Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.10.2016, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 20.10.2016, Blaðsíða 5
FIMMTUdagUr 20. OKTÓBER 2016 5 AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti ís lensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni ís lensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn aug lýsir nú eftir umsóknum í verkefni með þetta að mark miði. Skilafrestur umsókna er til kl. 20, 1. des ember 2016. Umsóknum ber að skila rafrænt á net fangið avs@byggdastofnun.is og bréflega á póst fangið Byggðastofnun v/AVS rannsóknasjóður í sjávar útvegi, Ártorgi 1, 550 Sauðárkrókur. Vakin er at hygli á því að umsóknum þarf bæði að skila raf rænt og bréflega. Styrkir sem sjóðurinn veitir falla undir tvo flokka: a. Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna Styrkir til afmarkaðra rannsókna- og/eða þró unar- verk efna, sem falla að markmiðum sjóðs ins. Veittur er styrkur til eins árs í senn og skal í umsókn gera grein fyrir verk þáttum og fjár mögnun. Hver styrkur getur numið allt að átta milljónum króna. Hægt er að sækja um styrki til umfangsmeiri verk- efna (fram haldsverkefna), sem unnin eru á lengri tíma, eða allt að þremur árum, en sækja þarf um styrk á hverju ári. Hafi verk efnið áður verið styrkt, þarf að gera grein fyrir fram vindu þess áður en styrk umsókn er afgreidd. b. Smá- eða forverkefni Hægt er að sækja um styrki til smærri verkefna eða til að undir búa stærri verkefni á sviði rann sókna og/ eða þró unar. Styrkupphæð er allt að einni milljón króna og skal verk efnið unnið innan tólf mánaða. Um alla styrki gildir að framlag sjóðsins má ekki fara fram yfir 50% af heildarkostnaði og sjóðurinn tekur ekki þátt í að styrkja fjárfestingar Nánari upplýsingar og umsóknarblað er að finna á heimasíðu sjóðsins www.avs.is AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi ∙ Ártorgi 1 ∙ 550 Sauðárkrókur ∙ sími 455 5400 ∙ www.avs.is AVS rannsóknasjóður í sjávar útvegi starf ar á vegum Atvinnu vega- og nýsköp unar ráðu neytis AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum Nú, þegar einungis er rúm vika til kosninga, eru stjórnmál í brennidepli í fjölmiðlum. Stjórnmálaflokkarnir keppast við að ná til sem flestra kjósenda og fylla huga þeirra loforðum sem staðið verður við eftir kosningar – mögulega kannski, ef ekki þá er alltaf hægt að bera fyrir sig pólitískan ómöguleika. Þetta virðist hafa verið viður- kenndur leikvöllur stjórnmála- manna hingað til. Núna viljum við hins vegar breyta leikreglun- um og, í framhaldinu, leikvell- inum í heild sinni. Píratar eru flokkur sem boðar nýja nálgun á stjórnmál þar sem gagnsæi og upplýst ákvörðunartaka eru Við erum framtíðin í fyrirrúmi. Við viljum efla borg- araréttindi og færa valdið aftur til fólksins. Því er mikilvægt að fólkið kjósi sér fulltrúa inn á þing sem munu hlusta á það sem almenningur hefur að segja. Þetta er sérstaklega mikilvægt á landsbyggðinni, sem hefur oft á tíðum vantað talsmenn. Lands- byggðin er vissulega fámennari heldur en höfuðborgarsvæðið en hefur að geyma gríðarleg verð- mæti fyrir land og þjóð. Það er mjög mikilvægt að styðja vel við byggðarlög á landsbyggðinni og sporna við þeim gífurlega fólks- flótta sem hefur orðið þaðan. Oft á tíðum er ungt fólk tilneytt til þess að leita til höfuðborgarinn- ar ef það vill sækja sér sérhæfðar menntunar en myndi gjarnan vilja, að námi loknu, snúa aftur til heimabyggðar og setjast þar að til framtíðar með fjölskyldur sínar. Hins vegar getur lélegt aðgengi að grunnþjónustu og störfum haft mikil áhrif á þá ákvörðun. Við sem skipum baráttusæti Pírata í Norðvesturkjördæmi erum þessu kunnug af eigin