Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Blaðsíða 26

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2009, Blaðsíða 26
26 Brasilía Stefna heilbrigðisyfirvalda í alnæmismálum hefur hlotið lof Sonia er einstæð móðir í Brasilíu og smituð af hiv-veirunni. Hún leggur á sig fjögurra klukkustunda ferð til að komast á heilbrigðisstofnun á vegum ríkisins þar sem hún fær ókeypis lyfjameðferð. Ferðin er löng, segir hún, en lítið ómak til þess að fá lyfin sem hafa haldið henni utan sjúkrahúsa í ellefu ár. Sonia er ein fjölmargra Brasilíumanna sem njóta þess að í landinu hefur verið unnið eftir nýstárlegri stefnu í málefnum hiv-smits og alnæmis. Það kom heilbrigðisyfirvöldum annars staðar á óvart þegar öllum sem höfðu hiv-smit eða alnæmi var tryggð ókeypis lyfjameðferð árið 1996. Sonia þarf að taka 20 lyfjatöflur á dag og það hefur haldið hiv-smitinu í skefjum. Aðferð Brasilíumanna, þar sem saman fara forvarnir á vegum hins opinbera og áberandi upplýsinga- og fræðslustarf til almennings, þykir mikil fyrirmynd fyrir þróunarþjóðir. Forvarnaáróður þar sem er ekki skafið utan af hlutunum hefur leitt til þess að þekking á útbreiðslu hiv-veirunnar er almenn: Stattu þig í rúminu, notaðu smokk! Nýleg rannsókn heilbrigðisráðuneytisins í Brasilíu sýnir að þekking almennings á útbreiðslu hiv-smits og hvernig á að forðast það er meiri en víðast hvar annars staðar. Það var í Brasilíu sem menn gerðu sér fyrst grein fyrir því það er ekki hægt að skilja á milli forvarna og meðferðar, segir prófessor við háskóla í Rio de Janeiro. Hann hefur fengist við rannsóknir á hiv og alnæmi frá 1989 og segir að annars staðar hafi tekið um fimmtán ár að skilja þetta samhengi. Skilningur almennings á málinu hefur lengt ævi tugþúsunda Brasilíumanna og sparað ríkisvaldinu milljarða í útgjöldum. Auk þess hafa milljarðar sparast vegna þess að Brasilíumenn hafa framleitt eigin lyf og samið um lækkað verð á lyfjum frá erlendum framleiðendum. Auk þess er talið að sjúkrahúskostnaður hafi orðið 250 milljörðum króna minni en ella á árunum 1996-2004. Árangur Brasilíu í alnæmismálum hefur hlotið lof á alþjóðavettvangi en hann hefur fært þjóðinni nýtt verkefni. Þegar ókeypis lyfjagjöf hófst voru um tíu þúsund manns sem nutu hennar og reiknað var með að það yrði um tiltölulega skamman tíma hjá hverjum og einum. En sjúklingar lifa lengur en áður, þökk sé betri lyfjum og lyfjasamsetningum, og þurfa þá lyfjagjöf lengur. Enn fremur hlýst það af því að hiv-smit hefur breyst úr bráðum sjúkdómi í langvinnan að sjúklingar búa við hættu á öðrum sjúkdómum. Einkum eru það hjartasjúkdómar sem læknarnir sjá. Komið hefur verið á kerfi til að fást við hiv-smit og alnæmi, en þá verða fyrirbyggjanlegir sjúkdómar eins og hjartasjúkdómar sjúklingum að aldurtila. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 2006 að stefnt yrði að því að veita öllum aðgang að hiv-vörnum, hiv-meðferð og umönnun ekki síðar en árið 2010. Í 111 löndum hefur verið ákveðið að leitast við að fylgja þessu. Lítum á hvernig hefur gengið. 90% vita að enn er engin lækning til við alnæmi. 45,7% Brasilíumanna nota smokk við skyndikynmök. 4,4 milljónir hiv-prófa voru tekin árið 2006. 38 milljarðar króna (á gengi 2009) voru notaðir til kaupa á hiv- og alnæmislyfjum árið 2006. Yfirvöld greiddu fyrir einn milljarð smokka árið 2007. Tölur um hiv og alnæmi í Brasilíu: Botsvana Landið var meðal þeirra fyrstu í Afríku til að setja á fót landsáætlun um hiv-varnir. Áætlunin var sett á laggirnar árið 2002 og hefur þróast hratt síðan. Starfið nær til 93.000 einstaklinga eða um 85% þeirra 110.000 sem er talið að eigi að hljóta meðferð. Hondúras Næst á eftir Afríku sunnan Sahara er útbreiðsla hiv-smits mest í löndum við Karíbahafið. Landsáætlun um hiv-varnir var samþykkt árið 2002 en það á eftir að koma í ljós hvort tekst að framfylgja henni. Skömmin sem fylgir hiv-smiti og ójafnræði kynjanna standa helst í vegi fyrir árangri. Konum sem smitast af hiv heldur áfram að fjölga sem og þeim sem fá alnæmi. Taíland Meðferð vegna hiv-smits og alnæmis fellur undir sjúkratryggingalög sem voru samþykkt árið 2006. Helsta vandamál sem við er að etja er smit meðal þeirra sem starfa við kynlífsþjónustu, karla og kvenna. Ríkissjóður stendur undir um 80% af kostnaðinum en um 20% koma utanlands frá. Um 2,7% af útgjöldum til heilbrigðismála er varið til meðferðar við hiv og alnæmi. Kína Aðgengi að læknismeðferð hefur batnað frá því hafist var handa á vegum ríkisins árið 2003. Rúmlega 42.000 manns nutu meðferðar í lok árs 2007. Alnæmi er enn mikið feimnismál og erfitt að leita sér aðstoðar, sérstaklega fyrir þjóðfélagshópa í erfiðri stöðu, svo sem þá sem hafa flust án leyfis og þá sem sinna kynlífsþjónustu. Ríkisstjórnin hefur hafið áróður fyrir opinni umræðu og upplýsingum.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.