Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Blaðsíða 23

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Blaðsíða 23
Hólmfríður Garðarsdóttir Hóparnir urðu til vegna þess að hiv-jákvæðir fundu þörf til að hittast, ræða málin og deila reynslu. Hóparnir fá stuðning og ráðgjöf frá alnæmisverkefninu en starfa að öðru leyti sjálfstætt og hafa eigin lög og reglur. Ýmis þjálfun er veitt til hópanna, svo sem hópefli, samvinna og gerð áætlana. Lögð er áhersla á mikilvægi málsvarnarstarfs hiv-jákvæðra og alnæmissjúkra og framlag þeirra til að að minnka mismunun og fordóma gagnvart sjúkdómnum í samfélaginu. Einnig hafa hóparnir verið studdir til að koma á legg verkefnum sem miða að því að afla tekna. Dæmi um slík verkefni eru: framleiðsla barm-alnæmismerkja sem Rauði kross Íslands hefur fest kaup á og ætlar til dæmis að selja þann 1. desember, á alþjóðlega alnæmisdaginn. Framleiðsla á leirofnum sem notaðir eru við matreiðslu og eru umhverfisvænir og spara eldivið. Ræktun sameiginlegra matjurtagarða, þeir eru alls orðnir fimm og er þar ræktað grænmeti, ákvextir og jurtir en uppskeran nýtist meðlimum hópanna og afgangsuppskera er seld til ágóða fyrir hópunum. Meðlimir stuðningshópana sem rækta þessa garða fá einnig kennslu og leiðbeiningar þar sem lögð er áhersla á að efla neyslu á fleiri fæðutegundum, sem eru næringarríkar og nauðsynlegar fyrir þá einstaklinga sem eru hiv-jákvæðir eða komnir með alnæmi. Ýmsar aðferðir eru kenndar til að geyma matvæli, með það að markmiði að varðveita næringarinnihald og lögð er áhersla á nýtni með því að þurrka grænmeti og ávexti. Á matreiðslunámskeiðunum eru leirofnarnir, sem stuðningshóparnir framleiða, notaðir. Með matjurtargörðum stuðningshópanna er vonast til að bæta daglegt líf og vellíðan þeirra og í leiðinni stuðla að sjálfstæði þessa hóps. Barmmerki, leirofnar og matjurtir Þess má geta að lokum að hver stuðningshópur hefur stofnað bankareikning þar sem tekjur eru færðar inn og ákveður hópurinn á reglulegum fundum hvernig nota skal það fé sem aflað er. Hóparnir hittast vikulega og eru þá ýmis málefni rædd eins og til dæmis; að lifa jákvætt með hiv og alnæmi, mismunun og smán sem fylgir sjúkdómnum í samfélaginu, vandamál sem aðrir fjölskyldumeðlimir upplifa, fjárhagsáhyggjur, áhyggjur af framtíðinni, meðferðarheldni, andleg vandamál og hvernig hægt er að nýta reynslu meðlima til að miðla fyrirbyggjandi upplýsingum um alnæmi til annarra í samfélaginu. Fjöldi þátttakenda stuðningshópanna eykst í Chiradzulu en allir eru skráðir í landssamtök einstaklinga sem lifa með alnæmi í Malaví (MANET+). Reynsla þátttakenda nýtt Stuðningshó par hiv-jákv æðra og alnæmiss júkra

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.