsskóla • Krakkablak (í vinnslu) • Taekwondonámskeið (í vinnslu) Allir umsjónarmenn sumarnám- skeiða HK eru fagmenntaðir á sviði tómstunda-, uppeldis-, íþrótta- eða heilsufræða og hafa reynslu af skipu- lögðu íþrótta- og tómstundastarfi barna. Skráningaleiðir:  Skráningar fara í gegnum skrán- ingakerfið Nóra. Til að skrá sig inn þarf viðkomandi að hafa aðgang að island.is (Íslykill) eða rafræn skilríki. Ef þú lendir í vandræðum ekki hika við að hafa samband við skrifstofu HK hk@hk.is eða í síma 570-4994. sumar.kopavogur.is Sumar í Kópavogi Siglingarnámskeið Smíðavöllur Hjóla- og útivistarnámskeið Ævintýranámskeið Skapandi sumarstörf Hrafninn – frístundaklúbbur Molinn ungmennahús Götuleikhús Sumarnámskeið íþróttafélaga Sumarnámskeið tómstundafélaga og félagasamtaka Allar upplýsingar á: http://sumar.kopavogur.is HVAÐlangar þig að gera íSUMAR?

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.