Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.10.2016, Qupperneq 2

Bæjarins besta - 20.10.2016, Qupperneq 2
2 FIMMTudagur 20. OKTÓBER 2016 – Sjónarmið – Kristinn H. Gunnarsson Stjórnarflokkarnir Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknar- flokkur standa höllum fæti rúmri viku fyrir kosningar. Um síðustu helgi sýndu þrjár nýlegustu skoðanakannanirnar að samanlagt fylgi þeirra væri aðeins 30–33%. Öruggur þing- meirihluti flokkanna á Alþingi væri samkvæmt þessu kol- fallinn. Tap flokkanna myndi vera um 20% af greiddum atkvæðum. Gangi þetta eftir hafa tveir af hverjum fimm kjósendum stjórnarflokkanna snúið við þeim baki. Það er ekki aðeins mikið tap heldur yrðu slík úrslit hreint afhroð fyrir báða flokkana. Smjör drýpur af hverju strái En þegar litið er á stöðu efnahagsmála og þróun helstu hagstærða frá 2013 ættu stjórnar flokkarnir að vera á góðri siglingu til sigurs í komandi Alþingiskosningum. Efnahagsmálin hafa löngum verið langmikilvægust í aug- um kjósenda. Góður hagur heimilanna hefur nánast verið ávísun á góð kosningaúrslit. Öll helstu rit Seðlabanka Íslands, Peningamál, Fjár- málastöðugleiki og Hagvísar segja sömu söguna um þróun efnahagsmála. Þau rit segja frá eins og Landnáma. Þar segir að Þórólfur, ferðafélagi Hrafna-Flóka, sagði smjör drjúpa af hverju strái á Íslandi eftir vetrardvöl í Vatnsfirði. Kaupmátturinn eykst um 22,5% Frá 2013 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna vaxið hvert ár. Samanlagt er kaupmátturinn nú 22,5% hærri en hann var árið 2013. Það eru nánast óþekktar tölur í hagsögu Vesturlanda. Það þýðir að fjölskylda sem hafði 400 þúsund króna ráðstöfunartekjur að jafnaði árið 2013 hefur nú nærri 500 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatta. Til viðbótar er því svo spáð að kaupmátturinn muni enn vaxa á næsta ári og þá um 5,2%. Þá bætast 25 þúsund króna við ráðstöfunartekjurnar í hverjum mánuði ef það gengur eftir. Samanlögð aukning kaupmáttar að raungildi yrði þá orðin 29% á fjórum árum. Atvinnuþátttaka 80% Atvinnuleysi hefur stórlega minnkað. Það var 5,4% árið 2013 en er komið í 3,3% og reyndar er það metið sem 2,7% þegar tekið hefur verið tillit til árstíða- bundinnar sveiflu í atvinnu. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna síðan 2008. Að sama skapi hefur atvinnuþátttakan aukist. Hún var 77% árið 2014 en er nú komin yfir 80%. Störfum hefur að mati Seðlabankans fjölgað um 3% á þessu ári. Mikil bjartsýni ríkir um horf urn ar í atvinnumálum. Væntingar 75% af 400 stærstu fyrirtækjum landsins eru þær að horfurnar séu góðar og liðlega 50% almennings lítur nú- verandi ástand jákvæðum augum. Jákvæð erlend skilyrði Hagstæð þróun á erlendum mörkuðum hefur lagst með ís- lensku þjóðinni. Verð sjávar- afurða í erlendum gjaldeyri hækk- aði árið 2014 um 7,7%. Árið 2015 hækkaði verðið enn meira og þá um 10,9% og á þessu árið er hækkunin metin á 2,5%. Sam- anlögð hækkun á þessum þremur árum er 22,4%. Það er með því allra besta sem um getur á nokkru þriggja ára bili. Til viðbótar þess- um ávinningi þjóðarbúsins kemur svo að verð á olíu og bensíni í USD, bandarískum dollar hefur lækkað um 60% á sömu þremur árum 2014–2016. Verðbólga Hagstæðu ytri skilyrðin hafa leitt til þess að þrátt fyrir miklar launahækkanir hefur verðbólgan verið innan við 2½% frá byrjun árs 2014 og spáð er að frekari hjöðnun verðbólgu sé framundan. Fasteignaverð hækkar um 50% Frá 2010 hefur íbúðaverð í Reykjavík innan Hringbrautar, í Vesturbænum og Hlíðunum hækkað að raungildi um 50% og er nú um 5% hærra en þegar það var hæst í lok árs 2007. Í öðrum hverfum höfuðborgarsvæðisins er raunhækkunin minni en þó 37%. Síðustu 12 mánuði hefur raunhækkun íbúðarhúsnæðisins verið 12%. Atvinnuhúsnæði hefur hækkað á þessum tíma enn meira eða um 14,3%. Vegna hækkunar fasteigna hefur veðsetningarhlut- fall íbúðarhúsnæðis lækkað jafnt og þétt og er nú komið niður í 37%. Skuldir heimilanna lækka um 94% Frá 2010 hafa skuldir heimil- anna lækkað um 94% af áætluðum ráðstöfunartekjum eins árs. Hlut- fallið er nú 156% en var þá 250%. Það er byltingarkennd lækkun á skuldum