Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Blaðsíða 22

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Blaðsíða 22
22 Þegar verkefnið hófst var mikil þörf á að veita alnæmissjúkum heimahlynningu, meðferð við sjúkdómnum var ekki fyrir hendi og margir smitaðir einstaklingar voru rúmfastir og nutu umönnunar sjálfboðaliða Rauða krossins. Nú á síðustu árum hefur aðgengi að meðferð við alnæmi aukist og í Chiradzulu geta hiv-jákvæðir og alnæmissjúkir fengið meðferð innan heilbrigðiskerfisins. Þetta þýðir að hiv- jákvæðir, sem fá meðferð, geta tekið þátt í daglegu lífi, eru sjálfbjarga og mun færri eru rúmliggjandi vegna sjúkdómsins. Þeir og aðstandendur þeirra horfast þó oft í augu við ýmsa erfiðleika í tengslum við heilsufar, meðferðina, fjárhag, mat og næringu, samskipti, sambönd og kynlíf. Auk þess sem smán og mismunun gagnvart sjúkdómnum hefur neikvæð áhrif á þá sem lifa með hiv-veiruna og aðstandendur þeirra. Nú eru fimm stuðningshópar hiv-jákvæðra og alnæmissjúkra starfandi í Chiradzulu og taka þar þátt rúmlega 400 manns. Konur eru í miklum meirihluta en meðlimir hópanna eru hiv-jákvæðir og aðstandendur þeirra sem sjálfviljugir taka þátt. Mörg þeirra er þátt taka höfðu áður notið heimahlynningar Rauða krossins, en eru nú hressari og vilja leggja sitt af mörkum til að lifa jákvætt með sjúkdóminn. Þróun í rétta átt Rauði kross Íslands hefur stutt alnæmisverkefni malavíska Rauða krossins í Nkalo í Chiradzulu héraði í suðurhluta Malaví í nokkur ár. Þar búa um 290.000 manns. Rúmlega 90% af íbúum Chiradzulu búa við sárustu fátækt sem jafngildir því að þeir hafi minna en 100 krónur á dag sér til lífsviðurværis. Héraðið er þéttbýlt og nánast allt land er notað til ræktunar en þó hefur mikill meirihluti íbúa minna en hálfan hektara til eigin umráða, aðgangur að vatni er takmarkaður. Líkt og annars staðar í sunnanverðri Afríku er hiv-smit og alnæmi mikið vandamál og talið er að 15,1% af íbúum Chiradzulu héraði séu sýktir af hiv-veirunni. Fjöldi munaðarlausra barna hefur vaxið á undanförnum árum og samkvæmt tölum frá yfirvöldum frá árinu 2008 hafa rúmlega 27.000 börn í héraðinu misst annað hvort eða bæði foreldri, oftast vegna alnæmis. Helstu smitleiðir hiv í Malaví eru með óvörðum kynmökum. Nýleg könnun Rauða krossins leiddi í ljós að almenningur telur að alnæmi sé stórt vandmál í samfélaginu, flestir þekkja sjúkdóminn og smitleiðir hans, en lítil smokkanotkun, áhættukynlíf, það hve unglingar byrja ungir að stunda kynlíf, ýmsir menningarlegir þættir, fátækt og ójafnrétti kynjanna leiðir til hárrar tíðni sjúdómsins. Alnæmisverkefni Rauði krossins í Chiradzulu felst í forvörnum og fræðslu til að koma í veg fyrir hiv-smit, til dæmis með jafningjafræðslu, opnum dögum og íþróttadögum. Í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld er skipulögð heimahlynning og annar stuðningur við alnæmissjúka og börn sem misst hafa foreldra úr alnæmi. Verkefnið felur einnig í sér einskonar málsvörn fyrir hiv-jákvæða og alnæmissjúka til að draga úr fordómum, smán og mismunun gagnvart smituðum. Auk þess er lögð áhersla á að styðja og styrkja malavíska Rauða krossinn við framkvæmd verkefnisins. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru hornsteinn verkefnisins og eru hluti af því samfélagi sem þeir veita þjónustu til. Sjálfboðaliðarnir fá þjálfun og kennslu til að framkvæma ofantalda verkefnisþætti.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.