Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Page 6

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Page 6
6 Um 33 til 35 milljónir jarðarbúa búa við þá staðreynd að vera smitaðir af hiv samkvæmt ársskýrslu Unaids og þar af eru 2,5 milljónir enn á barnsaldri. Tala nýsmitaðra í heiminum á liðnu ári var talin vera um 2,5 milljónir manna. Helmingur allra þeirra sem smitast af hiv-veirunni eru innan við 25 ára og aðeins helmingur þeirra nær 35 ára aldri. Slagorð alþjóðlega alnæmisdagsins í ár á því mjög vel við: ,,Universal Access and Human Rights" sem mætti útleggja sem ,,Jafnt aðgengi og jöfn mannréttindi um heim allan”. Válegar tölur smitaðra minna okkur sannarlega á að hiv er enn til staðar og verkefnin framundan hérlendis og á veraldarvísu gegn vágestinum eru óþrjótandi. Við erum heppin með aðgengi okkar að heilbrigðisþjónustu. Einnig eru mannréttindamál í betra farvegi á Íslandi en víða annars staðar. Slíkt er ekki sjálfgefið og hefur kostað talsverða vinnu í gegnum árin. Að þessu sögðu er rétt að hnykkja á mikilvægi þess, að við verjum þessi lífsgæði, þegar við göngum í gegnum efnahagslegar þrengingar eins og á þessu ári. Kreppuárinu 2009 er að ljúka, þessu stórskrítna ári sem hefur einkennst af almennri óvissu í þjóðfélaginu. Slík óvissa hefur áhrif á félagið okkar sem er háð velvild og skilningi stjórnvalda sem og fyrirtækja. Þegar þessi orð eru skrifuð er ekki ljóst hvernig starfsemi félagsins verður fjármögnuð næstu misserin. Von mín er sú að okkur auðnist að halda starfinu áfram með svipuðum hætti og verið hefur, enda brýnt að viðhalda reynslu og þekkingu á hiv og alnæmi sem orðið hefur til innan félagsins. Í rúm 20 ár hefur félagið unnið mikið starf í formi fræðslu, forvarna og stuðnings við hiv-jákvæða. Undanfarið ár hefur starfsemi félagsins verið eins og lagt var upp með. Fræðslu- og forvarnarstarfsemi hiv-Ísland er umfangsmikil. Með stuðningi Landlæknisembættisins, GlaxoSmithCline, Artica MAC og fleiri aðila, hefur félagið á undanförnum árum staðið fyrir fræðslu um hiv og alnæmi til allra 9. og 10. bekkinga í grunnskólum landsins. Verkefni sem þetta er brýnt og þarf stöðugt að vinna að því. Markmið fræðslunnar er tvíþætt. Annars vegar að unglingar sýni sjálfum sér og öðrum fulla virðingu, bæði í kynlífsathöfnum sem öðrum athöfnum. Hins vegar að vinna gegn fordómum. Fordómum gegn ákveðnum sjúkdómum, fordómum sem byggjast á fáfræði. Árangur verkefnis sem þessa er óljós en hvert nýsmit er óafturkræft. Að koma í veg fyrir slíkt er ætíð sigur. Árleg minningarguðsþjónusta fór að vanda fram í Fríkirkjunni í lok maí. Minningarstund þessi er alþjóðleg og heitir hún á ensku Candlelight Memorial Day. Bryndís Valbjörnsdóttir guðfræðingur stjórnaði athöfninni, en Margrét Pálmadóttir annaðist tónlistarflutning ásamt Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og guðfræðinemi flutti hugvekju en hún er jafnframt verndari hiv-Ísland og er það félaginu mikill styrkur. Fjórða umferð þessa forvarnarverkefnis er í burðarliðnum. Alltaf koma nýir nemendur og því þarf stöðug skipulögð fræðsla að eiga sér stað. Stefnt er að þessari yfirferð verði lokið í lok árs 2010. Í ár verður snyrtivörufyrirtækið Artica MAC stærsti styrktaraðili verkefnisins og hefur afhent veglegan styrk sem sagt er frá hér í blaðinu. Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi kemur vikulega á Hverfisgötu 69 og gefur kost á viðtölum. Hefðbundnar uppákomur eiga sér stað í starfi félagsins, svo sem árleg guðsþjónusta í Fríkirkjunni síðasta sunnudaginn í maí, sameiginleg þorrablót, grillveislur og skemmtanir fyrir félagsmenn. Árlega er haldið upp á alþjóðlega alnæmisdaginn, 1. desember, með hefðbundnu sniði. Þann 5. desember í fyrra minntumst við þess að 20 ár voru liðin frá stofnun félagsins. Móttaka var haldin í Þjóðmenningarhúsi og var góð mæting félagsmanna, heilbrigðisstarfsfólks og fulltrúa annarra félagasamtaka. Afmælið var hið veglegasta, margir tóku til máls og flutt voru tónlistaratriði. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi heilbrigðisráðherra opnaði formlega nýju heimasíðuna: www.hiv-island.is Samstarf við systursamtök á Norðurlöndum er í formi sameiginlegra funda, þar sem reynt er að móta sameiginlega stefnu. Fundir sem þessir eru mjög mikilvægir til þess að bera saman bækur og efla innri samstöðu og styrk.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.