heimilanna. Skuldir vegna íbúðakaupa 2015 sam- kvæmt skattframtölum einstak- linga eru nánast sama krónutala og var 2010 en eignamat fasteign- anna hefur hækkað um liðlega 500 milljarða króna. Nærri helmingur framteljenda telur fram íbúðaskuldir. Hrein eign þeirra var í árslok 2015, 1.353 milljarðar króna og hafði aukist um 20% að raunvirði á aðeins einu ári. Fimm árum áður, í árslok 2010 var hrein eign þessa hóps aðeins 516 milljarðar króna á verðlagi ársins 2015. Hrein eign hefur nærri þrefaldast og aukist um 840 milljarða króna. Skuldsetning heimila og fyrirtækja í hlutfalli við landsframleiðslu er nú sögulega lág. Hvað vilja menn meira? Skuldir ríkissjóðs lækka um 120 milljarða króna Skuldir ríkissjóðs héldu áfram að lækka og voru aðeins 51% af vergri landsframleiðslu í lok ágúst 2016. Höfðu skuldirnar lækkað um 10% frá áramótum. Lækkunin á árinu er orðin 120 milljarðar króna, einkum vegna stöðugleikafram- lagsins. Staða ríkissjóðs er traust. Spilling og ranglæti drýpur líka af hverju strái Spurningin sem við blasir er þessi: af hverju eru stjórnarflokk- arnir að tapa í komandi kosning- um? Svarið sem líklega kemst næst því að skýra óvinsældir ríkisstjórnarinnar er spilling, mis- skipting og ranglæti. Í forystusveit beggja flokka hafa verið einstak- lingar sem setja sig á annan stall en almenning og finnst það bæði sjálfsagt og eðlilegt. Svo spilltur var fyrrverandi forsætisráðherra að hans eigin flokkur varð að höggva hann af sér. Fylgið hrynur jafnt og þétt af Sjálfstæðisflokknum vegna forystu sem sér ekki siðleysið í því að gefa margítrekað loforð fyrir síðustu Alþingiskosningar sem svo aldrei stóð til að efna. Panama siðferðið svífur yfir flokknum og Kári Stefánsson hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði að for- maður Sjálfstæðisflokksins kynni best við sig á gráa svæðinu milli stjórnmála og viðskipta. Annar eins Borgunarmaður fyrirfinnst ekki í stjórnmálunum. Svo má nefna Orkubú Vestfjarða. Misskiptingin er yfirþyrmandi og sést best í lækk- un á skattheimtu af þeim sem geta borgað og viðvarandi naglaskap í garð heilbrigðiskerfisins. Það drýpur of mikil spilling og of mikið ranglæti af góðærisstráunum. Þess vegna eru stjórnarflokkarnir að tapa. Kristinn H. Gunnarsson hagfræðingur og stjórnmálafræðingur Stjórnarflokkarnir bíða afhroð í efnahagslegu góðæri Göngugarpurinn Einar Skúla- son hefur nú hafið göngu sína eftir gömlu póstleiðinni frá Reykjavík til Ísafjarðar og er hann einn á ferð, með nesti, tjald og nýja skó. Einar er Vestfirðing- um að góðu kunnur, en hann hef- Gengur gömlu póst- leiðina til Ísafjarðar ur verið einn af prímusmótorum Gönguhátíðarinnar í Súðavík. Einar hefur um langt skeið verið áhugasamur um gamlar þjóðleið- ir. „Það eru til hundruð gamalla leiða sem eru margar hverjar horfnar. Leiðirnar eru oft merktar Einar kom við á Bessastöðum og sótti bréf frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. með vörðum en sumstaðar sjást líka slóðar í landinu eftir mörg hundruð ára umgang manna og hesta. Sumar þjóðleiðirnar eru frá upphafi landnáms og liggja þær flestar yfir holt og hæðir en stundum dett ég inn á fjölfarna vegi því sumstaðar er búið að leggja vegi yfir gömlu leiðirnar. Til eru fjölmargar frásagnir af ferðum landpóstanna og þeim raunum sem þeir lentu í og það er þekkt að sumir komust ekki alla leið með bréf og böggla til fólks,“ segir Einar. Eins og landpósti sæmir er hann með nokkur bréf í farteskinu, meðal annars bréf frá forseta Íslands til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og UMFÍ hefur einnig beðið hann fyrir bréf. Þráinn Arnaldsson, leikmað- ur Vestra, var í vikunni valinn á úrtaksmót U-17 ára landsliðsins í fótbolta. Þetta er frábær ár- angur hjá Þráni og heldur hann áfram að fá viðurkenningar fyrir Valinn á úr- taksmót KSÍ Þráinn fyrir miðju með félögum sínum í Vestra, þeim Guð- mundi Svavarssyni (t.v.) og Þórði Hafþórssyni. erfiðið, því hann var einnig í úrtakshópi U-16 landsliðsins í fyrra. Þráinn er einn efnilegasti markmaður landsins í sínum aldursflokki.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.