Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Side 15

Kópavogsblaðið - 20.05.2016, Side 15
Kópavogsblaðið 15Föstudagur 20. maí 2016 Ferðamálaskólinn í Kópavogi er kvöldskóli fyrir fullorðna og fer kennslan fram frá klukkan hálf fimm til tæplega tíu, fjögur kvöld vikunnar. Ásdís Ó. Vatnsdal er fagstjóri Ferðamála- skólans og ferðagreina í Mennta- skólanum í Kópavogi. Hún segir hér frá skipulagi náms í Ferðamála- skólanum og þeim möguleikum sem standa nemendum til boða. Ferðamálaskólinn býður upp á starfstengt ferðamálanám fyrir fullorðna einstaklinga sem lokið hafa stúdentsprófi, sveinsprófi eða öðru sambærilegu námi. Námið skiptist í tvær bóklegar annir í skólanum og svo tólf vikna starfsnám hjá ferða- þjónustufyrirtæki. Hægt er að taka námið á lengri tíma og hentar það ágætlega fyrir þá sem vilja stunda námið jafnhliða vinnu. Hagnýtt og fjölbreytilegt nám Námið er hagnýtt, sem þýðir að við erum alltaf að undirbúa nemendur beint undir atvinnulífið. Verkefnin eru raunhæf og það er mikið lagt upp úr samvinnu og hópverkefnum, því það er það sem tekur við þegar fólk er komið til starfa í greininni. Í náminu læra nemendur allt um Ísland sem ferðamannaland, svo sem um náttúru landsins, menn- ingu, afþreyingu og gistingu. Að auki er kennd ferðaenska, þjónustusam- skipti, markaðsfræði, viðburða- stjórnun, ferðafræði, upplýsinga- tækni, ferðalandafærði útlanda, umhverfisfræði og stjórnun. Þá er einnig boðið upp á valgreinar sem snúast um farbókanir og farseðlaút- gáfu annars vegar og matreiðslu, framreiðslu og gestamóttöku hins vegar. Gestafyrirlesarar sækja skól- ann heim og farið er með nemend- ur í fyritækjaheimsóknir og vett- vangsferðir. Einnig er nemendum oft boðið að sækja ráðstefnur og ferðakynningar. Á undanförnum árum hefur skapast hefð fyrir því að sækja hina víðfrægu ferðakaup- stefnu ITB sem fram fer á hverju ári í Berlín og svo er tveggja daga náms- ferð til Vestmannaeyja orðin ómiss- andi þáttur í skólastarfinu. Góð tengsl við atvinnulífið Með náminu í Ferðamálaskólanum erum við að undirbúa nemendur undir störf hjá ferðaskrifstofum, upplýsingamiðstöðvum, flug- félögum, hótelum, afþreyingarfyrir- tækjum og ráðstefnuskrifstofum, svo eitthvað sé nefnt. Við erum í nánum tengslum við atvinnulífið og hags- munaaðila ferðaþjónustunnar og fylgjumst vel með því sem er að ger- ast í greininni. Við erum sífellt að endurskoða námið í takt við þarfir þessarar ört vaxandi atvinnugreinar. En þrátt fyrir mikla þenslu í ferða- þjónustu á Íslandi hefur nem- endafjöldi við skólann staðið í stað. Við bindum þó vonir við að aðsóknin muni glæðast á næstunni því okkur veitir svo sannarlega ekki af vel menntuðu fólki í þessari mikilvægu atvinnugrein. Að meðaltali stunda um 35-40 manns nám við skólann en það er pláss fyrir fleiri. Bóklega námið er alls 36 einingar og starfsnámið er 15 einingar, þannig að námið í heild gefur 51 einingu. Í starfsnáminu sækja nemendur ýmist sjálfir um störf í ferðaþjónustu eða skólinn gerir sérstakan námssamn- ing við ferðaþjónustufyrirtæki. Skól- inn hefur átt í góðu samstarfi við fyriræki í ferðaþjónustu og reglulega leita fjölmargir aðilar til skólans þegar þá vantar góða starfskrafta. Starfsnámið getur farið fram sam- hliða námi eða að bóklega náminu loknu. Við höfum einnig metið starfsreynslu hjá ferðaþjónustu- fyrirtækjum til eininga en þá þurfa nemendur að skila inn skýrslu ásamt staðfestingu á að þeir hafi starfað hjá viðkomandi fyrirtæki. Aðalmarkmið starfsnámsins er að útskrifa nemendur sem eru hæfir til starfa í ferðaþjónustu strax að námi loknu. Það er því mikilvægt að þeir öðlist innsýn í helstu vinnuferla hjá fyrirtækinu, deildaskiptingu og samskipti milli deilda. Einnig er lögð áhersla á að nemandi fái reynslu og þjálfun í samskiptum við afgreiðslu og upplýsingagjöf, taki þátt í skipu- lagningu og undirbúningi ferða og umsjón með bókunum og kynnist reikningagerð, uppgjöri, markaðs- setningu og öðru þeim þáttum sem áhersla er lögð á innan fyrirtækisins. Starfsnám erlendis Ferðamálaskólinn hefur á undan- förnum árum tekið þátt í viðamiklum erlendum samstarfsverkefnum styrktum af menntaáætlun Evrópu- sambandsins og Nordplus. Þessi verkefni miða öll að því að efla gagnkvæmt traust í menntamálum og auka möguleika fólks á að stunda hluta starfsnám í öðru landi og fá námið síðan metið í heimalandinu. Skólinn hefur nokkrum sinnum staðið að slíkum nemendaskiptum og um páskaleytið í vor fóru fjórir nemendur í þriggja vikna starfsnám í bænum Rovaniemi í Lapplandi. Námsferðin var styrkt af Ersamus+ áætluninni og var markmið hen- nar að gefa nemendum tækifæri á að kynnast menningu og ferða- þjónustu í tiltölulega litlu samfélagi á norðurslóðum. Svæðið er vinsæll ferðamannastaður sem hefur á undanförnum árum verið markaðs- sett sem heimkynni jólasveinsins og Alpar norðursins, en þarna er eitt stærsta skíðasvæði Norður- landa og svo hafa norðurljósin ekki spillt fyrir vinsældum staðarins. Þarna gefst nemendum kostur á að kynnast vetrarferðamennsku við aðstæður sem eru alls ekki svo ólíkar aðstæðum heima fyrir og fá ef til vill nýjar hugmyndir sem gætu nýst þeim í starfi innan ferða- þjónustunnar í framtíðinni. Stefnt er að því að gera námsferðir til Lapp- lands að föstum lið í skólastarfinu og á næsta skólaári mun þremur nemendum gefast kostur á því að dveljast um þriggja vikna skeið í Lapplandi. Netfang: Ferdamalaskolinn@mk.is Sími: 594 4020 Upplýsingar hjá fagstjóra, Ásdísi Ó. Vatnsdal, og á heimasíðu mk.is NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 kinahofid.is 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.790.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga, ekki um helgar NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 kinahofid.is 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.790.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga, ekki um helgarNÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 kinahofid.is 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.790.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga, ekki um helgar Höfum opið þrátt fyrir byggingar- framkvæmdir Ferðamálaskólinn í Kópavogi kynning Nemendur Ferðamálaskólans í heimsókn hjá jólasveininum í Rovaniemi

x

Kópavogsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.