Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.10.2016, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 20.10.2016, Blaðsíða 8
8 FIMMTudagur 20. OKTÓBER 2016 G. Valdimar Valdemarsson framkvæmdastjóri 1. sæti Norðvestur xAK J Ó S T U B J A R T A F R A M T Í Ð Viltu hætta að borga húsnæðislánið þitt margfalt til baka? M E I R I B J A R T A F R A M T Í Ð M I N N I O K U R V E X T I Ég heiti G. Valdimar Valde- marsson og skipa 1. sætið á lista Bjartrar framtíðar í Norðvestur kjördæmi. Ég er giftur Sigurlínu H. Steinarsdóttur úr Borgarnesi og við eigum saman eina dóttur en fyrir átti hún tvær. Ég er fæddur og uppalinn á Skagaströnd, lærði forritun strax eftir grunnskóla en fór síðan í Samvinnuskólann á Bifröst og síðar í framhaldsnám í kerfis- fræði og hagfræði til Noregs. Ég hef unnið mest allan starfsaldur við hugbúnaðargerð og frá 1991 í eigin fyrirtæki. Byggðamál Ég hef alltaf verið áhugasamur um byggðamál og hagsmuni landsbyggðarinnar og tel að það sé mikið verk að vinna við að bæta stjórnsýsluna og tryggja sjónarmið dreifðra byggða í ákvörðunartöku. Það er stund- um sagt að við séum ekki með byggðastefnu á Íslandi og það er mikið til í því. Stjórnmálin hafa forðast að skilgreina grunn- þjónustu og þjónustustig og það vantar alla mælikvarða eins og vegalengdir til þjónustunnar, lágmarks ásættanleg þjónusta og réttur íbúa til að fá þjónustu á sambærilegum kjörum. Þessu vil ég breyta, ég vil taka þátt í að skilgreina þjónustustig og gera áætlun um hvernig við byggj- um upp ásættanlega þjónustu í heilbrigðiskerfi, menntakerfi og annarri opinberri þjónustu. Þetta tel ég reyndar best gert með því að stofnað verði ráðuneyti byggðamála sem hefur á einni hendi yfirsýn yfir byggðamálin og tryggir að þau sjónarmið séu alltaf með í allri ákvörðunartöku. Opinber þjónusta Ég tel mikilvægt til að tryggja góða þjónustu og eins og ekki síður til að skapa fjölbreyttari störf að opinberar stofnanir veiti þjónustu þar sem íbúarnir eru og séu með starfssemi um allt land. Við getum til dæmis tekið Norðmenn okkur til fyrirmyndar en þeir settu fyrir áratugum ráðn- ingarbann á opinbera starfsmenn í höfuðborginni og fólu forstöðu- mönnum ríkisstofnananna að byggja þær upp með þjónustu fyrir allt landið að leiðarljósi. Þeir ganga svo langt að þeir skerða fjárframlög til stofnanna sem ekki fylgja þessari stefnu. Þessa leið tel ég að við ættum að fara á Íslandi þar sem forstöðumenn stofnananna eru miklu betur til þess fallnir að skipuleggja starf- semina en þingmenn. Verkefni þingmanna er að setja markmið og reglur og stofnananna að fara eftir þeim. Menntun og rannsóknir Ég tel mikilvægt að Íslendingar verji meira fjármagni í menntun og rannsóknir og það mun skila sér í betri ákvörðunartöku og meiri sátt í samfélaginu. Það er mikilvægt að byggja upp öflug rannsóknarsetur háskóla í öllum landshlutum og reynslan sýnir að það skilar sér í fjölbreyttum störfum og laðar fram sérstöðu einstakra landshluta og styrk- leika þeirra. Aukið fjármagn í menntastofnanir, til rannsókna og til þess að styðja við bakið á námsmönnum mun gera íslenskt skólakerfi samkeppnishæft en það er staðreynd í dag að fram- haldsnám er í harðri alþjóðlegri samkeppni og það er nauðsyn að við séum ekki