Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Síða 18

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Síða 18
18 Allar stúlkurnar voru ánægðar með dvölina á CLF, þær höfðu fengið mat, eignast góða vini, fræðst um ýmislegt, eins og hiv, og náð að ganga í skóla eða fengið þjálfun í einhverju sem þær vonuðust til að geta nýtt sér eftir dvölina. Stúlkurnar langaði allar til að halda áfram í námi og fá vinnu. Þær sem báru ábyrgð á börnum, hvort heldur eigin eða öðrum innan fjölskyldunnar, höfðu yfirleitt hug á því að hjálpa börnunum fyrst til mennta áður en þær sjálfar héldu áfram í námi. Margar vildu því byrja á því að fá sér vinnu og höfðu gjarnan hug á því að koma sér upp eigin rekstri. Þær voru því að kanna lán úr smálánasjóðnum sem CLF býður upp á og voru flestar bjartsýnar á að það gengi upp. Vinna eftir dvöl á CLF Þrjár stúknanna höfðu greinst hiv-jákvæðar við fæðingu eða eftir brjóstagjöf. Engin þeirra átti foreldra á lífi nema ein 13 ára sem átti föður, en hann hafði misnotað hana kynferðislega frá barnæsku, eftir að móðir hennar dó. Þessi stúlka var lögð í einelti í barnaskóla vegna sjúkdómsins. Hin börnin vildu ekki umgangast hana og kvörtuðu yfir því að hún gæti smitað þau. Hún var því látin sitja ein við borð. Þessi stúlka, eins og hinar tvær, var samt afar ánægð með að geta gengið í skóla og dreymir um að verða læknir og vinna með hiv-jákvæðum. Önnur 17 ára gömul hiv- jákvæð stúlka ætlar að verða blaðamaður og skrifa um hiv og alnæmi til þess að upplýsa fólk. Sú þriðja, einnig 13 ára og hiv-jákvæð, ætlar einnig að verða læknir. Þessar stúlkur greindust allar á unglingsaldri. Þær höfðu allar verið mjög veikar frá því þær mundu eftir sér, en fóru ekki í hiv-próf fyrr en á unglingsárum. Þeim leið miklu betur eftir að þær fengu lyf og sögðust ekki verða eins oft veikar. Ein hafði jafnframt verið sett á berklalyf en sagðist samt hósta mikið ennþá. Allar töluðu þær um verki við inntöku lyfjanna, sérstaklega á morgnana og á kvöldin, því þá tækju þær lyfin gjarnan á fastandi maga. Þriðja inntakan sem var í hádeginu gengi miklu betur, því þá gætu þær tekið lyfið með mat sem þær fengu í skólanum. Þær kvörtuðu allar yfir því að eiga stundum erfitt með að einbeita sér í skólanum sökum svengdar. Ein sagði frænda sinn, sem hún byggi hjá, drekka svo mikið að oftast væri enginn peningur eftir fyrir mat. Önnur fékk lyfin ekki alltaf samfellt vegna erfiðleika við að nálgast þau. Engin þeirra þekkir aðra krakka sem eru hiv-jákvæðir, oftast höfðu þær ekki einu sinni hugleitt að aðrir krakkar gætu líka verið smitaðir. Þeim finnst hugmyndin um að hitta aðra í sömu stöðu góð. Þótt bakgrunnur og aðstæður þessara hiv-jákvæðu stúlkna hafi hreint út sagt verið skelfileg var ótrúlegt að upplifa hvað skólagangan var þeim mikils virði og hvað þær áttu sér stóra drauma um framtíðina. Elsta stúlkan, sem átti sex ár eftir til þess að verða blaðamaður, sagðist geta náð því marki, fengi hún bara mat og tækifæri til að halda áfram í námi. Allar töldu samt ólíklegt að þær eignuðust mann og börn í framtíðinni, þótt þær langaði til þess, því enginn elskaði manneskju sem væri með alnæmi. Þannig væri það nú bara í Úganda. Þær reyndu því að forðast kynlíf og stráka. Aðstæður hiv-jákvæðu stúlknanna Það kom mér skemmtilega á óvart hvað stúlkurnar á CLF sýndu mikla einlægni og traust í viðtölunum og hvað þær bjuggu yfir mikilli réttsýni og ábyrgð. Einnig sterkri löngun til að takast á við lífið, ótrúlegri eljusemi og væntingum til betra lífs. En veruleiki stúlknanna var svo sannarlega grimmari en mig hafði órað fyrir. Þær höfðu ungar að árum misst foreldrana úr lífi sínu, flutt til ættingja og oftast lifað þar við sára fátækt og mikla erfiðleika. Mér er minnisstætt hvað það var sumum stúlkunum erfitt að rifja upp ákveðna þætti úr bernskunni, eins og andlát foreldra. Þá runnu gjarnan tár niður kinnarnar, en þær sem á annað borð mundu eftir foreldrum sínum áttu jafnan ljúfar minningar um þá. Segja má að alnæmisfaraldurinn hafi á margvíslegan hátt svift stúlkurnar á CLF æsku sinni, þeirri vernd, öryggi og fegurð sem ætti að einkenna uppvaxtarár barna. Það var svo sannanlega tvennt ólíkt að hlusta á stúlkurnar sjálfar segja frá veruleika sínum og sjá hann í reynd, en að lesa um rannsóknir á aðstæðum ungs fólks í Úganda hér heima á Fróni. Hugleiðingar að leiðarlokum

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.