Bæjarins besta - 20.10.2016, Qupperneq 9
FIMMTUdagUr 20. OKTÓBER 2016 9
Ráðning orkubússtjóra Orku-
bús Vestfjarða uppfyllir tæplega
kröfur um faglega og góða
stjórnarhætti og mörgu ábóta-
vant við ráðningarferlið. Þetta
kemur fram í skýrslu Ríkis-
endurskoðunar um starfshætti
stjórnar Orkubúsins. Óeining
var innan stjórnar um ráðninguna
og sagði Árni Brynjólfsson sig
úr stjórn Orkubúsins eftir að
stjórnin ákvað að ráða Elías
Jónatansson. Hann gagnrýndi
ráðningarferlið harkalega í frétt
bb.is í vor. Í öllum megindráttum
tekur Ríkisendurskoðun undir
gagnrýni Árna.
25 umsækjendur voru um
starf orkubússtjóra. Ráðningar-
skrifstofan Hagvangur var stjórn
Orkubúsins innan handar við
ráðninguna.
Ráðgjafar ráðningarskrifstof-
unnar og fulltrúar stjórnarinnar
völdu í sameiningu fimm um-
sækjendur sem taldir voru upp-
fylla best þær hæfniskröfur sem
gerðar voru til starfsins. Þessir
fimm umsækjendur fóru í viðtöl
hjá Hagvangi en Viðar Helgason,
stjórnarformaður Orkubúsins, og
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,
varaformaður stjórnar, tóku
einnig þátt í viðtölunum.
Veikleiki á matsferli
Hagvangs
Í sérstöku minnisblaði, dag-
settu 10. mars 2016, gerðu
fulltrúar ráðningarskrifstofunnar
grein fyrir mati sínu á hæfni
tveggja hæfustu umsækjendanna
með hliðsjón af menntunar- og
hæfniskröfum. Í þessu minnis-
blaði er ekki leitast við að bera
umsækjendurna tvo sérstaklega
saman eða gera upp á milli þeirra
með tilliti til menntunar þeirra,
starfs- og stjórnunarreynslu og
rekstrarþekkingar, samskipta-
og leiðtogahæfni, sóknarhugar
eða sýnar á framtíð Orkubúsins.
Lokaniðurstaðan var einfaldlega
sú að „báðir þessir aðilar væru
hæfir til að gegna starfi Orku-
bússtjóra Vestfjarða“.
Um þá þrjá umsækjendur sem
heltust úr lestinni er ekki heldur
fjallað í minnisblaðinu og engin
rök færð fyrir því að þeir þóttu
lakari kostur en þeir tveir sem
hlutu áframhaldandi brautar-
gengi. Ríkisendurskoðun segir
að þetta hljóti að teljast nokkur
veikleiki á matsferlinu.
Var ekki ljóst að það ætti að
ganga frá ráðningu í síma
Hinn 9. mars 2016, þ.e. daginn
áður en minnisblað Hagvangs var
dagsett, sendi formaður stjórn-
ar Orkubús Vestfjarða öðrum
stjórnarmönnum tölvubréf og
boðaði til fundar daginn eftir.
Lagt var til að um símafund yrði
að ræða þar sem tveir stjórnar-
menn væru staddir erlendis. Í
tölvubréfinu kom fram að viðtöl-
um við umsækjendur væri lokið
og væri ráðningarskrifstofan að
vinna umsögn um niðurstöður
þeirra. Tilgangur símafundarins
væri „að ræða áherslur okkar og
næstu skref“.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar
segir að það hafi komið a.m.k.
tveimur stjórnarmönnum nokkuð
á óvart hvernig símafundurinn
þróaðist og eins og kunnugt er
sagði annar þeirra sig úr stjórninni
eftir að atkvæðagreiðslu lauk. Í
tölvubréfi til annarra stjórnar-
manna frá 19. mars 2016, þ.e.
rúmri viku eftir að símafundurinn
var haldinn, komst hinn svo að
orði: „Í upphafi fundar var mér
það ekki ljóst að við værum að
fara að ganga frá ráðningu í síma.“
Í sama tölvubréfi þessa stjórn-
armanns kom einnig fram að
hann hefði viljað fá meiri tíma
og eiga meiri hlut í þessu stóra
ráðningarmáli. Jafnframt hefði
verið mikilvægt að fá ítarlegri
útlistun á því hvað nákvæmlega
olli því að aðrir umsækjendur en
þeir tveir sem stóðu eftir í lokin
heltust úr lestinni. Þá hefði álit
ráðningarskrifstofunnar ekki
sagt margt annað en að tveir um-
sækjendur væru taldir hæfastir.
Ýmislegt hefði því betur mátt
fara. Þessi stjórnarmaður sam-
þykkti engu að síður ráðningu
nýs orkubússtjóra á fundinum
eins og þrír aðrir stjórnarmenn.
Stríðir gegn reglum Orkubús
ins og hlutafélagalögum
Ríkisendurskoðun segir það
vekja athygli að umrætt minn-
isblað Hagvangs frá 10. mars
var ekki sent sem fundargagn
stjórnarmönnum til upplýsingar
og undirbúnings heldur var
einungis gerð grein fyrir efni þess
á símafundinum. Þetta stríðir
gegn starfsreglum Orkubúsins
um að fundargögn skuli að jafn-
aði send stjórnarmönnum minnst
tveimur dögum fyrir boðaðan
fund. Ríkisendurskoðun vekur
athygli á því að samkvæmt lögum
um hlutafélög megi ekki taka
mikilvæga ákvörðun án þess að
allir stjórnarmenn hafi haft tök
á því að fjalla um málið sé þess
kostur.
