Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.07.1993, Side 10

Bæjarins besta - 28.07.1993, Side 10
10 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 28. júlí 1993 Ketill Helga BRYNJA Guðmunds- dóttir spaugari síðustu viku skoraði á Ketil Helga- son, fiskverkanda í Djúp- fangi hf. í Bolungarvík að segja frá að þessu sinni og hér kemur sagan hans: Einu sinni var verið að pakka skreið hjá Magnúsi Snorrasyni fiskverkanda og útgerðarmanni í Bolung- arvík. Hafði hann verkað töluvert af skreið um vorið og lá mikið við að pakka henni því skipið var aó koma til að taka hana. Hafði hann safnað saman á bilinu 30-40 manns til að verkið tæki sem skemmstan tíma. Þar á meðal var Arnþór Magnússon sonur hans og var honum falið það verk að stjórna skreiðarpress- unni. Þar sem Magnús geng- ur um húsið og aðgætir hvort allt gangi ekki snuðru- laust fyrir sig, sér hann sér til mikillar gremju að mynd- ast hefur stór haugur af ópressaðri skreið fyrir framan pressuna. Veróur honum þá litið upp á press- una og sér sér til mikillar undrunar að drengurinn er horfinn. Kallar hann þá á hann af öllum lífs- og sálar- kröftum og viti menn. Stend- ur þá ekki Arnþór Magnús- son í dyrunum með fullan kassa af Coca Cola og annan kassa fullan af Prins póló og býður mannskapnum aó fá sérhressingu. Setjast nú allir niður í pásu. Eftir dágóða stund stendur Magnús upp og segir „Jæja, best aö halda áfram Amþór minn, þakka þér kærlega fyrir þessar höfðinglegu veitingar.“ Snýr þá Arnþór sér snöggt að honum og segir „Sömu- leiðis pabbi minn, ég lét skrifa þetta hjá þér.“ Eg skora á Sigmund Þor- kelsson, hestabónda og harðfiskverkanda í Bolung- arvík. Súðavík: Bessi með 190 tonn af þorski Bessinn kom til heima- hafnar sinnar í Súðavík á laugardaginn með 190 tonn af þorski sem fór allur til vinnslu hjá Frosta hf. A fimmtudag í síðustu viku kom Sighvatur Bjamason inn með 4 tonn af rækju og rifið troll en skipið var þar á undan í landi á mánudegi. Valur kom sama dag með 5,8 tonn af þorski og Orri kom á fóstudag með 15,5 tonn af rækju. I gær þriðjudag landaði síðan Kofri 18 tonnum af rækju. ísafjörður: Stefnir með 160 tonn af þorski og ufsa Sex rækjuskip hafa landað á Isafirði síðast- liðna viku til dagsins í gær. Guðmundur Pét- urs landaði á fimmtudag í síðustu viku 24 tonn- um, Gísli Júl landaði 5 tonnum á föstudag og fór svo í slipp og Haf- berg landaði 18 tonnum á mánudag. Daginn eftir landaói Auð- unn 13 tonnum, Sæfellið 7 tonnum og Víkurbergið 28 tonnum. Rússneskt skip kom til ísafjarðar á laugar- dag og var hafist handa við að skipa upp úr því 160 tonnum af frystri rækju á mánudag. Rækjan fer öll til vinnslu hjá Rit hf. Guð- bjartur landaði 120 tonn- um af blönduóum afla á fóstudag og Guöbjörg IS landaði sama dag 145 tonn- um af þorski. Júlíus Geirmundsson kom síðan á laugardag með 150 tonn af frosnum fiski sem svarar til 167,5 tonna upp úr sjó. Aflaverðmæti túrsins var 36-37 milljónir króna. Sama dag landaði Stefnir 160 tonnum af þorski og ufsa og Páll Páls- son landaói 140 tonnum af þorski á mánudag. Heiðrún hefur verið frá veiðum í tíu daga vegna bilunar í spilrafal og Dagrúnu seinkaði í slipp í Reykjavík vegna bilunar í vél. „Heiðrún hefur veriö biluð nú í tíu daga. Það fór spilrafall en hann er kominn á staðinn og ég geri ráð fyrir að hún fari aftur á veiðar á fimmtudag eða fóstudag,” sagði Björgvin Bjarnason, framkvæmdasfjóri Osvarar í samtali við blaðið. „Dagrún átti að fara í slipp á mánudag en þá kom í ljós að það virtist vera vatn á gírnum. Þegar farið var að skoða það mál betur kom í ljós að nokkrar legur voru brotnar og því var ákveðið að skipta um þær svo þær skemmdu ekki út frá sér. Dagrún mun því fara í slipp strax eftir verslunarmannhelgi og þá eru svona tvær vikur í að skipið geti haldið á veiðar. Sami skipstjóri verður á skipinu, Víóir Jónsson og gert er ráð fyrir aö sama áhöfn veröi á skipinu að mestu leyti. „Af þessu afgreiddu er eini óvissuþátturinn hjá okkur, kaupin á frystihúsinu en þau mál munu skýrast nú í vikunni. Við mióum okkar áætlanir við aö ná kaupum á því en ef það gerist ekki þá endurskoðun við okkar áætlanir snarlega. Þær hafa allar gengið út á það að skipin fiski fyrir þetta frystihús og ef við fáum það ekki verðum við aó endurskoða okkar áætlanir.” -Ertu vongóður um að fá frystihúsið? „Ég er hóflega bjartsýnn á þaó. Það er aldrei neitt öruggt í þessu. Það var til dæmis mjög óvænt að samkeppnin skyldi koma innanfrá. Við vissum þaö þegar við vorum að reyna að kaupa þessi skip að við værum í bullandi samkeppni vió aöra landshluta en við héldum að vió værum einir um þetta en það reyndist ekki vera. Vió látum það samt ekki raska okkar áætlunum,” sagði Björgvin í samtali við blaðið. Bolungarvík: Loðnan komin til Bolungarvíkur Eing og kemur fram annars staðar í blaðinu er loðnan komin til Bol- ungarvíkur. Höfrungur AK hefur landað þrisvar á einni viku samtals 1,726,3 tonnum sem fóru til bræðslu á fiskimjöls- verksmiðju Einars Guð- finnssonar hf. Línubátar staðarins komu meó alls 7 tonn að landi í síðustu viku og var Guðný þeirra aflahæst með 4.8 tonn í þremur róðrum. Dragnótarbátarnir lönd- uðu alls 25,1 tonni og var Páll Helgi aflahæstur með 9.8 tonn í fimm róðrum. Færabátarnir lönduðu 117.2 tonnum og vpru þrír efstu bátarnir þeir Iris með 8.2 tonn í þremur róðrum, Þjóðólfur með 6,8 tonn í tv róðrum og Haukur sem kom með 6,4 tonn úr einum róóri. Flosi landaði 15,2 tonnum af rækju og Gunn- björn 6,4 tonnum. Þingeyri: Sléttanesid komid með 17 milljóna króna aflaverðmæti Engar fréttir fengust af smábátum á Þingeyri þessa vikuna en Fram- nesið landaði 21. júlí síðastliðinn 84 tonnum af karfa og ufsa. Skipið er enn á veiðum. Sléttanesið er einnig á veiðum og er væntanlegt til lands í lok næstu viku. Þar er á veiðum á Hampiðjutorginu svokallaða og var komió með aflaverómæti uppá 17. milljónir króna á mánudag að sögn útgerðarmanns skipsins.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.