Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Qupperneq 19

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Qupperneq 19
Viðtöl mín og heimsóknir okkar stjórnarmanna Alnæmisbarna til CLF á síðastliðnu ári leiddi í ljós að CLF væri að vinna í samræmi við þau markmið og væntingar sem Alnæmisbörn höfðu haft til starfseminnar. CLF var svo sannarlega að styðja við ungar, bágstaddar stúlkur vegna alnæmisfaraldursins og reyna að hjálpa þeim til betra lífs. Það var ánægjulegt að upplifa hvað dvölin á CLF reyndist þeim jákvæð og gefandi og voru væntingar stúlknanna til lífsins og framtíðarinnar ögrandi áskorun fyrir Alnæmisbörn að reyna að standa sig sem best í framtíðarfjárveitingum til CLF. Ég komst að því að styrkir Alnæmisbarna skipta sköpun í lífi þessara stúlkna, þeir gáfu þeim styrkari stoðir til að standa á, aukna þekkingu, menntun og þjálfun sem getur veitt þeim lífsnauðsynlegt fjárhaglegt sjálfstæði og sjálfræði í lífinu. Ég held að dvöl mín í Úganda hafi bylt heimssýn minni og geri mér ómögulegt að líta heiminn sömu augum aftur. Á stuttri ferð minni um landið var margt sem kom mér verulega á óvart og hafði djúpstæð áhrif á mig. Það var til dæmis sérkennilegt að horfa á þetta fallega, frjósama land hvert sem augað eygði, þessa Perlu Afríku, og bera það saman við grannvaxið fólkið allt um kring og fátæklegar vistarverur sem langoftast voru hjallar og strákofar. Vegna veikingar íslensku krónunnar á þessu ári hafa Alnæmisbörn átt erfiðara með að standa við allar þær skuldbindingar sem félagið hefur sett sér með fjárframlögum til CLF og óvíst hvað gerist þegar stofnfé félagsins, sem varð til við dauðsfall Erlu, verður uppurið í lok ársins 2010, ef fram heldur sem horfir. Þeir sem vilja og geta lagt hönd á plóg til að hjálpa CLF að halda áfram starfsemi sinni eru hvattir til að gerast félagsmenn Alnæmisbarna. Árgjaldið er 3.000 kr., en einnig er hægt að gerast styrktarmeðlimur og greiða ákveðna upphæð, 1.000 eða 2.000 kr. á mánuði til að styðja einhverja ákveðna stúlku eða stúlkurnar almennt til mennta í almennu grunnnámi. Hægt er að senda ósk um þátttöku inn á heimasíðu Alnæmisbarna, http://www. hiv-born.is, undir hafa samband. Fólk þarf alls ekki að óttast að styrkjum til CLF sé illa varið, þess í stað geta þeir gjörbylt lífi bágstaddra stúlkna í fjarlægri heimsálfu, Afríku. Það leiddi ferð okkar í ljós. Þú skiptir máli! Við getum öll gert kraftaverk! Gætum við hugsað okkur að lifa við þau lífskjör og aðstæður sem Úgandamönnum er boðið upp á? Nei, ég held ekki. Ég er því ófeimin að viðurkenna að á meðan ég dvaldi í Úganda fann ég oft innra með mér til mikillar reiði gagnvart stjórnvöldum, já og Vesturlöndum líka, fyrir að hafa ekki sýnt íbúum Úganda meiri virðingu og kærleik í verki en raun bar vitni. Ég var reið yfir því að enginn gripi inn í til að stoppa þessa kúgun og þjakandi aðstæður sem hinn almenni borgari virtist þurfa að lifa við. Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi hiv-jákvæðra á Landspítalanum og yfirfélagsráðgjafi hjá Landlæknisembættinu

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.