raun. Eva Pandora Baldursdóttir skipar 1. sæti listans en hún er fædd og uppalin í Skagafirði og hefur búið þar stærstan hluta ævi sinnar að frátöldu einu ári erlendis og sex árum í Reykjavík til þess að afla sér háskólamenntunar. Að námi loknu snéri hún aftur í heima- byggð og hefur nú stofnað þar fjölskyldu. Þó svo að yndislegt sé að hafa snúið aftur heim er ýmislegt sem mætti vera betra. Heilbrigðiþjónustu er verulega ábótavant þar sem heilsugæslur hafa of lengi verið fjársveltar og geta þar af leiðandi ekki sinnt grunnþjónustu sem ætti að vera til staðar í þéttbýli. Oft á tíðum hafa þessar heilsugæslur góða aðstöðu og jafnvel starfsfólk á staðnum til þess að sinna þess- um verkefnum sem vantar en skortir einungis fjármagnið. Ef ungt fólk þarf að sækja langt til þess að verða sér úti um aðgang að grunnheilbrigðisþjónustu á borð við aðgang að fæðingar- deild, ungbarnavernd o.fl. er eðlilegt að hugsa sig tvisvar um áður en festar eru rætur. Ef ekki er hægt að stofna og ala upp fjölskyldu í byggðarlagi án þess að þurfa að fara í langar, og oft hættulegar, ferðir yfir fjöll og firnindi í öllum veðrum hefur eitt af skilyrðum öruggrar búsetu á landsbyggðinni brostið. Gunnar Ingiberg Guðmunds- son skipar 2. sæti listans en hann er búsettur á Ísafirði ásamt unnustu sinni en þau eiga von á barni í vetur. Gunnar er mennt- aður vél- og skipstjórnarmaður og hefur hann starfað seinustu þrjú ár í strandveiðikerfinu með sína eigin útgerð. Hann þekkir því af eigin raun hversu erfitt er að stunda þessa atvinnu sér til lífsviðurværis í núverandi sjávarútvegskerfi. Hægt er að líta á það sem ákveðinn erfðarétt Íslendinga að geta stundað sjó sér og sínum til lífsviðurværis og með því að festa þennan rétt í sessi breytum við vaxtarskilyrð- um smærri þéttbýliskjarna við strendur landsins. Þegar einstak- lingum er aftur gert mögulegt að nýta þennan erfðarétt sinn og stunda sjó eflir það og glæðir byggðarlagið og stuðlar að auk- inni atvinnuuppbyggingu og þar af leiðandi verður fýsilegra fyrir ungt fólk að snúa aftur heim. Við erum ungt fólk af lands- byggðinni sem stefnum á Al- þingi til þess að breyta stjórn- kerfinu til hins betra og stuðla að uppbyggingu landsbyggðar- innar. Við þurfum ekki að spyrja okkur hvað unga fólkið myndi mögulega vilja til þess að snúa aftur heim. Við erum unga fólk- ið. Við erum framtíðin. Höfundar eru Eva Pandora Baldursdóttir og Gunnar Ingi- berg Guðmundsson. Gunnar Ingiberg Guðmundsson. Eva Pandora Baldursdóttir. Hópur hagsmunaaðila hefur stofnað málssóknarfélag og ætla að krefjast þess fyrir dómi að starfsleyfi fiskeldisfyrirtæk- isins Arnarlax á Bíldudal verði ógildað. Á vef RÚV er greint frá að Jón Steinar Gunnlaugs- son er lögmaður hópsins og í málssókninni verður vísað til að eldislax sem sleppur úr sjó- kvíum geti spillt náttúrulegum stofnum í veiðiám samkvæmt norskum rannsóknum. Aðild að málssóknarfélaginu Málssókn gegn sjó- kvíaeldi Arnarlax Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardóm- ari, er lögmaður hópsins. Mynd: Sigtryggur Ari / DV. hafa meðal annars eigendur Haffjarðarár á Snæfellsnesi, veiðifélag Laxár á Ásum og veiðiréttarhafar í Bakkadal og Fífustaðadal. „Það er sem sagt búið að gefa út starfsleyfið. Dómkraf- an verður um að ógilda það og þar verða fyrir til varnar bæði fyrirtækið sjálft og stofnanir ríkisins sem gáfu út leyfið,“ segir Jón Steinar í samtali við fréttastofu RÚV. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Guðmundur Hafsteinn Kristjánsson bílstjóri frá Bolungarvík lést aðfararnótt föstudagsins 14. október Fyrir hönd fjölskyldunnar Jónína Þuríður Sveinbjörnsdóttir

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.