Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Blaðsíða 4

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Blaðsíða 4
4 Að bera rauða borðann er táknmynd samúðar og stuðnings við hiv-jákvæða og alnæmissjúka. Rauði borðinn er ekki einungis stuðningsyfirlýsing, heldur krafa um umræðu og forvarnir, ósk um framfarir í rannsóknum og von um lækningu. Rauði borðinn er einnig leið til þess að draga hiv-smit og alnæmi fram í dagsljósið. Upphaf rauða borðans má rekja til listamannahópsins Visual AIDS í Bandaríkjunum, samtaka listamanna, listfræðinga og forstöðumanna listasafna. Inntakið er: hiv og alnæmi kemur okkur öllum við! Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 1. desember Dagur rauða borðans Alþjóðlegi alnæmisdagurinn - þriðjudaginn 1. desember næstkomandi. Að Hverfisgötu 69 verður opið hús, boðið upp á kaffihlaðborð og miklar hnallþórur milli kl. 16.00 og 19.00. Listamenn koma í heimsókn, með söng og upplestur. Ungliðahreyfing Samtakanna 78 verður með gjörning í tilefni dagsins. Yfirskrift dagsins í ár er: Jafnt aðgengi og jöfn mannréttindi um allan heim Universal Access and Human Rights

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.