Ríkisendurskoðun finnur að
því að stjórnarformaður Orku-
búsins gætti hvorki að starfsregl-
um stjórnar Orkubús Vestfjarða
né lögum um hlutafélög þegar
hann hafnaði því að gera í fundar-
gerð grein fyrir þeirri eindregnu
ósk Árna Brynjólfssonar að það
yrði sérstaklega bókað að hann
styddi ekki fyrirhugaða ráðningu
orkubússtjóra.
Ríkisendurskoðun tók einnig
til skoðunar námsleyfi og starfs-
lok Kristjáns Haraldssonar, fyrr-
verandi orkubússtjóra. Ekki er
gerð athugasemd við námsleyfið
en Ríkisendurskoðun telur eðli-
legt að um slík leyfi verði settar
fastmótaðar reglur, m.a. um
lengd þeirra. smari@bb.is
Mörgu ábótavant við
ráðningu orkubússtjóra
Dögun er afl breytinga sem
vill koma á réttlátu samfélagi.
Mikilvægt er að ákvarðanir séu
teknar út frá heildarhagsmunum
en ekki út frá þröngum sérhags-
munum. Þess vegna þarf að
hreinsa samfélagið af stjórnmála-
mönnum; skattaskjóla, kúlulána
og einkavinavæðingar.
Dögun vill afnema verð-
trygginguna en losa þarf um
hnútinn í maga margra kjósenda
sem svikamyllan verðtryggingin
veldur. Það er ósanngjarnt að öll
verðbólguáhætta leggist alfarið
á lántakendur, en sanngjarnt er
að skipta henni á milli fjármála-
fyrirtækja og skuldara. Lækka
þarf vexti en háir vextir þjaka
fyrirtæki og heimilin. Dögun
vill koma á samfélagsbanka sem
veitir lán á sanngjörnum vöxtum
og greiðir ekki bankabónusa.
Ég mun beita mér fyrir frjáls-
um krókaveiðum dagróðrabáta
en það hleypir lífi í sjávarbyggð-
irnar. Fiskur er staðbundinn,
einkum á uppvaxtarskeiði og
því mikilvægt að dreifa veiðum
og nýta fiskimið á flóum og í
fjörðum.
Standa þarf vörð um heil-
brigðisþjónustuna og ekki síður
menntastofnanir. Eðlileg krafa
hverrar fjölskyldu er að hún
hafi greiðan aðgang að góðri
heilbrigðisþjónustu og menntun
fyrir þá sem landið erfa.
Í umræðu um hvar og til hvaða
verkefna skattfé er varið er rétt að
halda á lofti þeirri staðreynd að
flutningur er á skattfé til höfuð-
borgarsvæðisins frá dreifbýlinu.
Mikilvægt er að stjórnmála-
menn styðji við athafnagleði og
hugmyndir fyrirtækja og einstak-
linga. Tækifærin eru fjölbreytt og
stór í atvinnumálum á Vestfjörð-
Dögun fyrir
Vestfirðinga
um. Nú er fyrirhuguð sókn í fisk-
eldi og ferðaþjónustunni vítt og
breitt um Vestfirði. Skynsamlegt
er að beita sér fyrir uppbyggingu
vinsælla ferðamannastaða á borð
við Dynjandafoss, Látrabjargs
og friðlandsins á Hornströndum.
Komast verður frá þeirri bábilju
að samgöngubætur séu kostnað-
ur eða gjafir stjórnmálamanna
til íbúa. Góðar samgöngur eru
arðsamar. Borðleggjandi er að
heimta strax nútímalegar sam-
göngur á Vestfjörðum, til þess að
tryggja framþróun atvinnulífsins.
Dögun styður virkjun Hvalár
sem tryggir rafmagnsöryggi og
gefur kost á frekari uppbyggingu
atvinnulífs.
Skipuleg nýting og uppbygging
á friðlöndum sem heimamenn
hafa verulegan hag af, er ein
áhrifaríkasta leiðin til náttúru-
verndar. Í viðhorfum ferðaþjóna
á Hornströndum sem vilja halda
fiskeldiskvíum í hæfilegri fjar-
lægð frá friðlandinu kristallast
sú sýn. Gæta verður að því að
upplifun ferðamanna truflist ekki
í ævintýralöndum Jökulfjarða og
Hornstranda.
Á síðustu tveimur kjörtímabil-
um hefur orðið mikil fækkun
á ríkisstörfum á svæðinu. Í
lok kjörtímabila kemur jafnan
karamella fyrir kjósendur. Kara-
mellan sem gefin er í lok kjör-
tímabils er jafnan miklu minni, en
það sem tekið var í burtu.
Leita þarf nýrra leiða til að
tryggja ríkisstörf. Búa þarf til
hvata inn í opinbera stofnanaum-
hverfinu til að flytja verkefni
frá ríki til sveitarfélaga. Það
mætti hvetja opinberar stofn-
anir til að staðsetja starfsmenn
utan höfuðborgarinnar sem gæti
falist í auknum fjárveitingum til
stofnana sem staðsetja störf á
landsbyggðinni.
Flytja ber menningarmál í
meira mæli frá ríki til sveitarfé-
laga. Sveitarfélögin fái þannig
sjálf að nýta það skattfé sem
nú rennur til menningarstarfs
á höfuðborgarsvæðinu, í meira
mæli heima í héraði og efla
þannig menningarstarf og auka
fjölbreytni starfa.
Sama á við um að gefa íbúum
kost á að ráðstafa hluta af afnota-
gjaldi RÚV til fjölmiðla heima í
héraði á borð við BB á Ísafirði
Landsbyggðafólk standið
með hagsmunum ykkar og at-
vinnufrelsi – það er best gert með
því að kjósa Dögun í komandi
kosningum.
Sigurjón Þórðarson
1. sæti á lista Dögunar
Sigurjón Þórðarson.