Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Qupperneq 14

Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Qupperneq 14
Kópavogsblaðið14 Föstudagur 20. maí 2016 Margt í boði í Menningar- húsum námSkEið TENNISSKÓLINN Í SUMAR fyrir börn 5-13 ára TENNIS- OG LEIKJASKÓLINN FYRIR BÖRN 5-8 ÁRA Markmið námskeiðanna er að kenna undirstöðuatriði tennisíþróttarinnar í bland við skemmtilega bolta- hlaupa- og tennisleiki. TENNISSKÓLINN 9-13 ÁRA Í Tennisskólanum fyrir börn 9-13 ára eru markmiðin þau sömu en lögð er meiri áhersla á tennisæfingar og tennisspil. Á báðum námskeiðum er lögð áhersla á að auka hreyfiþroska barnanna og fá allir nemendur bol og viðurkenningarskjal í lok námskeiðs. Í lok hvers námskeiðs er haldin pizzu- eða grillveisla. NÁMSKEIÐ Hægt er lika að taka stakar vikur. Byrjendanámskeið í tennis í sumar fyrir fullorðna Þú getur byrjað í tennis. Sumarskráning er hafin. Sumarkort í tennis Með sumarkorti í tennis getur þú spilað eins oft og þú vilt í sumar bæði á inni- og útivöllum TFK og Tennishallar- innar. Hægt er að fá einstak- lingskort og fjölskyldukort. Skráning og upplýsingagjöf er hafin! www.tennishollin.is tennis@tennishollin.is S: 564 4030 1. námskeið: 13. júní –24. júní 2. námskeið: 27. júní – 08. júlí 3. námskeið: 11. júlí –22. júlí 4. námskeið: 25. júlí –05. ágúst 5. námskeið: 08. ágúst –19. ágúst Tennisskólinn fyrir börn 5-13 ára Dalsmári 13 | sími 564 4030 | tennis@tennishollin.is | www.tfk.is Tennisfélag Garðabæjar Tennisfélag Kópavogs TÍMI OG GÆSLA Hægt er að taka námskeið sem stendur frá kl. 9.00 - 12.00 eða frá kl. 13.00 - 16.00 eða allan daginn. Börnin geta þó komið í gæslu kl. 7.45 og verið í gæslu í hádeginu og til kl. 17.15. Gæslan er án endurgjalds. VERÐ Tveggja vikna námskeið hálfan daginn er 21.800 kr. en heilan dag 31.800 kr. Ef tekin er stök vika, þá er greitt fyrir hverja viku 10.900 kr. hálfan daginn en 15.900 kr. allan daginn. Systkina- afsláttur er 10% fyrir hvert barn. Menningarhúsin í Kópavogiláta ekki sitt eftir liggjaog bjóða upp á sumarnám- skeið fyrir börn enda sannarlega áhugi meðal barna og foreldra á námskeiðum sem víkka sjóndeildar- hringinn. Það er mörgum kærkomin tilbreyting að fá að grúska á bóka- safni, skoða vatna- og fjörulífríki og skapa list undir handleiðslu mynd- listarmanna. Tilbreytingin í formi annarskonar námskeiða og við- fangsefna en krakkarnir hafa fyrir stafni allan veturinn getur haft þau áhrif að börn uppgötva áhugasvið eða hæfileika sem þau höfðu ekki hugmynd um áður. Náttúrufræðistofa Kópavogs býður námskeið strax í júní þar sem farið verður í vettvangsferðir og vatna- og fjörulífríki í Kópavogi rann- sakað. Sýni verða mæld og skoðuð í smásjá og haldnar vinnubækur en námskeiðið hefst þann 13. júní og er ætlað börnum á aldrinum 10 til 12 ára. Starfsmenn Náttúru- fræðistofu eru leiðbeinendur námskeiðsins en þetta er í 19. sinn sem slíkt námskeið er haldið af Nátt- úrufræðistofu Kópavogs. Heilsdagsnámskeið fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla verður haldið eftir verslunarmannahelgi, 8.-12. ágúst. Að námskeiðinu koma Bóka- safn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Gerðarsafn í samstarfi við Menntasvið Kópavogs. Rétt áður en skólahald hefst munu svo Bókasafn Kópavogs og Gerðar- safn bjóða 10-12 ára krökkum nám- skeið. Í Bókasafninu verður rýnt í hvernig bækur verða til en yfirskrift námskeiðsins er „Stefnumót við rit- höfunda.“ Eins og nafnið bendir til munu rithöfundar heimsækja hópinn á hverjum degi og í lok námskeiðs ættu krakkarnir því að hafa innsýn í störf rithöfunda og hafa spreytt sig á söguskrifum. Í Gerðarsafni verður hinsvegar unnið með náttúruna á myndlistarnám- skeiði og meðal annars búnir til saltkristallar og gerðar tilraunir með geómetrísk form úr sápukúlum. Markmið námskeiðsins verður að sameina náttúrufyrirbrigði og listsköpun. Námskeiðin í Bókasafn- inu og Gerðarsafni verða frá klukkan 13-16 dagana 15.-19. ágúst. Sumarnámskeið Breiðabliks 2016 námSkEið Verðskrá: Sama verð er á öll námskeiðin og hægt er að velja um hálfan dag eða heilan dag. Í Smáranum er hægt að kaupa heitan mat í hádeginu og gæslu frá 8.00-9.00 og 16.00-17.00. Ekki verður unnt að bjóða upp á hádegismat í Fagralundi en hægt verður að kaupa gæslu frá 8:00 til 9:00, frá 12:00 til 13:00 og 16:00 til 17:00. Í sumar verður boðið upp á íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára í Smáranum í Kópavogsdal og í Fagralundi í Fossvogsdal. Skipulögð dagskrá er frá 8.00-17.00 alla virka daga. Námskeiðin eru fyrir öll börn fædd 2004 til 2009. * Vika 23 er 4 dagar og lækkar verð þá viku um 20% Staðsetning og tímatafla fyrir námskeiðin: Hægt verður að skrá börn á námskeið og í gæslu frá og með 2. maí en allar upplýsingar um skráningarferlið er að finna á heimasíðu Breiðabliks – breidablik.is. einnig er hægt að fá upplýsingar í síma 510-6400. Einn- ig er fyrirhugað að halda námskeið í ágústmánuði, frá 8. til 19. ágúst. Nán- ari tilhögun verður kynnt síðar. Sumarnámskeið í Kópavogi Sumarnámskeið í Kópavogi Sundnámskeið: Námskeiðin eru fyrir öll börn fædd 2004 til 2011. Sunddeild Breiðabliks býður í sumar upp á sundnámskeið í Sundskóla Breiðabliks í júní og júlí. Fyrsta námskeiðið hefst 13. júní og því síðasta lýkur 15. júlí. Sjá nánar á breidablik.is/sund/sundnamskeid_ breidabliks.

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.