eftirbátar annarra þjóða. Þannig tryggjum við ungu fólki tækifæri og aukum þekk- ingu okkar á þeim möguleikum sem við eigum í okkar stóra landi. Landbúnaður og sjávarútvegur Víða um land eru landbúnað- ur og sjávarútvegur undirstaða atvinnu og mikilvægt að hlúð sé að þessum greinum m.a með nýjum framsæknum búvöru- samningi sem eykur frelsi bænda til að nýta þau tækifæri sem eru í sveitum og á einstökum bú- jörðum og til frekar fullvinnslu og markaðssetningu afurða. Það sama má segja um sjávarútveg, stjórnvöldum ber að standa vörð um öflugan sjávarútveg og gæta þess að stjórnvaldsákvarðanir verði ekki til að draga úr hag- kvæmni hans eða stuðli beinlínis að byggðaröskun. Að lokum innviðirnir Það er tímabært að gera átak í að byggja upp innviði lands- byggðarinnar til að tryggja samkeppnishæfni atvinnufyrir- tækja og auka lífsgæði fólks. Ég vil beita mér fyrir uppbyggingu í vegakerfi, dreifingu rafmagns og fjarskiptum. Það verður best gert með innlendri lántöku ríkissjóðs sem færir fjármagn til í hagkerf- inu í fjárfestingu í innviðum og mun því ekki eitt sér auka þenslu heldur skila traustari innviðum. Innlend lántaka dregur fjármagn frá heitum svæðum og mörkuð- um þar sem þenslu er farið að gæta og í arðbæra fjárfestingu í innviðum. Sími 568 6880 Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Sími 568 6880 | www.heyrnartaekni.is Ísafjörður - 2. nóvember Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður á Ísafirði við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækum. Sérsmíðuð í eyra eða næstum ósýnileg bak við eyra. Margir verðflokkar. Bókaðu tíma í heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki til prufu Sími 568 6880 Í Árneshreppi á Ströndum fóru nú á dögunum fram tökur á ofurhetjumyndinni Justice League og flykktust stórstjörn- ur til þessa stórbrotna staðar í norðri til að taka þátt í ævintýr- inu. Tökur hófust í þar síðustu viku og tíndust stjörnurnar til landsins ein af annarri til Djúpuvíkur. Þeir Willem Dafoe sem leikur Nuidis Vulko og Jason Momoa sem leikur Aqu- aman komu í þar síðustu viku og síðan bættust í hópinn Ben Affleck sem leikur Batman og leikkonurnar Amber Heard sem leikur Meru og Gal Gadot sem er í hlutverki Wonderwoman í myndinni. Það eru ófáir einstaklingar sem vinna við myndina sem er í leikstjórn Zack Snyder og er talið að um 200 manns hafi dvalist á svæðinu vegna fram- leiðslunnar sem var hér á landi í gegnum framleiðslufyrirtækið True North. Ekki var heiglum hent að fá samband við innan- búðarfólk og voru Strandamenn þöglir sem gröfin um það sem fram fór í Árneshreppi þessa daga. Eitthvað hefur þó birst af myndum á netinu og hefur þar farið fremstur í flokki Jason Momoa sem hefur deilt þónokkrum myndum með fylgjendum sínum á Instagram. Hann kemur upprunalega frá Havaí og líkir umhverfinu á Ströndum við heimahagana. Ekki hefur áður komið kvik- myndaverkefni til Vestfjarða af viðlíka stærðargráðu og líklegt verður að teljast að hróður og einstök náttúrufegurð þessa fámenna svæðis muni berast víða er myndin fer í sýningar á næsta ári. annska@bb.is Stjörnufans á Ströndum Mynd af Instagram-síðu Jason Momoa þar sem hann sést ásamt leikstjóranum Zack Snyder.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.