Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Qupperneq 16

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Qupperneq 16
16 Stúlkurnar áttu það allar sammerkt að hafa lifað í mikilli fátækt á uppvaxtarárum sínum. Þrjár þeirra voru svo fátækar að það má segja að þær hafi á unglingsárum „selt sig” sér eldri karlmönnum fyrir nauðþurftir. Tvær bjuggu þá hjá feðrum sínum og sú þriðja hjá stjúpföður sem hafði flust til móður hennar en hundsaði allar hennar þarfir. Engin þeirra fékk að borða eins og hinir á heimilinu. Ein sagðist framan af hafa verið æði háð eldri bræðrum sínum, en þeir höfðu reynt að öngla saman fyrir mat handa þeim systkinum með „skrítnum störfum” hjá eldri mönnum. Þær voru 14, 16 og 17 ára þegar samband þeirra við þessa menn hófst, en þeir voru allir mun eldri en þær. Vinur einnar fann handa henni kærasta þegar hún var 14 ára. Þegar tvær þeirra urðu barnshafandi 15 og 17 ára, voru karlmennirnir fljótir að láta sig hverfa og rak faðir annarrar þeirra hana jafnframt strax að heiman. Maðurinn yfirgaf þá þriðju til að finna sér nýja þegar hún vildi ekki stunda meira kynlíf. „Selja sig” vegna fátæktar Rúmlega helmingur stúlknanna bar höfuðábyrgð á eigin barni, yngri systkinum eða börnum systkina foreldra sinna vegna dauðsfalla foreldranna. Auk þess aðstoðuðu tvær móður og ömmu með yngri systkini sín og jafnvel munaðarlaus börn sem bjuggu líka inn á heimilinu. Aðeins ein stúlka var ennþá í sambandi við barnsföður sinn, en hún var ekki hrifin af honum lengur því hann hafði greinst hiv-jákvæður eftir að barnið fæddist. Hún var að vinna að því að geta staðið á eigin fótum og var búin að fá lán fyrir saumavél hjá CLF. Hvorki barnsfeðurnir né ríkið studdu við stúlkurnar þegar þær urðu einstæðar mæður. Lífið var þeim því afar erfitt, þær lifðu við sára fátækt, og höfðu að sama skapi miklar væntingar til CLF að hjálpa þeim til að standa á eigin fótum eftir dvölina á CLF. Ábyrgð á börnum Í landi þar sem alnæmi er faraldur, eins og í Úganda, þarf fólk að geta varist hiv-smiti eða tekist á við sjúkdóminn með því að vera upplýst, þekkja smitleiðir og fara í hiv-próf. Stúlkurnar á CLF sögðust hafa fengið upplýsingar um sjúkdóminn áður en þær komu þangað, en þær sögðust allar hafa lært meira um hann, þótt það væri einstaklingsbundið og misjafnt hvað hver þeirra hafði lært. Félagsráðgjafi CLF heldur vikulega fundi þar sem ýmis málefni á borð við hiv eru rædd, auk þess sem fleiri koma að fræðslustarfinu. Fáeinar stúlkur óttuðust smitun eða smitað fólk. Sumar höfðu horft upp á nána ættingja deyja úr alnæmi og langaði ekki til að upplifa hið sama. Aðrar báru ábyrgð á yngri systkinum sem þær sögðust ekki mega deyja frá, að minnsta kosti ekki næstu árin á meðan börnin væru lítil, það gæti orðið endalok þeirra alla. Stúlkurnar höfðu einnig tök á að ræða persónuleg vandamál við félagsráðgjafa CLF einar eða tvær saman og gera má ráð fyrir að þau hafi verið ærin miðað við aðstæður þeirra. Ekki virtust þær samt treysta félagsráðgjafanum fyrir alveg öllu af ótta við að upplýsingarnar gætu borist til þeirra nánustu sem mögulega gæti haft áhrif á áframhaldandi búsetu hjá þeim. CLF og hiv Aðstæður stúlknanna á uppvaxtarárunum höfðu orðið til þess að skólaganga þeirra fór gjarnan úr skorðum. Flestum hafði þó tekist að ljúka sjö ára grunnnámi sem er ekki skyldunám í Úganda. Einstaka höfðu byrjað í framhaldsnámi, en það er sex ár eftir grunnnámið. Tvær höfðu litla sem enga skólagöngu, önnur hafði gengið fjögur ár í skóla, hin ekkert. Sú fyrri hafði þurft að hætta í námi vegna fjárskorts en í fjölskyldunni voru 10 börn. Hin hafði búið í fátækrahverfi Kampala, þegar faðir hennar slasaðist alvarlega flutti móðir hennar að heiman. Stúlkan hugsaði því um pabba sinn og fjögur yngri systkini sem öll gengu í skóla. Er móðirin greindist með alnæmi yfirgaf nýi eiginmaðurinn hana og stúlkan þurfti þá einnig að aðstoða hana. Stúlkan eignaðist síðar tvö börn. Hún skildi við barnsföður sinn sem krafðist þess að fá bæði börnin. Henni þótti afar dapurlegt að sjá þau líta verr og verr út þegar hún heimsótti þau einu sinni í mánuði. Stopul skólaganga

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.