Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.10.2016, Page 4

Bæjarins besta - 20.10.2016, Page 4
4 FIMMTudagur 20. OKTÓBER 2016 Útgefandi: Athafnagleði ehf., kt. 690715-0740 Afgreiðsla og ritstjórn: Mánagötu 2, Ísafirði, sími 456 4560 Ritstjóri BB og bb.is: Bryndís Sigurðardóttir, 896 9838, bb@bb.is Ábyrgðarmaður: Bryndís Sigurðardóttir. Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is Prentvinnsla: Litróf ehf. Upplag: 2.200 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði ISSN 1670-021X Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Ritstjórnargrein Stundin nálgast Spurning vikunnar Á hvaða málefni leggur þú áherslu í þessum kosningum? Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Alls svöruðu 352 Menntamál, sögðu 11 eða 3% Samgöngur, sögðu 96 eða 27% Umhverfismál, sögðu 16 eða 5% Menningarmál, sögðu 8 eða 2% Heilbrigðismál, sögðu 116 eða 33% Utanrískismál, sögðu 5 eða 1% Lýðræði, stjórnarskrá og spilling, sögðu 37 eða 11% Atvinnumál, sögðu 42 eða 12% Annað, sögðu 21 eða 6% Þitt atkvæði skiptir máli er frasi sem þarf að endurtaka í sífellu því með kosningum tökum við sameiginlega ákvörðun um hvað það er sem skiptir máli í okkar samfélagi. Þó margir haldi því fram að þeir séu ekki „pólitískir“ hafa allir skoðanir á samfélaginu okkar, með einum eða öðrum hætti svo öðrum frasa sé slegið á loft. Hverjum er slétt sama um aðgang að heilbrigðisþjónustu eða menntun, hver hefur enga skoðun á samgöngum, mokstri og hvað það er dýrt að fljúga suður, hvort við séum með eða móti fiskeldi og hvort ferða- þjónustan sé málið. Að finna svo skoðunum sínum farveg í þeim valkostum sem bjóðast er annað mál og hvort valkostirnir standa svo við stóru orðin er líka annar handleggur. Það er hins vegar ekkert vit í öðru en að reyna að finna framboð sem fellur best að lífsýninni, er trúverðugt og býður til starfans gott og heiðarlegt fólk. bb.is spurði á dögunum lesendur sína um fyrirhugaða kosninga- þátttöku, hvort þeir ætluðu að kjósa sama og síðast, eitthvað allt annað, sleppa því að kjósa eða ekki gert upp hug sinn. Fjórðungur svarenda reyndist óákveðinn og rúmur þriðjungur ætlaði ekki að kjósa það sama og síðast. Það er því ljóst að miklar breytingar eru í aðsigi. Ef skoðuð eru svör vikunnar við spurningunni um áherslu- atriði þá eru heilbrigðis- og samgöngumál það sem eru lesendum bb.is ofarlega í huga. Það má því leiða að því líkum að þeir sem kjósa annað núna en síðast geri það vegna vonar til nýs framboðs í þessum efnum, eða vonbrigða með það sem síðast var kosið. Næst á eftir samgöngumálum og heilbrigðismálum eru það at- vinnumál, lýðræði, stjórnarskrá og spilling sem fólki liggur á hjarta og vonandi að umsækjendur um starf á alþingi hafi það í huga í þeim ráðningarsamtölum sem nú fara fram, milli þeirra og kjósenda. Bæjarins besta og bb.is er ætið opið fyrir lýðræðislega umræðu og reynir eftir megni að koma sem flestum sjónarmiðum á framfæri. BS Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27.grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum. Byggðasamlaginu er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfssemi, enda teljist starf- semin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu. Umsóknafrestur er til 13. nóvember 2016 og skulu umsóknir berast til félagsþjónustu lögheimilissveitarfélags, umsóknaeyðublöð og reglur um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa eru að finna hjá viðkomandi félagsþjónustu. • Félagsþjónustan við Djúp, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík, sími 450-7000/ 450-5900 www.bolungarvik.is / www.sudavik.is • Fjölskyldusvið Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður, sími 450-8000 www.isafjordur.is • Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík, sími 451-3510/ 434-7880 www.strandabyggd.is / www.reyk- holar.is • Félagsþjónusta Vestur- Barðastrandarsýslu, Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður, sími 450-2300/ 456-2539 www.vesturbyggd.is / www. talknafjordur.is VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 15. nóvember 2016. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: - Lýsing á eign og því sem henni fylgir - Ástand íbúðar og staðsetning - Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár - Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.