Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Síða 11

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Síða 11
Alnæmissjóður MAC var stofnaður árið 1994 af Frank Angelo og Frank Toskan, stofnendum MAC Cosmetics. Sjóðurinn er hjartað og sálin í MAC. Tilgangur hans er að styðja karla, konur og börn um allan heim sem þjást af hiv eða alnæmi. Sjóðurinn styrkir einnig fræðslu- og forvarnaráætlanir sem beinast að því fólki á hverjum stað sem eru í mestri hættu að smitast af hiv eða fá alnæmi. Alnæmissjóður MAC er frumkvöðull í vinnu á svæðum sem hafa til þessa notið lítils stuðnings. Sjóðurinn styður mörg ólík samtök um allan heim, sem bjóða upp á margs konar þjónustu til þeirra sem þjást af sjúkdóminum. Með þessu reynir hann að brúa bil fátæktar og sjálfsagðra mannréttinda. Alnæmissjóður MAC er sá þriðji stærsti sjóðurinn í heiminum sem leggur þessum málaflokki liðsinni sitt. Tveir stærstu sjóðirnir eru lyfjarisar. Til þessa hafa safnast yfir 148 milljónir bandaríkjadala eingöngu með sölu á MAC Viva Glam varalitum og glossum. Allt söluandvirði Viva Glam varalita og glossa rennur til sjóðsins. Hingað til hafa verið framleiddar sex tegundir varalita og þrjár tegundir glossa. Hver ný Viva Glam herferð byggir á stuðningi fræga fólksins úr heimi lista- og tónlistarfólks sem leikur lykilhlutverk í að fræða almenning um hiv-smit og alnæmi. Þar má nefna Elton John, RuPaul, K.d. Lang, Lil´Kim, Mary J. Blige, Christina Aguilera, Missy Elliot, Linda Evangelista, Chloe Sevgny, Boy George, Pamela Anderson, Dita Von Teese, Fergie og nú í ár Cindy Lauper og Lady Gaga. Framlag MAC á Íslandi hefur verið eyrnamerkt fræðsluverkefni íslensku Alnæmis-samtakanna, þar sem farið hefur verið í alla grunnskóla landsins með fræðslu. Forvarnarstarf þetta miðar að því að kenna börnunum okkar að þau hafi val um öruggt kynlíf. Allir fræðslufulltrúar Alnæmissamtakanna sem sinna þessu forvarnarstarfi eru sjálfir smitaðir af hiv-veirunni eða nákomnir einhverjum er smitast hefur og tala því út frá eigin reynslu. Lísa Einarsdóttir, tengiliður MAC á Íslandi Styrkir fræðslustarf HIV-Íslands/Alnæmissamtakanna

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.