Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Page 21

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Page 21
Hiv-Norden er samstarfsvettvangur hiv-jákvæðra á Norðurlöndum með aðsetur í Stokkhólmi. Formaður er Kimmo Karsikas frá Finnlandi. Öll landssamtök hiv-hópa á Norðurlöndunum hafa nú breytt nafni sínu og heita: Hiv-Sverige www.hiv-sverige.se, Hiv-Danmark www.hiv-danmark.dk, Hiv-Norge www.hivnorge.no, HivFinland www.positiiviset.fi og HIV-Ísland www.hiv-island.is. Fundir eru haldnir tvisvar eða þrisvar á ári, þar af einn aðalfundur. Þar er rætt um ástandið í hverju landi og reynt að móta sameiginlega stefnu. Fyrsti fundur ársins var haldinn í Stokkhólmi í mars og aðalfundur í Helsinki í september. Tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna sitja fundina. Áherslan í samstarfi Hiv-Norden snýr að mannréttindum hiv-jákvæðra, forvörnum og upplýsingum almennt út í samfélagið en undanfarin misseri hefur áhersla verið aukin á fræðslu og stuðning meðal hiv-jákvæðra. Því er nauðsynlegt að ná til sem flestra með upplýsingar, ráðgjöf, samveru og styrkingu á lífsstíl og því umhverfi sem þeir búa við. Í tengslum við þessar áherslur ákvað stjórn Hiv- Norden að hefja samstarf við lyfjarannsókna- fyrirtækið Gilead. Það felur í sér námskeið fyrir hiv- jákvæða og aðstandendur um heilsu, aukaverkanir lyfja og heilsueflingu, sjá heimasíðuna: www. hivandyourbody.com. Gilead ætlar að bera allan kostnað af námskeiðunum sem verða haldin í nokkur skipti á Norðurlöndunum á næstu tveimur árum. HIV-Íslandi gefst kostur á að senda fimm fulltrúa á þessi námskeið. HIV-Ísland er aðildarfélag að bandalagi hiv-hópa í Evrópu. Markmiðið er að halda árlegan fund með fulltrúum allra aðildarfélaga, ekki hefur það tekist á hverju ári vegna fjárskorts en í ár tókst það og komu fulltrúar aðildarfélaganna saman í Kaupmannahöfn í apríl. Erfitt hefur reynst að fjármagna þetta starf. Félögin eru dugleg að halda sambandi sín á milli með tölvupósti. Heimasíða HIV-Europe er: www.hiveurope.org HIV-Europe Alþjóðleg ráðstefna um hiv og alnæmi verður haldin í Vínarborg í júlí 2010. Alþjóðlegar ráðstefnur eru haldnar annað hvert ár og var sú síðasta í Mexíkóborg sumarið 2008. Hiv-jákvæðir og aðrir, sem áhuga kunna að hafa, geta sótt um styrk til ráðstefnufarar á heimasíðunni. Til þess opnast hlekkur þann 8. desember næstkomandi, sjá: http://www.aids2010.org/ Alþjóðlega ráðstefnan í Vínarborg Einar Þór Jónsson Réttlætiskrafa Viagra og Cialis verða verðin, um að nást sátt. Duglausan drenginn herða dinglandi, vonlaus um drátt. Þrátt fyrir fjölda ferða og fimleika út á nátt, vont er vífin að serða verðið er allt of hátt. Lyfjameðferð fer misjafnlega með einstaklinginn, eins og gengur og gerist. Rauða borðanum barst eftirfarandi hugleiðing í ljóðaformi. Það er margt mannanna bölið - eins og þar stendur! E N N E M M / S ÍA / N M 18 0 8 7 Erlent samstarf

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.